Ásökunum um kynferðisofbeldi á bandarískum fósturheimilum fer fjölgandi 17. ágúst 2019 13:19 Lögreglan vaktar hér fósturheimili fyrir börn innflytjenda sem tekin hafa verið frá fjölskyldum sínum. Vísir/AP Ásökunum um kynferðislega misnotkun og annað ofbeldi gegn börnum sem tekin hafa verið frá foreldrum sínum við komu til Bandaríkjanna fer fjölgandi. Lögmaður sem hefur farið fyrir nokkrum fjölskyldum sem höfða nú mál á hendur bandaríska ríkinu segir málsóknir vegna slíkra mála koma til með að verða fleiri en þær eru nú. Lögmaðurinn, Erik Walsh hjá lögmannsstofunni Arnold & Porter, hefur þegar höfðað 18 mál fyrir hönd níu fjölskyldna sem halda því fram að börn þeirra hafi verið misnotuð og beitt ofbeldi á sérstökum fósturheimilum fyrir börn sem hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. Talið er að kostnaður bandaríska ríkisins vegna málanna gæti endað á að hlaupa á milljörðum dollara. Meðal þeirra sem höfðar nú mál er gvatemalskur umhverfisverndaraktívisti. Segir hann sjö ára hjartveikan son sinn hafa þurft að þola kynferðislega misnotkun og ofbeldi af hendi annara drengja á heimilinu sem hann dvaldi á í New York. Sjálfur var maðurinn fluttur til Georgíu, rúma 3200 kílómetra frá syni sínum. „Hvernig gat það gerst að sonur minn var látinn ganga í gegn um þetta? Sonur minn er lítill og getur ekki varið sig,“ hefur AP-fréttastofan eftir manninum. Á síðustu árum hafa um 3000 börn verið tekin frá fjölskyldum sínum við komuna til Bandaríkjanna og má því gera ráð fyrir mun fleiri málsóknum en þegar eru farnar af stað. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur alla jafna sex mánuði til þess að gera sátt í málum sem þessum áður en þær fara fyrir almenn dómstóla. Hvorki dóms- né varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafa tjáð sig um málið þrátt fyrir óskir fjölmiðla um viðbrögð af þeirra hálfu. Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Ásökunum um kynferðislega misnotkun og annað ofbeldi gegn börnum sem tekin hafa verið frá foreldrum sínum við komu til Bandaríkjanna fer fjölgandi. Lögmaður sem hefur farið fyrir nokkrum fjölskyldum sem höfða nú mál á hendur bandaríska ríkinu segir málsóknir vegna slíkra mála koma til með að verða fleiri en þær eru nú. Lögmaðurinn, Erik Walsh hjá lögmannsstofunni Arnold & Porter, hefur þegar höfðað 18 mál fyrir hönd níu fjölskyldna sem halda því fram að börn þeirra hafi verið misnotuð og beitt ofbeldi á sérstökum fósturheimilum fyrir börn sem hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. Talið er að kostnaður bandaríska ríkisins vegna málanna gæti endað á að hlaupa á milljörðum dollara. Meðal þeirra sem höfðar nú mál er gvatemalskur umhverfisverndaraktívisti. Segir hann sjö ára hjartveikan son sinn hafa þurft að þola kynferðislega misnotkun og ofbeldi af hendi annara drengja á heimilinu sem hann dvaldi á í New York. Sjálfur var maðurinn fluttur til Georgíu, rúma 3200 kílómetra frá syni sínum. „Hvernig gat það gerst að sonur minn var látinn ganga í gegn um þetta? Sonur minn er lítill og getur ekki varið sig,“ hefur AP-fréttastofan eftir manninum. Á síðustu árum hafa um 3000 börn verið tekin frá fjölskyldum sínum við komuna til Bandaríkjanna og má því gera ráð fyrir mun fleiri málsóknum en þegar eru farnar af stað. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur alla jafna sex mánuði til þess að gera sátt í málum sem þessum áður en þær fara fyrir almenn dómstóla. Hvorki dóms- né varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafa tjáð sig um málið þrátt fyrir óskir fjölmiðla um viðbrögð af þeirra hálfu.
Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira