Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2025 06:42 Selenskí og eigikona hans Olena tóku þátt í minningarathöfn um helgina um hungursneyðina í Sovét-Úkraínu, þar sem milljónir létu lífið. AP/Forsetaskrifstofa Úkraínu Stjórnvöld í Úkraínu hafa gert umfangsmiklar breytingar á svokallaðri "friðaráætlun" Bandaríkjanna og Rússlands, sem stendur nú í nítján atriðum í stað 28. Upphaflega plaggið, sem samið var af Kirill Dmitriev, sérlegum sendifulltrúa Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og Steve Witkoff, fulltrúa Donald Trump Bandaríkjafoseta, hljóðaði upp á eftirgjöf Úkraínumanna á landsvæði sem er enn á þeirra valdi, takmarkanir á stærð úkraínska heraflans og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. Það er sagt hafa tekið verulegum breytingum í viðræðum fulltrúa Úkraínu og Bandaríkjanna í Sviss í gær en Úkraínumenn og leiðtogar Evrópu hafa meðal annars lagt áherslu á að miðað verði við framlínuna eins og hún stendur í dag. Nýja útgáfan virðist raunar útiloka viðurkenningu á yfirráðum Rússa yfir því landsvæði sem þeir hafa söslað undir sig frá því að þeir hófu innrás sína 2022. Þá segir að það sé undir Úkraínu komið hvort hún gengur í Evrópusambandið eða Nató. Vólódimí Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því í gær að ákveðin „viðkvæm“ málefni, eins og möguleg innganga Úkraínu í Nató, yrðu rædd af honum og Trump. Síðarnefndi hafði kallað eftir því að Úkraína gæfi eftir og samþykkti upphaflegu áætlunina á fimmtudag en Evrópuleiðtogar segja að gefa þurfi viðræðunum tíma. Fulltrúar Úkraínu í viðræðunum í gær eru sagðir hafa lýst nýju tillögunum sem „raunhæfari“ valkosti. Þá er Selenskí sagður hafa rætt við JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, í gær og hvatt hann til að greiða fyrir þátttöku Evrópuríkjanna í viðræðunum. Er síðarnefndi sagður hafa tekið jákvætt í það. Athygli vekur að þrátt fyrir að upphaflegu drögin hafi hljómað eins og óskalisti stjórnvalda í Kreml, sögðu þau í gær að þær tillögur þörfnuðust frekari vinnu. Guardian greindi frá. Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Upphaflega plaggið, sem samið var af Kirill Dmitriev, sérlegum sendifulltrúa Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og Steve Witkoff, fulltrúa Donald Trump Bandaríkjafoseta, hljóðaði upp á eftirgjöf Úkraínumanna á landsvæði sem er enn á þeirra valdi, takmarkanir á stærð úkraínska heraflans og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. Það er sagt hafa tekið verulegum breytingum í viðræðum fulltrúa Úkraínu og Bandaríkjanna í Sviss í gær en Úkraínumenn og leiðtogar Evrópu hafa meðal annars lagt áherslu á að miðað verði við framlínuna eins og hún stendur í dag. Nýja útgáfan virðist raunar útiloka viðurkenningu á yfirráðum Rússa yfir því landsvæði sem þeir hafa söslað undir sig frá því að þeir hófu innrás sína 2022. Þá segir að það sé undir Úkraínu komið hvort hún gengur í Evrópusambandið eða Nató. Vólódimí Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því í gær að ákveðin „viðkvæm“ málefni, eins og möguleg innganga Úkraínu í Nató, yrðu rædd af honum og Trump. Síðarnefndi hafði kallað eftir því að Úkraína gæfi eftir og samþykkti upphaflegu áætlunina á fimmtudag en Evrópuleiðtogar segja að gefa þurfi viðræðunum tíma. Fulltrúar Úkraínu í viðræðunum í gær eru sagðir hafa lýst nýju tillögunum sem „raunhæfari“ valkosti. Þá er Selenskí sagður hafa rætt við JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, í gær og hvatt hann til að greiða fyrir þátttöku Evrópuríkjanna í viðræðunum. Er síðarnefndi sagður hafa tekið jákvætt í það. Athygli vekur að þrátt fyrir að upphaflegu drögin hafi hljómað eins og óskalisti stjórnvalda í Kreml, sögðu þau í gær að þær tillögur þörfnuðust frekari vinnu. Guardian greindi frá.
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira