Dýragarði Joe Exotic lokað Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 10:46 Joe Exotic situr nú í fangelsi. Þar smitaðist hann af kórónuveirunni. youtube Sögusviði Netflix-þáttanna Tiger King, dýragarðurinn Greater Wynnewood Exotic Animal Park í Oklahoma-ríki, hefur verið lokað. Frá þessu greindi Jeff Lowe, núverandi eigandi garðsins, í Facebook-færslu í gærkvöld. Þar gagnrýnir hann landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna og segir ráðuneytið hafa látið undan þrýstingi dýraverndunarsamtakanna PETA. Þau hafa lengi haft horn í síðu garðsins og fyrrverandi eiganda hans, Joseph Maldonado-Passage eða Joe Exotic. Hann afplánar nú 22 ára fangelsisdóm, m.a. fyrir að leggja á ráðin um að koma keppinaut sínum Carole Baskin fyrir kattarnef. Átök þeirra eru þungamiðjan í Netflix-þáttunum og spanna mörg ár. Alríkisdómari í Bandaríkjunum veitti Baskin, sem er forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, stjórn yfir dýragarðinum fyrr í sumar. Ákvörðunin var niðurstaða dómsmáls sem Baskin höfðaði gegn Exotic vegna brota hans á höfundarréttarlögum. Svo fór að Exotic var gert að greiða tæpa milljón dollara til Baskin og dýraathvarfs hennar. Hann stóð þó ekki í skilum á upphæðinni og var honum því gert að afhenda dýragarðinn í staðinn. Fyrrnefndum Lowe, auðmanni sem bregður einnig fyrir í þáttunum og farið hefur með rekstur dýragarðsins síðan Exotic var dæmdur í fangelsi, var með dómsúrskurðinum gert að fjarlægja öll dýr úr garðinum innan 120 daga. Í færslu sinni skrifar Lowe að Tiger King-ævintýrið hafi breytt öllum sem að því komu. Það hafi jafnframt skapað dýragarðinum gríðarlegar tekjur og fyrir vikið hafi verið hægt að annast dýrin; ógrynni tígrisdýra, bjarna og annarra framandi dýra, betur en nokkru sinni fyrr. Dýraverndunarsamtök hafa einmitt gagnrýnt eigendur garðsins fyrir lélegan aðbúnað. Lowe segir öll dýrin í garðinum nú vera í einkaeigu „og þau verða áfram í einkaeigu.“ Hann tiltekur þó ekki hvað það þýðir, hvort búið sé að selja öll dýrin eða hvort hann annist þau sjálfur. Lowe tekur hins vegar fram að eignarhald á framandi dýrum sé löglegt í Oklahoma. Auðmaðurinn segist nú vinna að opnun nýs garðs, sem verði fyrst og fremst tökustaður fyrir sjónvarpsefni tengt Tiger King. Talið er Netflix hafi þegar öðlast réttinn að annarri þáttaröð af Tiger King auk þess sem hafin er framleiðsla á ýmsu hliðarefni (e. spinoff). Til að mynda mun Nicolas Cage bregða sér í hlutverk Joe Exotic í nýrri þáttaröð. Netflix Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35 Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Sögusviði Netflix-þáttanna Tiger King, dýragarðurinn Greater Wynnewood Exotic Animal Park í Oklahoma-ríki, hefur verið lokað. Frá þessu greindi Jeff Lowe, núverandi eigandi garðsins, í Facebook-færslu í gærkvöld. Þar gagnrýnir hann landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna og segir ráðuneytið hafa látið undan þrýstingi dýraverndunarsamtakanna PETA. Þau hafa lengi haft horn í síðu garðsins og fyrrverandi eiganda hans, Joseph Maldonado-Passage eða Joe Exotic. Hann afplánar nú 22 ára fangelsisdóm, m.a. fyrir að leggja á ráðin um að koma keppinaut sínum Carole Baskin fyrir kattarnef. Átök þeirra eru þungamiðjan í Netflix-þáttunum og spanna mörg ár. Alríkisdómari í Bandaríkjunum veitti Baskin, sem er forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, stjórn yfir dýragarðinum fyrr í sumar. Ákvörðunin var niðurstaða dómsmáls sem Baskin höfðaði gegn Exotic vegna brota hans á höfundarréttarlögum. Svo fór að Exotic var gert að greiða tæpa milljón dollara til Baskin og dýraathvarfs hennar. Hann stóð þó ekki í skilum á upphæðinni og var honum því gert að afhenda dýragarðinn í staðinn. Fyrrnefndum Lowe, auðmanni sem bregður einnig fyrir í þáttunum og farið hefur með rekstur dýragarðsins síðan Exotic var dæmdur í fangelsi, var með dómsúrskurðinum gert að fjarlægja öll dýr úr garðinum innan 120 daga. Í færslu sinni skrifar Lowe að Tiger King-ævintýrið hafi breytt öllum sem að því komu. Það hafi jafnframt skapað dýragarðinum gríðarlegar tekjur og fyrir vikið hafi verið hægt að annast dýrin; ógrynni tígrisdýra, bjarna og annarra framandi dýra, betur en nokkru sinni fyrr. Dýraverndunarsamtök hafa einmitt gagnrýnt eigendur garðsins fyrir lélegan aðbúnað. Lowe segir öll dýrin í garðinum nú vera í einkaeigu „og þau verða áfram í einkaeigu.“ Hann tiltekur þó ekki hvað það þýðir, hvort búið sé að selja öll dýrin eða hvort hann annist þau sjálfur. Lowe tekur hins vegar fram að eignarhald á framandi dýrum sé löglegt í Oklahoma. Auðmaðurinn segist nú vinna að opnun nýs garðs, sem verði fyrst og fremst tökustaður fyrir sjónvarpsefni tengt Tiger King. Talið er Netflix hafi þegar öðlast réttinn að annarri þáttaröð af Tiger King auk þess sem hafin er framleiðsla á ýmsu hliðarefni (e. spinoff). Til að mynda mun Nicolas Cage bregða sér í hlutverk Joe Exotic í nýrri þáttaröð.
Netflix Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35 Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35
Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03