Innlent

Þingflokksformenn semja inn í nóttina

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Guðmundur Ari Sigurjónsson er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Guðmundur Ari Sigurjónsson er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm

Þingflokksformenn sitja við samningaborðið á Alþingi. Fundurinn hófst klukkan tíu og var enn í gangi um miðnæturleytið. Búast má við því að hann vari eitthvað inn í nóttina.

Enn bólar ekkert á þinglokasamningum en mögulega fer að draga til tíðinda. Formenn þingflokkanna hafa fundað stíft undanfarna daga og hafa ráðherrar einnig skorist í leikinn á einhvern hátt.

Fundur þingflokksformannanna hófst um tíu leytið og var þá þingfundi frestað fram til miðnættis þegar honum var svo frestað fram í fyrramálið. Næsti þingfundur er á dagskrá klukkan tíu í fyrramálið nema til tíðinda dragi í nótt.

Stjórnarandstaðan hefur gengist við málþófi og umræðan um veiðigjaldafrumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra stefnir óðfluga í að verða lengsta þingdeila frá sameiningu málstofanna. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins birti í dag færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði Sjálfstæðismenn ekki munu gefa sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×