Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 3. september 2019 16:53 Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Hanna Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Hins vegar sé búist við því að Johnson muni tapa atkvæðaumgreiðslu um það hvort hann geti tekið Breta úr Evrópusambandinu án samnings. „Þá hefur hann hótað að boða til þingkosninga í Bretlandi 14. október. Hins vegar þurfa tveir þriðju þingmanna að styðja tillögu forsætisráðherra um þingrof og kosningar. Verkamannaflokkurinn, sem vill kosningar, neitar að styðja kosningar nema það sé tryggt fyrir fram að ekki verði gengið úr Evrópusambandinu án samnings meðan á kosningabaráttunni stendur,“ segir Baldur í samtali við fréttastofu. Þá bendir hann á að þó nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins hafi lýst því yfir að þeir ætli að styðja tillögu þingmanna Verkamannaflokksins um það að forsætisráðherrann geti ekki tekið Bretland úr Evrópusambandinu án þess að samningur liggi fyrir.Þingmönnunum blöskrar yfirgangur Johnson Lee sendi frá sér harðorða yfirlýsingu eftir úrsögn sína úr Íhaldsflokknum í dag. Sakaði hann meðal annars ríkisstjórn Johnson um beita siðlausum aðferðum til þess að knýja fram Brexit sem verði skaðlegt þjóðinni. Baldur segir að stór orð séu látin falla í breskum stjórnmálum þessa dagana. „Mörgum þingmönnum Íhaldsflokksins finnst yfirgangssemi forsætisráðherrans vera það mikil að þeir ætla að láta reyna á það hvort hann stendur við hótun sína að reka þá alla úr flokknum sem ekki munu styðja hann á þinginu,“ segir Baldur. Hann segir að ef það verði samþykkt á þinginu að Bretland megi ekki ganga úr ESB án samnings og ekki næst meirihluti á þinginu fyrir kosningum þá þurfi að mynda nýja ríkisstjórn. „Því núverandi stjórn er fallin og þá gæti hugsanlega stjórnarandstaðan tekið við ef hún finnur einhvern sem hún getur sameinast um. Corbyn er of umdeildur til þess að stjórnarandstaðan geti sameinast um hann sem forsætisráðherra,“ segir Baldur. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36 Kosningar gætu blasað við á Bretlandi Forsætisráðherrann er sagður ræða af alvöru um að boða til kosninga strax í haust verði ríkisstjórnin undir á þingi í vikunni. 2. september 2019 14:25 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Hins vegar sé búist við því að Johnson muni tapa atkvæðaumgreiðslu um það hvort hann geti tekið Breta úr Evrópusambandinu án samnings. „Þá hefur hann hótað að boða til þingkosninga í Bretlandi 14. október. Hins vegar þurfa tveir þriðju þingmanna að styðja tillögu forsætisráðherra um þingrof og kosningar. Verkamannaflokkurinn, sem vill kosningar, neitar að styðja kosningar nema það sé tryggt fyrir fram að ekki verði gengið úr Evrópusambandinu án samnings meðan á kosningabaráttunni stendur,“ segir Baldur í samtali við fréttastofu. Þá bendir hann á að þó nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins hafi lýst því yfir að þeir ætli að styðja tillögu þingmanna Verkamannaflokksins um það að forsætisráðherrann geti ekki tekið Bretland úr Evrópusambandinu án þess að samningur liggi fyrir.Þingmönnunum blöskrar yfirgangur Johnson Lee sendi frá sér harðorða yfirlýsingu eftir úrsögn sína úr Íhaldsflokknum í dag. Sakaði hann meðal annars ríkisstjórn Johnson um beita siðlausum aðferðum til þess að knýja fram Brexit sem verði skaðlegt þjóðinni. Baldur segir að stór orð séu látin falla í breskum stjórnmálum þessa dagana. „Mörgum þingmönnum Íhaldsflokksins finnst yfirgangssemi forsætisráðherrans vera það mikil að þeir ætla að láta reyna á það hvort hann stendur við hótun sína að reka þá alla úr flokknum sem ekki munu styðja hann á þinginu,“ segir Baldur. Hann segir að ef það verði samþykkt á þinginu að Bretland megi ekki ganga úr ESB án samnings og ekki næst meirihluti á þinginu fyrir kosningum þá þurfi að mynda nýja ríkisstjórn. „Því núverandi stjórn er fallin og þá gæti hugsanlega stjórnarandstaðan tekið við ef hún finnur einhvern sem hún getur sameinast um. Corbyn er of umdeildur til þess að stjórnarandstaðan geti sameinast um hann sem forsætisráðherra,“ segir Baldur.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36 Kosningar gætu blasað við á Bretlandi Forsætisráðherrann er sagður ræða af alvöru um að boða til kosninga strax í haust verði ríkisstjórnin undir á þingi í vikunni. 2. september 2019 14:25 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36
Kosningar gætu blasað við á Bretlandi Forsætisráðherrann er sagður ræða af alvöru um að boða til kosninga strax í haust verði ríkisstjórnin undir á þingi í vikunni. 2. september 2019 14:25