Boris segir það undir ESB komið að tryggja að samið verði um Brexit Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2019 23:30 Boris sótti Skotland heim í gær. Getty/Jeff J. Mitchell Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands segir það undir Evrópusambandinu komið að tryggja útgöngu Bretlands úr sambandinu með samningi. Johnson segist ekki stefna á að Bretar yfirgefi ESB í haust án samnings en til þess gæti komið en boltinn sé hjá „vinum og félögum Breta hinum megin við Ermarsundið.“ Guardian greinir frá. Boris hefur kallað eftir því að baktryggingin svokallaða, sem er fyrirvari um að reglur sambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi þar til samningar nást um varanlega lausn, verði afnumin. Eitt helsta bitbeinið í viðræðum breskra stjórnvalda við Evrópusambandið um forsendur útgöngunnar er hvernig eigi að greiða úr málum á Írlandi og koma í veg fyrir að koma þurfi upp formlegu landamæraeftirliti á mörkum Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi, og Írlands, sem verður áfram í Evrópusambandinu. „Evrópusambandið veit að breska þingið hefur hafnað baktryggingunni í þrígang, það er ekki möguleiki að hún nái í gegn. Við verðum að fá baktrygginguna úr samningnum, við getum ekki sætt okkur við samninginn í núverandi mynd,“ sagði Johnson.Harðlínu menn harðir á móti baktryggingunni Fyrr í vikunni deildi Johnson við taoiseach, forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar. Kollegarnir ræddust við í gegnum síma, um baktrygginguna þar sem Varadkar sagði ESB vera einhuga í afstöðu sinni gagnvart baktryggingunni. Johnson sagði þá ljóst að Bretar myndu aldrei setja upp landamærastöðvar á landamærum Norður Írlands og Írlands en baktryggingin þyrfti að hverfa af samningaborðinu. Írar og Evrópusambandið telja baktrygginguna vera nauðsynlega til þess að koma í veg fyrir að hörð landamæragæsla verði til staðar á landamærunum áðurnefndu. Baktryggingin veldur hins vegar harðlínu Brexit-mönnum áhyggjum þar sem talið er að með henni haldi Evrópusambandið enn í Bretland, þrátt fyrir útgönguna. „Ef ESB getur ekki komið til móts við okkur, ef þau geta það alls ekki. Þá verðum við að búa okkur undir Brexit án samnings,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands sem væntanlegur er til Norður Írlands á næstu dögum, í opinberri heimsókn. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands segir það undir Evrópusambandinu komið að tryggja útgöngu Bretlands úr sambandinu með samningi. Johnson segist ekki stefna á að Bretar yfirgefi ESB í haust án samnings en til þess gæti komið en boltinn sé hjá „vinum og félögum Breta hinum megin við Ermarsundið.“ Guardian greinir frá. Boris hefur kallað eftir því að baktryggingin svokallaða, sem er fyrirvari um að reglur sambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi þar til samningar nást um varanlega lausn, verði afnumin. Eitt helsta bitbeinið í viðræðum breskra stjórnvalda við Evrópusambandið um forsendur útgöngunnar er hvernig eigi að greiða úr málum á Írlandi og koma í veg fyrir að koma þurfi upp formlegu landamæraeftirliti á mörkum Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi, og Írlands, sem verður áfram í Evrópusambandinu. „Evrópusambandið veit að breska þingið hefur hafnað baktryggingunni í þrígang, það er ekki möguleiki að hún nái í gegn. Við verðum að fá baktrygginguna úr samningnum, við getum ekki sætt okkur við samninginn í núverandi mynd,“ sagði Johnson.Harðlínu menn harðir á móti baktryggingunni Fyrr í vikunni deildi Johnson við taoiseach, forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar. Kollegarnir ræddust við í gegnum síma, um baktrygginguna þar sem Varadkar sagði ESB vera einhuga í afstöðu sinni gagnvart baktryggingunni. Johnson sagði þá ljóst að Bretar myndu aldrei setja upp landamærastöðvar á landamærum Norður Írlands og Írlands en baktryggingin þyrfti að hverfa af samningaborðinu. Írar og Evrópusambandið telja baktrygginguna vera nauðsynlega til þess að koma í veg fyrir að hörð landamæragæsla verði til staðar á landamærunum áðurnefndu. Baktryggingin veldur hins vegar harðlínu Brexit-mönnum áhyggjum þar sem talið er að með henni haldi Evrópusambandið enn í Bretland, þrátt fyrir útgönguna. „Ef ESB getur ekki komið til móts við okkur, ef þau geta það alls ekki. Þá verðum við að búa okkur undir Brexit án samnings,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands sem væntanlegur er til Norður Írlands á næstu dögum, í opinberri heimsókn.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira