Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2025 06:52 Morgunblaðið vísar ásökunum ráðuneytisins til föðurhúsanna. Morgunblaðið hefur svarað ásökunum Guðmundar Inga Kristinssonar barna- og menntamálaráðherra en í gær birtist yfirlýsing á heimasíðu Stjórnarráðsins, þar sem Morgunblaðið var sakað um ófagleg vinnubrögð og að veita vísvitandi rangar og villandi upplýsingar. Samkvæmt yfirlýsingu ráðuneytisins neitaði Morgunblaðið að leiðrétta frétt sem birt var á fimmtudaginn í síðustu viku, þar sem ráðuneytið segir miðilinn hafa gefið til kynna að ráðherra hafi sagt ósatt þegar hann vitnaði í nýjar niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar þess efnis að vímuefnaneysla ungmenna hefði ekki aukist. Í umræddri frétt mbl.is sagði að Guðmundur Ingi hefði fullyrt á Alþingi að ekki væru ummerki um aukna vímuefnaneyslu barna á árunum 2023 til 2025, „þvert á ýmsar fréttir“. Sagði mbl þetta ganga í berhögg við það sem fram hefði komið í skýrslu Barna- og fjölskyldustofu, þar sem sagði að tilkynningum um neyslu barna á vímuefnum hefði fjölgað um tæplega 60 prósent á milli áranna 2023 og 2024. Í yfirlýsingu ráðuneytisins er vitnað í samskipti þess við Morgunblaðið og vísað til þess að miðillinn hafi kosið að varpa sökinni á ráðherra að hafa ekki tilgreint heimild sína til að styðja fullyrðingar hans í ræðustól en viðurkennt á sama tíma að hann hafi nefnt Íslensku æskulýðsrannsóknina fyrr í ræðu sinni. Þá segir í yfirlýsingunni að málið sé „nokkuð einkennandi“ fyrir vinnubrögð Morgunblaðsins, sem hafi meðal annars breytt grein um nýtingu gervigreindar í menntakerfinu eftir að ráðuneytið fór yfir hana og ljáð henni neikvæðari blæ. Þá er Morgunblaðið sakað um að hafa slegið upp „æsifregnum“ um að ráðuneytið væri að halda eftir upplýsingum og fegra niðurstöður skýrslu um dvínandi grunnfærni nemenda innan OECD. Fullyrðingum ráðuneytisins vísað til föðurhúsanna Fjallað er um yfirlýsingu barna- og menntamálaráðuneytisins á mbl.is nú í morgunsárið en þar segir að Morgunblaðið líti „umkvartanir og umvandanir“ barna- og menntamálaráðherra alvarlegum augum, „enda er það einsdæmi að fjölmiðlar hér á landi megi þola slíkar ásakanir stjórnvalda um vísvitandi rangfærslur, léleg vinnubrögð og upplýsingaóreiðu,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Engin dæmi séu um að ráðherrar hafi látið Stjórnarráð Íslands annast vörn sína, hvað þá með ásökunum í garð fjölmiðla. Morgunblaðið segir rangt að ráðherra hafi verið vændur um ósannindi í ræðustól, né heldur hafi hann verið sagður fara með rangt mál. Þá er ítrekað að ráðherra hafi ekki bent á neinar rangfærslur í áðurnefndu viðtali um gervigreind, heldur aðeins að inngangi greinarinnar hafi verið breytt. „Morgunblaðið hefur vandað fréttaflutning sinn af þessum málum í hvívetna, m.a. með því að setja fullyrðingar ráðherra í samhengi við fleira en það eitt sem hann vill helst að komi fram,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Það sé hlutverk fjölmiðla að halda valdhöfum við efnið og veita þeim aðhald, ekki að hampa þeim eða mæra út frá uppgefnum markmiðum þeirra. „Morgunblaðinu og mbl.is er ritstýrt með hagsmuni lesenda í fyrirrúmi, ekki af ráðherrum, þeim til þægðar. Blaðið vísar til föðurhúsa fullyrðingum ráðherra um upplýsingaóreiðu; hann mætti vel herða sig í að veita fjölmiðlum viðtöl og gagnlegar upplýsingar. Kvartanir Guðmundar Inga benda til þess að hann misskilji fullkomlega hlutverk góðra fréttamiðla.“ Fjölmiðlar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025: „Frá yfirlýsingum til árangurs“ Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu ráðuneytisins neitaði Morgunblaðið að leiðrétta frétt sem birt var á fimmtudaginn í síðustu viku, þar sem ráðuneytið segir miðilinn hafa gefið til kynna að ráðherra hafi sagt ósatt þegar hann vitnaði í nýjar niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar þess efnis að vímuefnaneysla ungmenna hefði ekki aukist. Í umræddri frétt mbl.is sagði að Guðmundur Ingi hefði fullyrt á Alþingi að ekki væru ummerki um aukna vímuefnaneyslu barna á árunum 2023 til 2025, „þvert á ýmsar fréttir“. Sagði mbl þetta ganga í berhögg við það sem fram hefði komið í skýrslu Barna- og fjölskyldustofu, þar sem sagði að tilkynningum um neyslu barna á vímuefnum hefði fjölgað um tæplega 60 prósent á milli áranna 2023 og 2024. Í yfirlýsingu ráðuneytisins er vitnað í samskipti þess við Morgunblaðið og vísað til þess að miðillinn hafi kosið að varpa sökinni á ráðherra að hafa ekki tilgreint heimild sína til að styðja fullyrðingar hans í ræðustól en viðurkennt á sama tíma að hann hafi nefnt Íslensku æskulýðsrannsóknina fyrr í ræðu sinni. Þá segir í yfirlýsingunni að málið sé „nokkuð einkennandi“ fyrir vinnubrögð Morgunblaðsins, sem hafi meðal annars breytt grein um nýtingu gervigreindar í menntakerfinu eftir að ráðuneytið fór yfir hana og ljáð henni neikvæðari blæ. Þá er Morgunblaðið sakað um að hafa slegið upp „æsifregnum“ um að ráðuneytið væri að halda eftir upplýsingum og fegra niðurstöður skýrslu um dvínandi grunnfærni nemenda innan OECD. Fullyrðingum ráðuneytisins vísað til föðurhúsanna Fjallað er um yfirlýsingu barna- og menntamálaráðuneytisins á mbl.is nú í morgunsárið en þar segir að Morgunblaðið líti „umkvartanir og umvandanir“ barna- og menntamálaráðherra alvarlegum augum, „enda er það einsdæmi að fjölmiðlar hér á landi megi þola slíkar ásakanir stjórnvalda um vísvitandi rangfærslur, léleg vinnubrögð og upplýsingaóreiðu,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Engin dæmi séu um að ráðherrar hafi látið Stjórnarráð Íslands annast vörn sína, hvað þá með ásökunum í garð fjölmiðla. Morgunblaðið segir rangt að ráðherra hafi verið vændur um ósannindi í ræðustól, né heldur hafi hann verið sagður fara með rangt mál. Þá er ítrekað að ráðherra hafi ekki bent á neinar rangfærslur í áðurnefndu viðtali um gervigreind, heldur aðeins að inngangi greinarinnar hafi verið breytt. „Morgunblaðið hefur vandað fréttaflutning sinn af þessum málum í hvívetna, m.a. með því að setja fullyrðingar ráðherra í samhengi við fleira en það eitt sem hann vill helst að komi fram,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Það sé hlutverk fjölmiðla að halda valdhöfum við efnið og veita þeim aðhald, ekki að hampa þeim eða mæra út frá uppgefnum markmiðum þeirra. „Morgunblaðinu og mbl.is er ritstýrt með hagsmuni lesenda í fyrirrúmi, ekki af ráðherrum, þeim til þægðar. Blaðið vísar til föðurhúsa fullyrðingum ráðherra um upplýsingaóreiðu; hann mætti vel herða sig í að veita fjölmiðlum viðtöl og gagnlegar upplýsingar. Kvartanir Guðmundar Inga benda til þess að hann misskilji fullkomlega hlutverk góðra fréttamiðla.“
Fjölmiðlar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025: „Frá yfirlýsingum til árangurs“ Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira