Telja mengun í Kópavogslæk koma frá byggingarframkvæmdum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 12:00 Greinilegur litur var í Kópavogslæk á fimmtudag. Reglulega berast heilbrigðiseftirlitinu ábendingar frá almenningi um mengun í læknum. Vísir Hvítleit mengunarslikja í Kópavogslæk er talinn koma að mestu frá steypu- og múrvinnu við byggingarframkvæmdir í Kópavogi og Breiðholti. Heilbrigðiseftirlitið telur mengunina ekki verulega skaðlega fyrir umhverfið en óæskilega og hvimleiða. Íbúar í Kópavogi hafa tekið eftir að Kópavogslækur verður reglulega hvítur á lit og hafa kenningar verið uppi um að málning komist í hann, mögulega frá fyrirtækjum í kring. Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, segir að síðast hafi borist tilkynning um mengun í Kópavogslæk á laugardagskvöld. Þá var mengunin ofarlega í læknum og kom sennilega frá Reykjavík en algengast sé að mengunin sé neðar í honum. Eftirlitið hafa rökstudda kenningu um að mengunin tengist að stærstum hluta byggingarframkvæmdum í Kópavogsdal, fyrir ofan Smáralind og á ÍR-svæðinu í Breiðholti í Reykjavík. „Við tengjum þetta við þessar framkvæmdir. Annars vegar þegar menn eru að dæla upp úr húsgrunnum eða eru í steypuvinnu, múrvinnu, þá flæðir vatnið yfir í drenlagnirnar sem opnast inn í lækinn,“ segir hann. Mengun af þessu tagi sjáist í öllum lækjum á svæði heilbrigðiseftirlitsins en þetta sumarið sé Kópavogslækur undir langmestu álagi.Börn að leik og fuglar á sundi í menguðum Kópavogslæk.VísirEngin hollusta fyrir lækinn Í sumum tilfellum telur Páll að mengunin komi frá því að menn þvoi málningartæki, sprautur og rúllur niður í drenið frekar en klóakið. Í langflestum tilfellum sé mengunin þó jarðefni frá byggingarframkvæmdunum. „Þetta er engin hollusta fyrir lækinn og þetta sest til í honum en þetta er ekki eins skaðlegt og gæti verið eins og í þeim tilvikum sem við fáum olíumálningu eða olíuleka í götum eða þegar menn eru að þvo bíla sína upp úr tjöruleysiefnum úti í götu,“ segir hann. Einfalda lausn á vandanum segir Páll vera að tengja drenið ekki við læki heldur setja það í skólp til sveitarfélaganna „Vandinn við þá lausn er að það þýðir að lækirnir bara þorna upp á þurrkatímum og það er enn skaðlegra fyrir lækina,“ segir hann. Gatnamálastjóri í Kópavogi hafi ítrekað tilmæli til byggingarverktaka að gæta þess að losa ekki úrgang í drenkerfið heldur í klóakið. Það geti þó oft verið erfitt því í steypuvinnu leki vatn gjarnan út á götu og niður í niðurföll. Páll skorar á fólk að leiða hugann að því að niðurfall í götum leiði út í lækina. Úrgangsefnum eigi frekar að veita út í skólp þar sem þau þynnast fljótt út. Spilliefni eins og olíumálningu eigi alltaf að skila í efnamóttökuna eða til Sorpu.Algengt er sagt að mjólkurlituð mengunin sjáist seinni hluta dags og vikunnar þegar framkvæmdir eru í mestum gangi.Vísir Kópavogur Umhverfismál Tengdar fréttir Kópavogslækur reglulega hvítur að lit: Íbúar telja að málning rati í lækinn Mikið dýralíf er í læknum og vinsælt að veiða síli. 29. júní 2019 19:45 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Hvítleit mengunarslikja í Kópavogslæk er talinn koma að mestu frá steypu- og múrvinnu við byggingarframkvæmdir í Kópavogi og Breiðholti. Heilbrigðiseftirlitið telur mengunina ekki verulega skaðlega fyrir umhverfið en óæskilega og hvimleiða. Íbúar í Kópavogi hafa tekið eftir að Kópavogslækur verður reglulega hvítur á lit og hafa kenningar verið uppi um að málning komist í hann, mögulega frá fyrirtækjum í kring. Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, segir að síðast hafi borist tilkynning um mengun í Kópavogslæk á laugardagskvöld. Þá var mengunin ofarlega í læknum og kom sennilega frá Reykjavík en algengast sé að mengunin sé neðar í honum. Eftirlitið hafa rökstudda kenningu um að mengunin tengist að stærstum hluta byggingarframkvæmdum í Kópavogsdal, fyrir ofan Smáralind og á ÍR-svæðinu í Breiðholti í Reykjavík. „Við tengjum þetta við þessar framkvæmdir. Annars vegar þegar menn eru að dæla upp úr húsgrunnum eða eru í steypuvinnu, múrvinnu, þá flæðir vatnið yfir í drenlagnirnar sem opnast inn í lækinn,“ segir hann. Mengun af þessu tagi sjáist í öllum lækjum á svæði heilbrigðiseftirlitsins en þetta sumarið sé Kópavogslækur undir langmestu álagi.Börn að leik og fuglar á sundi í menguðum Kópavogslæk.VísirEngin hollusta fyrir lækinn Í sumum tilfellum telur Páll að mengunin komi frá því að menn þvoi málningartæki, sprautur og rúllur niður í drenið frekar en klóakið. Í langflestum tilfellum sé mengunin þó jarðefni frá byggingarframkvæmdunum. „Þetta er engin hollusta fyrir lækinn og þetta sest til í honum en þetta er ekki eins skaðlegt og gæti verið eins og í þeim tilvikum sem við fáum olíumálningu eða olíuleka í götum eða þegar menn eru að þvo bíla sína upp úr tjöruleysiefnum úti í götu,“ segir hann. Einfalda lausn á vandanum segir Páll vera að tengja drenið ekki við læki heldur setja það í skólp til sveitarfélaganna „Vandinn við þá lausn er að það þýðir að lækirnir bara þorna upp á þurrkatímum og það er enn skaðlegra fyrir lækina,“ segir hann. Gatnamálastjóri í Kópavogi hafi ítrekað tilmæli til byggingarverktaka að gæta þess að losa ekki úrgang í drenkerfið heldur í klóakið. Það geti þó oft verið erfitt því í steypuvinnu leki vatn gjarnan út á götu og niður í niðurföll. Páll skorar á fólk að leiða hugann að því að niðurfall í götum leiði út í lækina. Úrgangsefnum eigi frekar að veita út í skólp þar sem þau þynnast fljótt út. Spilliefni eins og olíumálningu eigi alltaf að skila í efnamóttökuna eða til Sorpu.Algengt er sagt að mjólkurlituð mengunin sjáist seinni hluta dags og vikunnar þegar framkvæmdir eru í mestum gangi.Vísir
Kópavogur Umhverfismál Tengdar fréttir Kópavogslækur reglulega hvítur að lit: Íbúar telja að málning rati í lækinn Mikið dýralíf er í læknum og vinsælt að veiða síli. 29. júní 2019 19:45 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Kópavogslækur reglulega hvítur að lit: Íbúar telja að málning rati í lækinn Mikið dýralíf er í læknum og vinsælt að veiða síli. 29. júní 2019 19:45