Dómari stöðvar bann Bandaríkjastjórnar á WeChat Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2020 16:35 Bandaríkjastjórn hefur gefið út tilskipun um bann á kínversku miðlunum TikTok og WeChat. Það virðist ekki ætla að ganga eftir. Getty/Sheldon Cooper Bandarískur dómari hefur sett lögbann á tilraunir bandarískra yfirvalda til að banna kínverska samskiptamiðilinn WeChat. Til stendur að ekki verði hægt að hlaða forritinu niður í Bandaríkjunum frá miðnætti í dag og verður því ekki lengur í notkun þar í landi. Laurel Beeler, dómari í Kaliforníu, sagði að bannið vekti upp margar alvarlegar spurningar í sambandi við fyrstu viðbótargrein stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggir tjáningarfrelsi. Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf í sumar út tilskipun um að banna ætti kínversku samfélagsmiðlana WeChat og TikTok ef ekki yrðu breytingar á rekstri þeirra. Þá hafa yfirvöld haldið því fram að forritin ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna og að þau selji, eða áframsendi persónuupplýsingar notenda sinna á kínversk stjórnvöld. TikTok tilkynnti í dag að samningar hafi náðst við bandarísku fyrirtækin Oracle og Walmart um að þau myndu kaupa hlut í miðlinum. Oracle mun kaupa 12,5 prósenta hlut og Walmart 7,5 prósenta. Þá munu allar upplýsingar um notendur forritsins vera geymdar í gagnageymslum Oracle. Forritið mun því verða starfrækt áfram í Bandaríkjunum. Hefðu áform bandarískra stjórnvalda náð fram að fara hefðu um nítján milljón bandarískir notendur WeChat ekki getað notað forritið áfram til samskipta sín á milli. Forritið er notað bæði til þess að senda skilaboð og til myndsímtala og býður það einnig upp á millifærslur. Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Kína Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Trump gefur TikTok blessun sína Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna. 20. september 2020 09:47 Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Bandarískur dómari hefur sett lögbann á tilraunir bandarískra yfirvalda til að banna kínverska samskiptamiðilinn WeChat. Til stendur að ekki verði hægt að hlaða forritinu niður í Bandaríkjunum frá miðnætti í dag og verður því ekki lengur í notkun þar í landi. Laurel Beeler, dómari í Kaliforníu, sagði að bannið vekti upp margar alvarlegar spurningar í sambandi við fyrstu viðbótargrein stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggir tjáningarfrelsi. Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf í sumar út tilskipun um að banna ætti kínversku samfélagsmiðlana WeChat og TikTok ef ekki yrðu breytingar á rekstri þeirra. Þá hafa yfirvöld haldið því fram að forritin ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna og að þau selji, eða áframsendi persónuupplýsingar notenda sinna á kínversk stjórnvöld. TikTok tilkynnti í dag að samningar hafi náðst við bandarísku fyrirtækin Oracle og Walmart um að þau myndu kaupa hlut í miðlinum. Oracle mun kaupa 12,5 prósenta hlut og Walmart 7,5 prósenta. Þá munu allar upplýsingar um notendur forritsins vera geymdar í gagnageymslum Oracle. Forritið mun því verða starfrækt áfram í Bandaríkjunum. Hefðu áform bandarískra stjórnvalda náð fram að fara hefðu um nítján milljón bandarískir notendur WeChat ekki getað notað forritið áfram til samskipta sín á milli. Forritið er notað bæði til þess að senda skilaboð og til myndsímtala og býður það einnig upp á millifærslur.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Kína Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Trump gefur TikTok blessun sína Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna. 20. september 2020 09:47 Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Trump gefur TikTok blessun sína Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna. 20. september 2020 09:47
Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00
TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33