Dýragarði Joe Exotic lokað Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 10:46 Joe Exotic situr nú í fangelsi. Þar smitaðist hann af kórónuveirunni. youtube Sögusviði Netflix-þáttanna Tiger King, dýragarðurinn Greater Wynnewood Exotic Animal Park í Oklahoma-ríki, hefur verið lokað. Frá þessu greindi Jeff Lowe, núverandi eigandi garðsins, í Facebook-færslu í gærkvöld. Þar gagnrýnir hann landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna og segir ráðuneytið hafa látið undan þrýstingi dýraverndunarsamtakanna PETA. Þau hafa lengi haft horn í síðu garðsins og fyrrverandi eiganda hans, Joseph Maldonado-Passage eða Joe Exotic. Hann afplánar nú 22 ára fangelsisdóm, m.a. fyrir að leggja á ráðin um að koma keppinaut sínum Carole Baskin fyrir kattarnef. Átök þeirra eru þungamiðjan í Netflix-þáttunum og spanna mörg ár. Alríkisdómari í Bandaríkjunum veitti Baskin, sem er forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, stjórn yfir dýragarðinum fyrr í sumar. Ákvörðunin var niðurstaða dómsmáls sem Baskin höfðaði gegn Exotic vegna brota hans á höfundarréttarlögum. Svo fór að Exotic var gert að greiða tæpa milljón dollara til Baskin og dýraathvarfs hennar. Hann stóð þó ekki í skilum á upphæðinni og var honum því gert að afhenda dýragarðinn í staðinn. Fyrrnefndum Lowe, auðmanni sem bregður einnig fyrir í þáttunum og farið hefur með rekstur dýragarðsins síðan Exotic var dæmdur í fangelsi, var með dómsúrskurðinum gert að fjarlægja öll dýr úr garðinum innan 120 daga. Í færslu sinni skrifar Lowe að Tiger King-ævintýrið hafi breytt öllum sem að því komu. Það hafi jafnframt skapað dýragarðinum gríðarlegar tekjur og fyrir vikið hafi verið hægt að annast dýrin; ógrynni tígrisdýra, bjarna og annarra framandi dýra, betur en nokkru sinni fyrr. Dýraverndunarsamtök hafa einmitt gagnrýnt eigendur garðsins fyrir lélegan aðbúnað. Lowe segir öll dýrin í garðinum nú vera í einkaeigu „og þau verða áfram í einkaeigu.“ Hann tiltekur þó ekki hvað það þýðir, hvort búið sé að selja öll dýrin eða hvort hann annist þau sjálfur. Lowe tekur hins vegar fram að eignarhald á framandi dýrum sé löglegt í Oklahoma. Auðmaðurinn segist nú vinna að opnun nýs garðs, sem verði fyrst og fremst tökustaður fyrir sjónvarpsefni tengt Tiger King. Talið er Netflix hafi þegar öðlast réttinn að annarri þáttaröð af Tiger King auk þess sem hafin er framleiðsla á ýmsu hliðarefni (e. spinoff). Til að mynda mun Nicolas Cage bregða sér í hlutverk Joe Exotic í nýrri þáttaröð. Netflix Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35 Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Sögusviði Netflix-þáttanna Tiger King, dýragarðurinn Greater Wynnewood Exotic Animal Park í Oklahoma-ríki, hefur verið lokað. Frá þessu greindi Jeff Lowe, núverandi eigandi garðsins, í Facebook-færslu í gærkvöld. Þar gagnrýnir hann landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna og segir ráðuneytið hafa látið undan þrýstingi dýraverndunarsamtakanna PETA. Þau hafa lengi haft horn í síðu garðsins og fyrrverandi eiganda hans, Joseph Maldonado-Passage eða Joe Exotic. Hann afplánar nú 22 ára fangelsisdóm, m.a. fyrir að leggja á ráðin um að koma keppinaut sínum Carole Baskin fyrir kattarnef. Átök þeirra eru þungamiðjan í Netflix-þáttunum og spanna mörg ár. Alríkisdómari í Bandaríkjunum veitti Baskin, sem er forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, stjórn yfir dýragarðinum fyrr í sumar. Ákvörðunin var niðurstaða dómsmáls sem Baskin höfðaði gegn Exotic vegna brota hans á höfundarréttarlögum. Svo fór að Exotic var gert að greiða tæpa milljón dollara til Baskin og dýraathvarfs hennar. Hann stóð þó ekki í skilum á upphæðinni og var honum því gert að afhenda dýragarðinn í staðinn. Fyrrnefndum Lowe, auðmanni sem bregður einnig fyrir í þáttunum og farið hefur með rekstur dýragarðsins síðan Exotic var dæmdur í fangelsi, var með dómsúrskurðinum gert að fjarlægja öll dýr úr garðinum innan 120 daga. Í færslu sinni skrifar Lowe að Tiger King-ævintýrið hafi breytt öllum sem að því komu. Það hafi jafnframt skapað dýragarðinum gríðarlegar tekjur og fyrir vikið hafi verið hægt að annast dýrin; ógrynni tígrisdýra, bjarna og annarra framandi dýra, betur en nokkru sinni fyrr. Dýraverndunarsamtök hafa einmitt gagnrýnt eigendur garðsins fyrir lélegan aðbúnað. Lowe segir öll dýrin í garðinum nú vera í einkaeigu „og þau verða áfram í einkaeigu.“ Hann tiltekur þó ekki hvað það þýðir, hvort búið sé að selja öll dýrin eða hvort hann annist þau sjálfur. Lowe tekur hins vegar fram að eignarhald á framandi dýrum sé löglegt í Oklahoma. Auðmaðurinn segist nú vinna að opnun nýs garðs, sem verði fyrst og fremst tökustaður fyrir sjónvarpsefni tengt Tiger King. Talið er Netflix hafi þegar öðlast réttinn að annarri þáttaröð af Tiger King auk þess sem hafin er framleiðsla á ýmsu hliðarefni (e. spinoff). Til að mynda mun Nicolas Cage bregða sér í hlutverk Joe Exotic í nýrri þáttaröð.
Netflix Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35 Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35
Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent