Dómari stöðvar bann Bandaríkjastjórnar á WeChat Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2020 16:35 Bandaríkjastjórn hefur gefið út tilskipun um bann á kínversku miðlunum TikTok og WeChat. Það virðist ekki ætla að ganga eftir. Getty/Sheldon Cooper Bandarískur dómari hefur sett lögbann á tilraunir bandarískra yfirvalda til að banna kínverska samskiptamiðilinn WeChat. Til stendur að ekki verði hægt að hlaða forritinu niður í Bandaríkjunum frá miðnætti í dag og verður því ekki lengur í notkun þar í landi. Laurel Beeler, dómari í Kaliforníu, sagði að bannið vekti upp margar alvarlegar spurningar í sambandi við fyrstu viðbótargrein stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggir tjáningarfrelsi. Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf í sumar út tilskipun um að banna ætti kínversku samfélagsmiðlana WeChat og TikTok ef ekki yrðu breytingar á rekstri þeirra. Þá hafa yfirvöld haldið því fram að forritin ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna og að þau selji, eða áframsendi persónuupplýsingar notenda sinna á kínversk stjórnvöld. TikTok tilkynnti í dag að samningar hafi náðst við bandarísku fyrirtækin Oracle og Walmart um að þau myndu kaupa hlut í miðlinum. Oracle mun kaupa 12,5 prósenta hlut og Walmart 7,5 prósenta. Þá munu allar upplýsingar um notendur forritsins vera geymdar í gagnageymslum Oracle. Forritið mun því verða starfrækt áfram í Bandaríkjunum. Hefðu áform bandarískra stjórnvalda náð fram að fara hefðu um nítján milljón bandarískir notendur WeChat ekki getað notað forritið áfram til samskipta sín á milli. Forritið er notað bæði til þess að senda skilaboð og til myndsímtala og býður það einnig upp á millifærslur. Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Kína Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Trump gefur TikTok blessun sína Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna. 20. september 2020 09:47 Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Bandarískur dómari hefur sett lögbann á tilraunir bandarískra yfirvalda til að banna kínverska samskiptamiðilinn WeChat. Til stendur að ekki verði hægt að hlaða forritinu niður í Bandaríkjunum frá miðnætti í dag og verður því ekki lengur í notkun þar í landi. Laurel Beeler, dómari í Kaliforníu, sagði að bannið vekti upp margar alvarlegar spurningar í sambandi við fyrstu viðbótargrein stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggir tjáningarfrelsi. Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf í sumar út tilskipun um að banna ætti kínversku samfélagsmiðlana WeChat og TikTok ef ekki yrðu breytingar á rekstri þeirra. Þá hafa yfirvöld haldið því fram að forritin ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna og að þau selji, eða áframsendi persónuupplýsingar notenda sinna á kínversk stjórnvöld. TikTok tilkynnti í dag að samningar hafi náðst við bandarísku fyrirtækin Oracle og Walmart um að þau myndu kaupa hlut í miðlinum. Oracle mun kaupa 12,5 prósenta hlut og Walmart 7,5 prósenta. Þá munu allar upplýsingar um notendur forritsins vera geymdar í gagnageymslum Oracle. Forritið mun því verða starfrækt áfram í Bandaríkjunum. Hefðu áform bandarískra stjórnvalda náð fram að fara hefðu um nítján milljón bandarískir notendur WeChat ekki getað notað forritið áfram til samskipta sín á milli. Forritið er notað bæði til þess að senda skilaboð og til myndsímtala og býður það einnig upp á millifærslur.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Kína Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Trump gefur TikTok blessun sína Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna. 20. september 2020 09:47 Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Trump gefur TikTok blessun sína Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna. 20. september 2020 09:47
Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00
TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33