Klóna hunda og ketti í hundraðatali í Texas Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 5. nóvember 2019 08:30 Dorrit og Sámur árið 2012. Fréttablaðið/Stefán Mörg hundruð manns hafa tekið á það ráð að láta klóna gæludýrin sín líkt og Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú. Lauren Aston, hjá ViaGEn Pets, segir eftirspurn eftir klónun gæludýra vera að aukast.Eftirspurnin er slík að fólk þarf að skrá sig á biðlista,“ segir Lauren Ashton, skrifstofu- og markaðsstjóri ViaGen Pets í Texas. Fyrirtækið sérhæfir sig í klónun hesta og gæludýra og hefur frá stofnun klónað fjölda hunda, katta og hesta ásamt því að varðveita DNA-sýni úr dýrum sem fólk hyggst láta klóna í framtíðinni. Nýlega klónaði fyrirtækið hundinn Sám en hann var gæludýr Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrúr Íslands. Hinn klónaði hundur Samson fæddist 25. október síðastliðinn. „Við höfum framleitt þúsundir af bæði hestum og búfénaði síðan árið 2001 og frá því árið 2015 höfum við klónað hundruð hvolpa og kettlinga,“ segir Lauren og bætir við að fjöldi þeirra sem leiti til fyrirtækisins hafi aukist jafnt og þétt frá því að hafist var handa við að klóna gæludýr. Þegar dýr eru klónuð eru frumur myndaðar úr erfðaefni dýrsins sem skal klóna og fósturvísi sem myndaður er úr frumunum komið fyrir í staðgöngumóður. Klónið ber því sama erfðamengi og fyrirmyndin og verður því líkt og eineggja tvíburi þess í útliti. Aðspurð að því hvort persónuleiki klónsins verði líkur persónuleika fyrirmyndarinnar segir Lauren að þar spili fleiri þættir inn í. „Við eigum margt ólært þegar kemur að persónuleika og skapgerð klóna og því hvaða áhrif erfðir og umhverfið hefur þar á. En viðskiptavinir okkar hafa sagt okkur sögur af því að klónuðu gæludýrin þeirra sýni mikið af persónuleikaeinkennum erfðagjafans,“ segir hún. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr ýmsum áttum um klónun dýra og spyrja margir sig að því hvort það sé siðferðislega rétt að klóna dýr. „Það eru margir andvígir því að stunduð sé hvers konar endursköpun á gæludýrum í ljósi þess að til er fjöldi af dýrum sem vantar heimili. Við gerum okkur fulla grein fyrir þeirri stöðu og styðjum við dýraathvörf og ættleiðingu dýra eftir fremsta megni. Hins vegar hittum við marga sem þrá að njóta lífsins með eineggja tvíbura gæludýrsins sem skipti þá svo miklu máli og tæknin gerir þeim það mögulegt,“ segir Lauren. „Það er erfitt að koma orðum yfir gleðina sem viðskiptavinir okkar sýna þegar þeir fá nýju kettlingana sína og hvolpana í fangið. Við fáum svo að fylgjast áfram með stórum hluta þeirra og það er yndislegt að sjá hamingjuna sem dýrin færa eigendum sínum,“ segir Lauren. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tækni Tengdar fréttir Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Dorrit segir að hún gerii sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. 29. október 2019 17:51 Klónunarferli Sáms hafið Gæti litið dagsins ljós þrettánda maí næstkomandi. 19. mars 2019 08:42 Klón Sáms komið í heiminn Dorrit Moussaieff lét klóna hundinn sinn Sám. 28. október 2019 22:45 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Mörg hundruð manns hafa tekið á það ráð að láta klóna gæludýrin sín líkt og Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú. Lauren Aston, hjá ViaGEn Pets, segir eftirspurn eftir klónun gæludýra vera að aukast.Eftirspurnin er slík að fólk þarf að skrá sig á biðlista,“ segir Lauren Ashton, skrifstofu- og markaðsstjóri ViaGen Pets í Texas. Fyrirtækið sérhæfir sig í klónun hesta og gæludýra og hefur frá stofnun klónað fjölda hunda, katta og hesta ásamt því að varðveita DNA-sýni úr dýrum sem fólk hyggst láta klóna í framtíðinni. Nýlega klónaði fyrirtækið hundinn Sám en hann var gæludýr Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrúr Íslands. Hinn klónaði hundur Samson fæddist 25. október síðastliðinn. „Við höfum framleitt þúsundir af bæði hestum og búfénaði síðan árið 2001 og frá því árið 2015 höfum við klónað hundruð hvolpa og kettlinga,“ segir Lauren og bætir við að fjöldi þeirra sem leiti til fyrirtækisins hafi aukist jafnt og þétt frá því að hafist var handa við að klóna gæludýr. Þegar dýr eru klónuð eru frumur myndaðar úr erfðaefni dýrsins sem skal klóna og fósturvísi sem myndaður er úr frumunum komið fyrir í staðgöngumóður. Klónið ber því sama erfðamengi og fyrirmyndin og verður því líkt og eineggja tvíburi þess í útliti. Aðspurð að því hvort persónuleiki klónsins verði líkur persónuleika fyrirmyndarinnar segir Lauren að þar spili fleiri þættir inn í. „Við eigum margt ólært þegar kemur að persónuleika og skapgerð klóna og því hvaða áhrif erfðir og umhverfið hefur þar á. En viðskiptavinir okkar hafa sagt okkur sögur af því að klónuðu gæludýrin þeirra sýni mikið af persónuleikaeinkennum erfðagjafans,“ segir hún. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr ýmsum áttum um klónun dýra og spyrja margir sig að því hvort það sé siðferðislega rétt að klóna dýr. „Það eru margir andvígir því að stunduð sé hvers konar endursköpun á gæludýrum í ljósi þess að til er fjöldi af dýrum sem vantar heimili. Við gerum okkur fulla grein fyrir þeirri stöðu og styðjum við dýraathvörf og ættleiðingu dýra eftir fremsta megni. Hins vegar hittum við marga sem þrá að njóta lífsins með eineggja tvíbura gæludýrsins sem skipti þá svo miklu máli og tæknin gerir þeim það mögulegt,“ segir Lauren. „Það er erfitt að koma orðum yfir gleðina sem viðskiptavinir okkar sýna þegar þeir fá nýju kettlingana sína og hvolpana í fangið. Við fáum svo að fylgjast áfram með stórum hluta þeirra og það er yndislegt að sjá hamingjuna sem dýrin færa eigendum sínum,“ segir Lauren.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tækni Tengdar fréttir Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Dorrit segir að hún gerii sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. 29. október 2019 17:51 Klónunarferli Sáms hafið Gæti litið dagsins ljós þrettánda maí næstkomandi. 19. mars 2019 08:42 Klón Sáms komið í heiminn Dorrit Moussaieff lét klóna hundinn sinn Sám. 28. október 2019 22:45 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Dorrit segir að hún gerii sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. 29. október 2019 17:51