Breska ríkisstjórnin telur Brexit án samnings líklega niðurstöðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2019 10:09 Michael Gove vinnur að undirbúningi samningslauss Brexit, verði það niðurstaðan. Vísir/Getty Ríkisstjórn Bretlands vinnur úr frá þeirri sviðsmynd að Bretar fari samningslausir úr Evrópusambandinu í haust. Þetta segir Michael Gove í aðsendri grein í breska dagblaðinu The Sunday Times en Boris Johnson, sem í síðustu viku var skipaður í embætti forsætisráðherra Bretlands, fól Gove að undirbúa samningslaust Brexit. Í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra sagðist Johnson vilja nýjan útgöngusamning en bætti við að það væri heilbrigð skynsemi að búa sig undir þá niðurstöðu að yfirgefa Evrópusambandið án samnings. Hann hefur heitið bresku þjóðinni að yfirgefa Bretland 31. október sama hvað og „ekkert múður“.Samningslaust Brexit mjög líkleg niðurstaða Gove sagði í grein sinni að það væri „mjög líklegt“ að niðurstaðan gæti orðið samningslaust Brexit. Hann væri, líkt og Johnson, vongóður um að fá leiðtogana í Brussel til að setjast að samningaborðinu að nýju en nauðsynlegt væri að vinna út frá því að það verði ekki raunin. „Þú getur einfaldlega ekki bara hitað aftur upp réttinn sem var sendur til baka og búist við því að hann verði girnilegri við það,“ skrifaði Gove. Allt strandar á baktryggingunni um landamæri Írlands Tillaga Boris Johnson, nýs forsætisráðherra Bretlands, um að afnema ákvæði um svonefnda baktryggingu um landamæri á Írlandi úr útgöngusamningi við Evrópusambandið er óásættanleg, að mati Michels Barnier, aðalsamningamannsESB.Í henni felst að viðskiptareglur Evrópusambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi eftir útgönguna þar til samið hefur verið um varanlegt fyrirkomulag svo koma megi í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Hyggst berjast af öllu afli gegn samningslausu Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, brást við skrifum Goves og sagði að Verkamannaflokkurinn myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að Bretland fari úr Evrópusambandinu án samnings. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum Öfgamenn í Evrópuandstöðunni hafa orðið ofan á í átökunum um breska Íhaldsflokkinn. Að minnsta kosti í bili. Átökin staðið lengi yfir. Nýr forsætisráðherra sagður líklegur til að þrýsta á samningslausa útgöngu og kosningar. 27. júlí 2019 07:45 Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09 Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands vinnur úr frá þeirri sviðsmynd að Bretar fari samningslausir úr Evrópusambandinu í haust. Þetta segir Michael Gove í aðsendri grein í breska dagblaðinu The Sunday Times en Boris Johnson, sem í síðustu viku var skipaður í embætti forsætisráðherra Bretlands, fól Gove að undirbúa samningslaust Brexit. Í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra sagðist Johnson vilja nýjan útgöngusamning en bætti við að það væri heilbrigð skynsemi að búa sig undir þá niðurstöðu að yfirgefa Evrópusambandið án samnings. Hann hefur heitið bresku þjóðinni að yfirgefa Bretland 31. október sama hvað og „ekkert múður“.Samningslaust Brexit mjög líkleg niðurstaða Gove sagði í grein sinni að það væri „mjög líklegt“ að niðurstaðan gæti orðið samningslaust Brexit. Hann væri, líkt og Johnson, vongóður um að fá leiðtogana í Brussel til að setjast að samningaborðinu að nýju en nauðsynlegt væri að vinna út frá því að það verði ekki raunin. „Þú getur einfaldlega ekki bara hitað aftur upp réttinn sem var sendur til baka og búist við því að hann verði girnilegri við það,“ skrifaði Gove. Allt strandar á baktryggingunni um landamæri Írlands Tillaga Boris Johnson, nýs forsætisráðherra Bretlands, um að afnema ákvæði um svonefnda baktryggingu um landamæri á Írlandi úr útgöngusamningi við Evrópusambandið er óásættanleg, að mati Michels Barnier, aðalsamningamannsESB.Í henni felst að viðskiptareglur Evrópusambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi eftir útgönguna þar til samið hefur verið um varanlegt fyrirkomulag svo koma megi í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Hyggst berjast af öllu afli gegn samningslausu Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, brást við skrifum Goves og sagði að Verkamannaflokkurinn myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að Bretland fari úr Evrópusambandinu án samnings.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum Öfgamenn í Evrópuandstöðunni hafa orðið ofan á í átökunum um breska Íhaldsflokkinn. Að minnsta kosti í bili. Átökin staðið lengi yfir. Nýr forsætisráðherra sagður líklegur til að þrýsta á samningslausa útgöngu og kosningar. 27. júlí 2019 07:45 Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09 Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum Öfgamenn í Evrópuandstöðunni hafa orðið ofan á í átökunum um breska Íhaldsflokkinn. Að minnsta kosti í bili. Átökin staðið lengi yfir. Nýr forsætisráðherra sagður líklegur til að þrýsta á samningslausa útgöngu og kosningar. 27. júlí 2019 07:45
Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09
Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07