Bresk stjórnvöld undirbúa Brexit-fögnuð Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 12:02 Innan við tvær vikur eru nú þar til Bretar ætla að segja skilið við Evrópusambandið. Vísir/EPA Ríkisstjórn Bretlands ætlar að standa fyrir viðburðum til að fagna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu að kvöldi 31. janúars. Á sama tíma varar fjármálaráðherra Bretlands við því að sum bresk fyrirtæki gætu lent í erfiðleikum eftir Brexit vegna misræmis á milli breskra og evrópskra reglna. Bretar ætla að ganga formlega úr Evrópusambandinu föstudaginn 31. janúar. Lítil breyting verður þó fyrst um sinn því reglur Evrópusambandsins munu ennþá gilda þar í ellefu mánuði til viðbótar á aðlögunartímabili sem samið var um. Boris Johnson, forsætisráðherra, ætlar að ávarpa þjóðina um kvöldið eftir ríkisstjórnarfund sem verður haldinn á Norður-Englandi sem á að undirstrika áform ríkisstjórnarinnar um að styrkja svæðið efnahagslega. Búið er að skipuleggja fögnuð vegna útgöngunnar. Stjórnarbygginar í Whitehall í London verða upplýstar og verður breska fánanum flaggað á öllum stöngum við Þingtorgið. Ríkisstjórnin ætlar ennfremur að framleiða sérstaka mynt til minningar um daginn. Klukkuskífu verður svo varpað á Downingstræti 10, aðsetur forsætisráðherrans, og á klukkan að telja niður til klukkan 23:00 þegar útgangan á sér stað. Upphaflega vildi Johnson að Stóri Ben, klukkan í þinghúsinu í Westminster, hringdi sérstaklega við útgönguna en viðgerðir standa nú yfir á henni. Sajid Javid, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Financial Times í dag, að búast mætti við því að sumir angar bresks efnahagslífs ættu eftir að líða fyrir útgönguna þegar Bretar setja sér sínar eigin reglur sem verða ekki fullu samræmi við reglur Evrópusambandsins. Sambandið er stærsti viðskiptaaðili Bretlands. Hann hét því að Bretlands segði skilið við innri markað Evrópusambandsins og tollabandalagið fyrir lok þessa árs. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands ætlar að standa fyrir viðburðum til að fagna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu að kvöldi 31. janúars. Á sama tíma varar fjármálaráðherra Bretlands við því að sum bresk fyrirtæki gætu lent í erfiðleikum eftir Brexit vegna misræmis á milli breskra og evrópskra reglna. Bretar ætla að ganga formlega úr Evrópusambandinu föstudaginn 31. janúar. Lítil breyting verður þó fyrst um sinn því reglur Evrópusambandsins munu ennþá gilda þar í ellefu mánuði til viðbótar á aðlögunartímabili sem samið var um. Boris Johnson, forsætisráðherra, ætlar að ávarpa þjóðina um kvöldið eftir ríkisstjórnarfund sem verður haldinn á Norður-Englandi sem á að undirstrika áform ríkisstjórnarinnar um að styrkja svæðið efnahagslega. Búið er að skipuleggja fögnuð vegna útgöngunnar. Stjórnarbygginar í Whitehall í London verða upplýstar og verður breska fánanum flaggað á öllum stöngum við Þingtorgið. Ríkisstjórnin ætlar ennfremur að framleiða sérstaka mynt til minningar um daginn. Klukkuskífu verður svo varpað á Downingstræti 10, aðsetur forsætisráðherrans, og á klukkan að telja niður til klukkan 23:00 þegar útgangan á sér stað. Upphaflega vildi Johnson að Stóri Ben, klukkan í þinghúsinu í Westminster, hringdi sérstaklega við útgönguna en viðgerðir standa nú yfir á henni. Sajid Javid, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Financial Times í dag, að búast mætti við því að sumir angar bresks efnahagslífs ættu eftir að líða fyrir útgönguna þegar Bretar setja sér sínar eigin reglur sem verða ekki fullu samræmi við reglur Evrópusambandsins. Sambandið er stærsti viðskiptaaðili Bretlands. Hann hét því að Bretlands segði skilið við innri markað Evrópusambandsins og tollabandalagið fyrir lok þessa árs.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira