Segir Frakka ekki tilbúna að fresta útgöngu Breta að svo stöddu Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2019 10:54 Ummæli Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, flækja enn frekar stöðu Breta í Brexit-málinu. Getty/Chesnot Frönsk stjórnvöld eru ekki tilbúin að fresta útgöngu Breta úr Evrópusambandinu eins og staðan er í dag, ef marka má ummæli Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, fyrr í dag. Utanríkisráðherrann segir þetta vera afstöðu Frakka í ljósi þess að breskum stjórnvöldum hafi ekki tekist að sýna fram á að þau muni bera fram nýjar lausnir við samningaborðið til að leysa um Brexit hnútinn. Að óbreyttu mun Bretland yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, hvort sem nýtt samkomulag næst eður ei. „Þau segjast vilja bera fram aðrar lausnir til að tryggja útgönguna. Við höfum ekki séð þær, svo svarið er nei. Við munum ekki byrja upp á nýtt á þriggja mánaða fresti. Leyfum breska þinginu og breskum stjórnvöldum að segja okkur hver leiðin er framundan,“ sagði utanríkisráðherrann í samtali við frönsku sjónvarpsstöðina CNews. Boris Johnson forsætisráðherra Breta er nú í erfiðri stöðu eftir að breska þingið kom á dögunum í veg fyrir samningslausa útgöngu í lok október. Eitt helsta kosningamál hins nýja forsætisráðherra var að Bretar færu úr sambandinu þann 31. október og hefur hann í kjölfar ákvörðunar þingsins reynt að boða til þingkosninga. Ekki náðist heldur stuðningur á breska þinginu fyrir þeirri tillögu. Ljóst er að yfirlýsing franska utanríkisráðherrans flækir stöðuna enn frekar fyrir Boris Johnson, sem hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti. Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30 Sigmundur tjáði sig aftur um Brexit í breskum fjölmiðlum: Hrósar Boris fyrir framgöngu sína Sigmundur tjáði sig um útgöngu Breta úr ESB í breska miðlinum The Spectator á dögunum. 7. september 2019 22:25 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Frönsk stjórnvöld eru ekki tilbúin að fresta útgöngu Breta úr Evrópusambandinu eins og staðan er í dag, ef marka má ummæli Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, fyrr í dag. Utanríkisráðherrann segir þetta vera afstöðu Frakka í ljósi þess að breskum stjórnvöldum hafi ekki tekist að sýna fram á að þau muni bera fram nýjar lausnir við samningaborðið til að leysa um Brexit hnútinn. Að óbreyttu mun Bretland yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, hvort sem nýtt samkomulag næst eður ei. „Þau segjast vilja bera fram aðrar lausnir til að tryggja útgönguna. Við höfum ekki séð þær, svo svarið er nei. Við munum ekki byrja upp á nýtt á þriggja mánaða fresti. Leyfum breska þinginu og breskum stjórnvöldum að segja okkur hver leiðin er framundan,“ sagði utanríkisráðherrann í samtali við frönsku sjónvarpsstöðina CNews. Boris Johnson forsætisráðherra Breta er nú í erfiðri stöðu eftir að breska þingið kom á dögunum í veg fyrir samningslausa útgöngu í lok október. Eitt helsta kosningamál hins nýja forsætisráðherra var að Bretar færu úr sambandinu þann 31. október og hefur hann í kjölfar ákvörðunar þingsins reynt að boða til þingkosninga. Ekki náðist heldur stuðningur á breska þinginu fyrir þeirri tillögu. Ljóst er að yfirlýsing franska utanríkisráðherrans flækir stöðuna enn frekar fyrir Boris Johnson, sem hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti.
Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30 Sigmundur tjáði sig aftur um Brexit í breskum fjölmiðlum: Hrósar Boris fyrir framgöngu sína Sigmundur tjáði sig um útgöngu Breta úr ESB í breska miðlinum The Spectator á dögunum. 7. september 2019 22:25 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06
Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30
Sigmundur tjáði sig aftur um Brexit í breskum fjölmiðlum: Hrósar Boris fyrir framgöngu sína Sigmundur tjáði sig um útgöngu Breta úr ESB í breska miðlinum The Spectator á dögunum. 7. september 2019 22:25
Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00