„Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 21:30 Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. Prófessor í stjórnmálafræði segir algjöra upplausn ríkja í breskum stjórnmálum. Málið sé fordæmalaust þar sem stjórnmálamenn hafi ekki áður notað úrræðið til þess að koma fram sínum vilja. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, óskaði eftir því við Elísabetu Englandsdrottningu þingi yrði frestað í september, aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman. Drottningin féllst á beiðnina og verður þingi frestað á milli 9. til 12. september og kemur þá ekki aftur saman fyrr en 14. október. Sagði Johnson þetta gert til að vinna að stefnumálum nýrrar ríkisstjórnar sem þá verði kynnt í ræðu drottningar. „Við þurfum að leggja fram ný og mikilvæg lagafrumvörp. Þess vegna þarf drottningin að halda ræðu þann 14. október,“ segir Johnson. Það þykir hins vegar nokkuð augljóst að þetta sé gert til að koma í veg fyrir að þingið geti stöðvað eða haft áhrif á samningslausa útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Forsætisráðherrann ráðskast með lýðræði okkar í þeim tilgangi að þvinga fram útgöngu úr ESB án samnings,“ segir Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Boðað var til mótmæla fyrir utan þinghúsið í dag og þegar hafa safnast yfir 600.000 undirskriftir þar sem aðgerðinni er mótmælt. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir aðstæðurnar fordæmalausar. „Það er alveg augljóst að forsætisráðherrann beitir þessari aðferð til þess að koma sínum vilja fram og stöðva þá hið lýðræðislega aðhald sem þinginu er ætlað að veita. Það er allavega algjör upplausn í breskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Líklegt sé að vantrauststillaga verði lögð fram. „Forseti þings, sem ákveður það hvort hægt sé að taka mál strax fyrir og setur það þá inn á dagskrá, hann hefur lýst þessari aðferð í dag sem algjöru hneyksli þannig að ég myndi halda að sú tillaga kæmi strax til afgreiðslu.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretadrottning samþykkti beiðni Boris Elísabet Bretlandsdrottning hefur samþykkt beiðni Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman og örfáum vikum áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 15:51 Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. Prófessor í stjórnmálafræði segir algjöra upplausn ríkja í breskum stjórnmálum. Málið sé fordæmalaust þar sem stjórnmálamenn hafi ekki áður notað úrræðið til þess að koma fram sínum vilja. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, óskaði eftir því við Elísabetu Englandsdrottningu þingi yrði frestað í september, aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman. Drottningin féllst á beiðnina og verður þingi frestað á milli 9. til 12. september og kemur þá ekki aftur saman fyrr en 14. október. Sagði Johnson þetta gert til að vinna að stefnumálum nýrrar ríkisstjórnar sem þá verði kynnt í ræðu drottningar. „Við þurfum að leggja fram ný og mikilvæg lagafrumvörp. Þess vegna þarf drottningin að halda ræðu þann 14. október,“ segir Johnson. Það þykir hins vegar nokkuð augljóst að þetta sé gert til að koma í veg fyrir að þingið geti stöðvað eða haft áhrif á samningslausa útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Forsætisráðherrann ráðskast með lýðræði okkar í þeim tilgangi að þvinga fram útgöngu úr ESB án samnings,“ segir Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Boðað var til mótmæla fyrir utan þinghúsið í dag og þegar hafa safnast yfir 600.000 undirskriftir þar sem aðgerðinni er mótmælt. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir aðstæðurnar fordæmalausar. „Það er alveg augljóst að forsætisráðherrann beitir þessari aðferð til þess að koma sínum vilja fram og stöðva þá hið lýðræðislega aðhald sem þinginu er ætlað að veita. Það er allavega algjör upplausn í breskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Líklegt sé að vantrauststillaga verði lögð fram. „Forseti þings, sem ákveður það hvort hægt sé að taka mál strax fyrir og setur það þá inn á dagskrá, hann hefur lýst þessari aðferð í dag sem algjöru hneyksli þannig að ég myndi halda að sú tillaga kæmi strax til afgreiðslu.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretadrottning samþykkti beiðni Boris Elísabet Bretlandsdrottning hefur samþykkt beiðni Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman og örfáum vikum áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 15:51 Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Bretadrottning samþykkti beiðni Boris Elísabet Bretlandsdrottning hefur samþykkt beiðni Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman og örfáum vikum áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 15:51
Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00
Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40