Klóna hunda og ketti í hundraðatali í Texas Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 5. nóvember 2019 08:30 Dorrit og Sámur árið 2012. Fréttablaðið/Stefán Mörg hundruð manns hafa tekið á það ráð að láta klóna gæludýrin sín líkt og Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú. Lauren Aston, hjá ViaGEn Pets, segir eftirspurn eftir klónun gæludýra vera að aukast.Eftirspurnin er slík að fólk þarf að skrá sig á biðlista,“ segir Lauren Ashton, skrifstofu- og markaðsstjóri ViaGen Pets í Texas. Fyrirtækið sérhæfir sig í klónun hesta og gæludýra og hefur frá stofnun klónað fjölda hunda, katta og hesta ásamt því að varðveita DNA-sýni úr dýrum sem fólk hyggst láta klóna í framtíðinni. Nýlega klónaði fyrirtækið hundinn Sám en hann var gæludýr Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrúr Íslands. Hinn klónaði hundur Samson fæddist 25. október síðastliðinn. „Við höfum framleitt þúsundir af bæði hestum og búfénaði síðan árið 2001 og frá því árið 2015 höfum við klónað hundruð hvolpa og kettlinga,“ segir Lauren og bætir við að fjöldi þeirra sem leiti til fyrirtækisins hafi aukist jafnt og þétt frá því að hafist var handa við að klóna gæludýr. Þegar dýr eru klónuð eru frumur myndaðar úr erfðaefni dýrsins sem skal klóna og fósturvísi sem myndaður er úr frumunum komið fyrir í staðgöngumóður. Klónið ber því sama erfðamengi og fyrirmyndin og verður því líkt og eineggja tvíburi þess í útliti. Aðspurð að því hvort persónuleiki klónsins verði líkur persónuleika fyrirmyndarinnar segir Lauren að þar spili fleiri þættir inn í. „Við eigum margt ólært þegar kemur að persónuleika og skapgerð klóna og því hvaða áhrif erfðir og umhverfið hefur þar á. En viðskiptavinir okkar hafa sagt okkur sögur af því að klónuðu gæludýrin þeirra sýni mikið af persónuleikaeinkennum erfðagjafans,“ segir hún. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr ýmsum áttum um klónun dýra og spyrja margir sig að því hvort það sé siðferðislega rétt að klóna dýr. „Það eru margir andvígir því að stunduð sé hvers konar endursköpun á gæludýrum í ljósi þess að til er fjöldi af dýrum sem vantar heimili. Við gerum okkur fulla grein fyrir þeirri stöðu og styðjum við dýraathvörf og ættleiðingu dýra eftir fremsta megni. Hins vegar hittum við marga sem þrá að njóta lífsins með eineggja tvíbura gæludýrsins sem skipti þá svo miklu máli og tæknin gerir þeim það mögulegt,“ segir Lauren. „Það er erfitt að koma orðum yfir gleðina sem viðskiptavinir okkar sýna þegar þeir fá nýju kettlingana sína og hvolpana í fangið. Við fáum svo að fylgjast áfram með stórum hluta þeirra og það er yndislegt að sjá hamingjuna sem dýrin færa eigendum sínum,“ segir Lauren. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tækni Tengdar fréttir Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Dorrit segir að hún gerii sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. 29. október 2019 17:51 Klónunarferli Sáms hafið Gæti litið dagsins ljós þrettánda maí næstkomandi. 19. mars 2019 08:42 Klón Sáms komið í heiminn Dorrit Moussaieff lét klóna hundinn sinn Sám. 28. október 2019 22:45 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Mörg hundruð manns hafa tekið á það ráð að láta klóna gæludýrin sín líkt og Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú. Lauren Aston, hjá ViaGEn Pets, segir eftirspurn eftir klónun gæludýra vera að aukast.Eftirspurnin er slík að fólk þarf að skrá sig á biðlista,“ segir Lauren Ashton, skrifstofu- og markaðsstjóri ViaGen Pets í Texas. Fyrirtækið sérhæfir sig í klónun hesta og gæludýra og hefur frá stofnun klónað fjölda hunda, katta og hesta ásamt því að varðveita DNA-sýni úr dýrum sem fólk hyggst láta klóna í framtíðinni. Nýlega klónaði fyrirtækið hundinn Sám en hann var gæludýr Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrúr Íslands. Hinn klónaði hundur Samson fæddist 25. október síðastliðinn. „Við höfum framleitt þúsundir af bæði hestum og búfénaði síðan árið 2001 og frá því árið 2015 höfum við klónað hundruð hvolpa og kettlinga,“ segir Lauren og bætir við að fjöldi þeirra sem leiti til fyrirtækisins hafi aukist jafnt og þétt frá því að hafist var handa við að klóna gæludýr. Þegar dýr eru klónuð eru frumur myndaðar úr erfðaefni dýrsins sem skal klóna og fósturvísi sem myndaður er úr frumunum komið fyrir í staðgöngumóður. Klónið ber því sama erfðamengi og fyrirmyndin og verður því líkt og eineggja tvíburi þess í útliti. Aðspurð að því hvort persónuleiki klónsins verði líkur persónuleika fyrirmyndarinnar segir Lauren að þar spili fleiri þættir inn í. „Við eigum margt ólært þegar kemur að persónuleika og skapgerð klóna og því hvaða áhrif erfðir og umhverfið hefur þar á. En viðskiptavinir okkar hafa sagt okkur sögur af því að klónuðu gæludýrin þeirra sýni mikið af persónuleikaeinkennum erfðagjafans,“ segir hún. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr ýmsum áttum um klónun dýra og spyrja margir sig að því hvort það sé siðferðislega rétt að klóna dýr. „Það eru margir andvígir því að stunduð sé hvers konar endursköpun á gæludýrum í ljósi þess að til er fjöldi af dýrum sem vantar heimili. Við gerum okkur fulla grein fyrir þeirri stöðu og styðjum við dýraathvörf og ættleiðingu dýra eftir fremsta megni. Hins vegar hittum við marga sem þrá að njóta lífsins með eineggja tvíbura gæludýrsins sem skipti þá svo miklu máli og tæknin gerir þeim það mögulegt,“ segir Lauren. „Það er erfitt að koma orðum yfir gleðina sem viðskiptavinir okkar sýna þegar þeir fá nýju kettlingana sína og hvolpana í fangið. Við fáum svo að fylgjast áfram með stórum hluta þeirra og það er yndislegt að sjá hamingjuna sem dýrin færa eigendum sínum,“ segir Lauren.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tækni Tengdar fréttir Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Dorrit segir að hún gerii sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. 29. október 2019 17:51 Klónunarferli Sáms hafið Gæti litið dagsins ljós þrettánda maí næstkomandi. 19. mars 2019 08:42 Klón Sáms komið í heiminn Dorrit Moussaieff lét klóna hundinn sinn Sám. 28. október 2019 22:45 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Dorrit segir að hún gerii sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. 29. október 2019 17:51
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent