Minjastofnun biðlar til Reykjavíkurborgar að bjarga síðasta bíóinu í miðbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2020 14:06 Umfjöllun um Regnbogann í Vikunni á áttunda áratugnum. Minjastofnun Íslands harmar fregnir gærdagsins þess efnis að Bíó Paradís við Hverfisgötu 54 verði lokað 30. apríl þegar húsaleigusamningur rennur út. Öllu starfsfólki hefur verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Bíós Paradísar segir reksturinn ekki geta gengið miðað við þá húsaleigu sem í boði sé. Bíóinu var komið á koppinn árið 2010 en þar var um árabil kvikmyndahúsið Regnboginn. „Minjastofnun Íslands harmar nýjustu fregnir er varða framtíð kvikmyndahússins að Hverfisgötu 54 þar sem Bíó Paradís hefur verið starfrækt síðasta áratuginn. Bíórekstur hefur verið í húsinu frá upphafi en kvikmyndahúsið Regnboginn var opnað sama ár og húsið var fullbyggt árið 1977,“ segir í erindi Minjastofnunar. Búið nýjustu tækni á sínum tíma „Bíóið var búið nýjustu tækni í sýningarbúnaði á þeim tíma og var fyrsta kvikmyndahúsið hér á landi sem frá upphafi var sérhannað sem fjölsalabíó. Bíó Paradís er seinasta kvikmyndahúsið sem enn er starfandi í miðbæ Reykjavíkur. Húsnæðið er hið eina í miðbænum sem hentar til slíks reksturs auk þess sem þar er sérhæfður búnaður til sýninga á ólíkum formum kvikmynda. Á síðustu árum hefur Bíó Paradís fest sig í sessi sem helsti griðastaður kvikmyndalistar í landinu og mikilvæg miðstöð menningar og mannlífs í þessum hluta miðbæjarins.“ Rætt var við Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradís, í kvöldfréttum í gær. Vísað er til þess að Borgarsögusafn Reykjavíkur hafi árið 2019 unnið varðveislumat fyrir kvikmyndahúsið að Hverfisgötu 54. Helstu niðurstöður matsins séu að húsið hafi miðlungs til hátt varðveislugildi sem felist einkum í menningarsögulegu gildi þess og þeirrar starfsemi sem það hýsir. „Í því vegur þyngst að enn er óslitið það samhengi sem er milli upphaflegrar og sérhæfðrar hönnunar hússins sem fjölsala kvikmyndahúss, hins fyrsta sinnar tegundar hér á landi, og þeirrar starfsemi sem það hýsir og hefur hýst frá upphafi. Jafnframt er þar eina starfandi kvikmyndahúsið sem eftir er í miðbæ Reykjavíkur og þar með er það lifandi vitnisburður um þann þátt í sögu dægurmenningar og afþreyingar í Reykjavík. Starfsemi kvikmyndahússins á jarðhæð leggur mikið til götulífs og staðaranda við Hverfisgötu.“ Ómissandi fyrir mannlíf og menningu Starfsmenn Minjastofnunar Íslands hafi kynnt sér sögu og ástand kvikmyndahússins á seinasta ári ásamt fulltrúum frá Borgarsögusafni og skrifstofu menningarmála hjá Reykjavíkurborg. Niðurstaða þeirra hafi verið að taka heilshugar undir það mat á varðveislugildi bíósins sem fram komi í umsögn Borgarsögusafns. „Minjastofnun hvetur Reykjavíkurborg eindregið til þess að setja nauðsynleg ákvæði í skipulagi miðbæjarins eða gera aðrar þær ráðstafanir sem tryggt geta áframhaldandi bíórekstur í húsinu sem ómissandi er fyrir mannlíf og menningu í miðbænum.“ Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03 „Látum ekki hræGamma hrekja Bíó Paradís í burtu“ Óhætt er að segja að yfirvofandi lokun Bíó Paradís á Hverfisgötu eftir tíu ára starf hafi valdið miklu fjaðrafoki í dag. Framkvæmdastjóri segir reksturinn í blóma en þreföld eða fjórföld hækkun í leiguverði geri starfsemina ekki lengur mögulega. 30. janúar 2020 13:15 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Minjastofnun Íslands harmar fregnir gærdagsins þess efnis að Bíó Paradís við Hverfisgötu 54 verði lokað 30. apríl þegar húsaleigusamningur rennur út. Öllu starfsfólki hefur verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Bíós Paradísar segir reksturinn ekki geta gengið miðað við þá húsaleigu sem í boði sé. Bíóinu var komið á koppinn árið 2010 en þar var um árabil kvikmyndahúsið Regnboginn. „Minjastofnun Íslands harmar nýjustu fregnir er varða framtíð kvikmyndahússins að Hverfisgötu 54 þar sem Bíó Paradís hefur verið starfrækt síðasta áratuginn. Bíórekstur hefur verið í húsinu frá upphafi en kvikmyndahúsið Regnboginn var opnað sama ár og húsið var fullbyggt árið 1977,“ segir í erindi Minjastofnunar. Búið nýjustu tækni á sínum tíma „Bíóið var búið nýjustu tækni í sýningarbúnaði á þeim tíma og var fyrsta kvikmyndahúsið hér á landi sem frá upphafi var sérhannað sem fjölsalabíó. Bíó Paradís er seinasta kvikmyndahúsið sem enn er starfandi í miðbæ Reykjavíkur. Húsnæðið er hið eina í miðbænum sem hentar til slíks reksturs auk þess sem þar er sérhæfður búnaður til sýninga á ólíkum formum kvikmynda. Á síðustu árum hefur Bíó Paradís fest sig í sessi sem helsti griðastaður kvikmyndalistar í landinu og mikilvæg miðstöð menningar og mannlífs í þessum hluta miðbæjarins.“ Rætt var við Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradís, í kvöldfréttum í gær. Vísað er til þess að Borgarsögusafn Reykjavíkur hafi árið 2019 unnið varðveislumat fyrir kvikmyndahúsið að Hverfisgötu 54. Helstu niðurstöður matsins séu að húsið hafi miðlungs til hátt varðveislugildi sem felist einkum í menningarsögulegu gildi þess og þeirrar starfsemi sem það hýsir. „Í því vegur þyngst að enn er óslitið það samhengi sem er milli upphaflegrar og sérhæfðrar hönnunar hússins sem fjölsala kvikmyndahúss, hins fyrsta sinnar tegundar hér á landi, og þeirrar starfsemi sem það hýsir og hefur hýst frá upphafi. Jafnframt er þar eina starfandi kvikmyndahúsið sem eftir er í miðbæ Reykjavíkur og þar með er það lifandi vitnisburður um þann þátt í sögu dægurmenningar og afþreyingar í Reykjavík. Starfsemi kvikmyndahússins á jarðhæð leggur mikið til götulífs og staðaranda við Hverfisgötu.“ Ómissandi fyrir mannlíf og menningu Starfsmenn Minjastofnunar Íslands hafi kynnt sér sögu og ástand kvikmyndahússins á seinasta ári ásamt fulltrúum frá Borgarsögusafni og skrifstofu menningarmála hjá Reykjavíkurborg. Niðurstaða þeirra hafi verið að taka heilshugar undir það mat á varðveislugildi bíósins sem fram komi í umsögn Borgarsögusafns. „Minjastofnun hvetur Reykjavíkurborg eindregið til þess að setja nauðsynleg ákvæði í skipulagi miðbæjarins eða gera aðrar þær ráðstafanir sem tryggt geta áframhaldandi bíórekstur í húsinu sem ómissandi er fyrir mannlíf og menningu í miðbænum.“
Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03 „Látum ekki hræGamma hrekja Bíó Paradís í burtu“ Óhætt er að segja að yfirvofandi lokun Bíó Paradís á Hverfisgötu eftir tíu ára starf hafi valdið miklu fjaðrafoki í dag. Framkvæmdastjóri segir reksturinn í blóma en þreföld eða fjórföld hækkun í leiguverði geri starfsemina ekki lengur mögulega. 30. janúar 2020 13:15 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45
Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03
„Látum ekki hræGamma hrekja Bíó Paradís í burtu“ Óhætt er að segja að yfirvofandi lokun Bíó Paradís á Hverfisgötu eftir tíu ára starf hafi valdið miklu fjaðrafoki í dag. Framkvæmdastjóri segir reksturinn í blóma en þreföld eða fjórföld hækkun í leiguverði geri starfsemina ekki lengur mögulega. 30. janúar 2020 13:15