Evrópusambandið opnar landamæri fyrir fjórtán ríkjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2020 15:11 Bandaríkjamenn verða ekki meðal ferðalanga sem fá inngöngu í ríki Evrópusambandsins og Schengen frá og með 1. júlí. AP Photo/Christophe Ena Evrópusambandið tilkynnti í dag að landamæri aðildaríkjanna yrðu opnuð fyrir ferðamönnum á morgun, 1. júlí, frá fjórtán löndum en Bandaríkjamenn verða ekki meðal þeirra sem fá inngöngu í Evrópu. Flestum Bandaríkjamönnum hefur verið neitað inngöngu í ríki Evrópusambandsins síðustu tvær vikurnar vegna mikillar aukningar kórónuveirutilfella í Bandaríkjunum. Ferðamenn frá öðrum fjölmennum löndum, líkt og Rússlandi, Brasilíu og Indlandi munu þar að auki þurfa að bíða með það að ferðast til Evrópusambandsríkja. Ríki Evrópu hafa hægt og rólega létt á takmörkunum sem sett voru á þegar faraldurinn skall á og eru mörg ríki suður Evrópu, þar á meðal Grikkland, Spánn og Ítalía, ólm í að opna aftur fyrir sólarþyrstum ferðalöngum til að blása lífi í ferðaþjónustuna. Talið er að um 15 milljónir bandarískra ferðamanna ferðist ár hvert til Evrópu og að um 10 milljón Evrópubúa ferðist vestur um haf. Ferðamenn frá eftirfarandi löndum munu geta heimsótt Evrópusambands- og Schengen ríkin frá og með morgundeginum: Alsír, Ástralíu, Kanada, Georgíu, Japan, Svartfjallalandi, Marokkó, Nýja-Sjálandi, Rúanda, Serbíu, Suður-Kóreu, Taílandi, Túnis og Úrúgvæ. Þá munu kínverskir ferðamenn ekki fá inngöngu í Evrópu fyrr en Kína opnar landamæri sín fyrir evrópskum ferðamönnum. Þá er búist við því að löndin á lista Evrópusambandsins muni einnig leyfa ferðalöngum frá Evrópu að ferðast þangað. Landalistinn verður uppfærður á fjórtán daga fresti, löndum verður bætt á listann og önnur tekin af honum eftir því hvað á við hverju sinni. Tilfellum kórónuveiru hefur fjölgað gífurlega síðustu vikuna en Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun í mars sem bannar ferðamönnum frá Evrópu að koma inn í landið. Faraldurinn hefur verið á miklu undanhaldi í flestum ríkjum Evrópu undanfarnar vikur. Evrópusambandið Bandaríkin Alsír Ástralía Nýja-Sjáland Kanada Georgía Japan Svartfjallaland Marokkó Rúanda Serbía Suður-Kórea Taíland Túnis Úrúgvæ Tengdar fréttir Bandaríkin og Kína ekki á lista ESB yfir „örugg lönd“ Fjórtán ríki eru á lista ESB yfir þau ríki sem teljast örugg og ríkisborgarar þeirra ættu að fá að ferðast yfir ytri landamæri ESB. Bandaríkin, Kína og Brasilía eru ekki á listanum. 29. júní 2020 19:19 Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12 Enn verið að leggja lokahönd á listann Schengen-ríkin deila enn um hvaða lönd skuli vera á lista yfir þau ríki sem mega ferðast til svæðisins þegar ytri landamærin opna þann 1. júlí næstkomandi. 27. júní 2020 13:43 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Evrópusambandið tilkynnti í dag að landamæri aðildaríkjanna yrðu opnuð fyrir ferðamönnum á morgun, 1. júlí, frá fjórtán löndum en Bandaríkjamenn verða ekki meðal þeirra sem fá inngöngu í Evrópu. Flestum Bandaríkjamönnum hefur verið neitað inngöngu í ríki Evrópusambandsins síðustu tvær vikurnar vegna mikillar aukningar kórónuveirutilfella í Bandaríkjunum. Ferðamenn frá öðrum fjölmennum löndum, líkt og Rússlandi, Brasilíu og Indlandi munu þar að auki þurfa að bíða með það að ferðast til Evrópusambandsríkja. Ríki Evrópu hafa hægt og rólega létt á takmörkunum sem sett voru á þegar faraldurinn skall á og eru mörg ríki suður Evrópu, þar á meðal Grikkland, Spánn og Ítalía, ólm í að opna aftur fyrir sólarþyrstum ferðalöngum til að blása lífi í ferðaþjónustuna. Talið er að um 15 milljónir bandarískra ferðamanna ferðist ár hvert til Evrópu og að um 10 milljón Evrópubúa ferðist vestur um haf. Ferðamenn frá eftirfarandi löndum munu geta heimsótt Evrópusambands- og Schengen ríkin frá og með morgundeginum: Alsír, Ástralíu, Kanada, Georgíu, Japan, Svartfjallalandi, Marokkó, Nýja-Sjálandi, Rúanda, Serbíu, Suður-Kóreu, Taílandi, Túnis og Úrúgvæ. Þá munu kínverskir ferðamenn ekki fá inngöngu í Evrópu fyrr en Kína opnar landamæri sín fyrir evrópskum ferðamönnum. Þá er búist við því að löndin á lista Evrópusambandsins muni einnig leyfa ferðalöngum frá Evrópu að ferðast þangað. Landalistinn verður uppfærður á fjórtán daga fresti, löndum verður bætt á listann og önnur tekin af honum eftir því hvað á við hverju sinni. Tilfellum kórónuveiru hefur fjölgað gífurlega síðustu vikuna en Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun í mars sem bannar ferðamönnum frá Evrópu að koma inn í landið. Faraldurinn hefur verið á miklu undanhaldi í flestum ríkjum Evrópu undanfarnar vikur.
Evrópusambandið Bandaríkin Alsír Ástralía Nýja-Sjáland Kanada Georgía Japan Svartfjallaland Marokkó Rúanda Serbía Suður-Kórea Taíland Túnis Úrúgvæ Tengdar fréttir Bandaríkin og Kína ekki á lista ESB yfir „örugg lönd“ Fjórtán ríki eru á lista ESB yfir þau ríki sem teljast örugg og ríkisborgarar þeirra ættu að fá að ferðast yfir ytri landamæri ESB. Bandaríkin, Kína og Brasilía eru ekki á listanum. 29. júní 2020 19:19 Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12 Enn verið að leggja lokahönd á listann Schengen-ríkin deila enn um hvaða lönd skuli vera á lista yfir þau ríki sem mega ferðast til svæðisins þegar ytri landamærin opna þann 1. júlí næstkomandi. 27. júní 2020 13:43 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Bandaríkin og Kína ekki á lista ESB yfir „örugg lönd“ Fjórtán ríki eru á lista ESB yfir þau ríki sem teljast örugg og ríkisborgarar þeirra ættu að fá að ferðast yfir ytri landamæri ESB. Bandaríkin, Kína og Brasilía eru ekki á listanum. 29. júní 2020 19:19
Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12
Enn verið að leggja lokahönd á listann Schengen-ríkin deila enn um hvaða lönd skuli vera á lista yfir þau ríki sem mega ferðast til svæðisins þegar ytri landamærin opna þann 1. júlí næstkomandi. 27. júní 2020 13:43