ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2019 12:40 Breski Brexitmálaráðherrann Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, funduðu í morgun. epa Stjórnvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins hafa gefið grænt ljós á „kraftmeiri“ viðræður varðandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Tilkynningin kemur eftir fund breska Brexit-málaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB í Brexit-málum, sem báðir lýstu sem „uppbyggilegum“.Bretland mun að óbreyttu ganga úr Evrópusambandinu klukkan 23 að kvöldi 31. október næstkomandi. Litið er á leiðtogafund aðildarríkja ESB í næstu viku sem síðasta möguleikann til að ná saman um útgöngusamning áður en fresturinn rennur út. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti endurskoðaðar tillögur að útgöngusamningi í síðustu viku, en helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum snýr að tilhögun á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Boris Johnson og Leo Varadkar funduðu á Thornton Manor Hotel nærri Birkenhead í gær.GettyVaradkar nú sannfærður um að Bretar vilji í raun samning Johnson og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, áttu tvíhliða fund í gær – fundi sem lýst var sem „mjög jákvæðum og mjög lofandi“. Sagði Varadkar viðræðurnar vera á viðkvæmu stigi, en að hann væri nú sannfærður um að Bretar vilji í raun ná samkomulagi fyrir útgöngu. Johnson fullyrðir að Bretland muni ganga úr sambandinu síðasta dag októbermánaðar, burtséð frá því hvort að samningar náist eður ei. Takist ESB og bresku ríkisstjórninni að ná saman um nýjan samning þyrfti breska þingið engu að síður að samþykkja samninginn. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Tengdar fréttir Útiloka samkomulag um Brexit eftir símtal Johnson og Merkel Þýska ríkisstjórnin hefur ekki gefið út lýsingu á símtali Johnson og Merkel en evrópskur embættismaður vefengir lýsingar bresku ríkisstjórnarinnar á ummælum Merkel. 8. október 2019 10:43 Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05 Átök á tveimur vígstöðvum Eins og búist var við tóku leiðtogar Evrópusambandsríkjanna fálega í tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngusamning. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Stjórnvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins hafa gefið grænt ljós á „kraftmeiri“ viðræður varðandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Tilkynningin kemur eftir fund breska Brexit-málaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB í Brexit-málum, sem báðir lýstu sem „uppbyggilegum“.Bretland mun að óbreyttu ganga úr Evrópusambandinu klukkan 23 að kvöldi 31. október næstkomandi. Litið er á leiðtogafund aðildarríkja ESB í næstu viku sem síðasta möguleikann til að ná saman um útgöngusamning áður en fresturinn rennur út. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti endurskoðaðar tillögur að útgöngusamningi í síðustu viku, en helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum snýr að tilhögun á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Boris Johnson og Leo Varadkar funduðu á Thornton Manor Hotel nærri Birkenhead í gær.GettyVaradkar nú sannfærður um að Bretar vilji í raun samning Johnson og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, áttu tvíhliða fund í gær – fundi sem lýst var sem „mjög jákvæðum og mjög lofandi“. Sagði Varadkar viðræðurnar vera á viðkvæmu stigi, en að hann væri nú sannfærður um að Bretar vilji í raun ná samkomulagi fyrir útgöngu. Johnson fullyrðir að Bretland muni ganga úr sambandinu síðasta dag októbermánaðar, burtséð frá því hvort að samningar náist eður ei. Takist ESB og bresku ríkisstjórninni að ná saman um nýjan samning þyrfti breska þingið engu að síður að samþykkja samninginn.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Tengdar fréttir Útiloka samkomulag um Brexit eftir símtal Johnson og Merkel Þýska ríkisstjórnin hefur ekki gefið út lýsingu á símtali Johnson og Merkel en evrópskur embættismaður vefengir lýsingar bresku ríkisstjórnarinnar á ummælum Merkel. 8. október 2019 10:43 Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05 Átök á tveimur vígstöðvum Eins og búist var við tóku leiðtogar Evrópusambandsríkjanna fálega í tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngusamning. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Útiloka samkomulag um Brexit eftir símtal Johnson og Merkel Þýska ríkisstjórnin hefur ekki gefið út lýsingu á símtali Johnson og Merkel en evrópskur embættismaður vefengir lýsingar bresku ríkisstjórnarinnar á ummælum Merkel. 8. október 2019 10:43
Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05
Átök á tveimur vígstöðvum Eins og búist var við tóku leiðtogar Evrópusambandsríkjanna fálega í tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngusamning. 9. október 2019 07:15