Trump tístir sem aldrei fyrr Davíð Stefánsson skrifar 16. október 2019 07:00 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/getty Bandaríkin Donald Trump, 45. forseti Bandaríkjanna, hefur nú verið í embætti í 1.000 daga. Eitt það sem hefur einkennt forsetatíðina er notkun hans á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar tístir hann ótt og títt þannig að fjölmiðlar og kjósendur geta nánast fylgst með í rauntíma hvað leiðtoganum er efst í huga. Varla verður sagt að öll þau skilaboð séu djúphugsuð og ef til vill ekki í þeim anda sem menn hefðu vænst af manni í einu valdamesta embætti veraldar. Vefurinn trumptwitterarchive.?com heldur saman margvíslegum upplýsingum um tíst forsetans sem gjarnan er beint að óvinum. 234 tíst eru um „aula“, 183 tíst um „heimskingja“, 156 um „veiklynda“, 115 tíst um „óheiðarlega“, 92 um „óhæfa“, 91 um „leiðinlega“, 52 um „hálfvita“ og 45 tíst eru um „trúða“. „Falsfréttir“ eru Trump mjög ofarlega í huga. Í gær hafði hann tíst 602 sinnum um það hugðarefni.Forsetinn hefur í tístum sínum gjarnan ráðist að fjölmiðlum sem hann segir marga hverja flytja falsfréttir eða vinna gegn honum. Frá árinu 2015 hefur hann tíst tæplega 300 sinnum þar sem hann lítilsvirðir fjölmiðla á borð við CNN, New York Times, Washington Post, Time Magazine og Wall Street Journal. Eins og alkunna er hefur Trump í tístum sínum beint sjónum sínum í æ ríkari mæli að loftslagsmálum sem hann segir ítrekað að sé kostnaðarsöm blekking, fals, byggjast á mýtum eða sé hreinlega kjaftæði. Þetta sé byggt á gölluðum vísindum og gögnum sem átt hefur verið við. Þá hefur hann sagt að hlýnun loftslags sé búið til af Kínverjum og fyrir þá. Þrátt fyrir að október sé einungis hálfnaður hafði Trump forseti tíst 510 sinnum þennan mánuðinn (um miðjan dag í gær) Með því virðist hann ætla að slá eigin met þennan mánuðinn. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31 Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Sjá meira
Bandaríkin Donald Trump, 45. forseti Bandaríkjanna, hefur nú verið í embætti í 1.000 daga. Eitt það sem hefur einkennt forsetatíðina er notkun hans á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar tístir hann ótt og títt þannig að fjölmiðlar og kjósendur geta nánast fylgst með í rauntíma hvað leiðtoganum er efst í huga. Varla verður sagt að öll þau skilaboð séu djúphugsuð og ef til vill ekki í þeim anda sem menn hefðu vænst af manni í einu valdamesta embætti veraldar. Vefurinn trumptwitterarchive.?com heldur saman margvíslegum upplýsingum um tíst forsetans sem gjarnan er beint að óvinum. 234 tíst eru um „aula“, 183 tíst um „heimskingja“, 156 um „veiklynda“, 115 tíst um „óheiðarlega“, 92 um „óhæfa“, 91 um „leiðinlega“, 52 um „hálfvita“ og 45 tíst eru um „trúða“. „Falsfréttir“ eru Trump mjög ofarlega í huga. Í gær hafði hann tíst 602 sinnum um það hugðarefni.Forsetinn hefur í tístum sínum gjarnan ráðist að fjölmiðlum sem hann segir marga hverja flytja falsfréttir eða vinna gegn honum. Frá árinu 2015 hefur hann tíst tæplega 300 sinnum þar sem hann lítilsvirðir fjölmiðla á borð við CNN, New York Times, Washington Post, Time Magazine og Wall Street Journal. Eins og alkunna er hefur Trump í tístum sínum beint sjónum sínum í æ ríkari mæli að loftslagsmálum sem hann segir ítrekað að sé kostnaðarsöm blekking, fals, byggjast á mýtum eða sé hreinlega kjaftæði. Þetta sé byggt á gölluðum vísindum og gögnum sem átt hefur verið við. Þá hefur hann sagt að hlýnun loftslags sé búið til af Kínverjum og fyrir þá. Þrátt fyrir að október sé einungis hálfnaður hafði Trump forseti tíst 510 sinnum þennan mánuðinn (um miðjan dag í gær) Með því virðist hann ætla að slá eigin met þennan mánuðinn.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31 Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Sjá meira
Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31
Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27