Bandaríkjaforseti segir konuna sem sakar hann um nauðgun ekki hans „týpu“ Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 08:02 E. Jean Carroll er 75 ára gömul í dag. Þau Trump voru bæði rétt rúmlega fimmtug þegar hún segir að hann hafi nauðgað sér. AP/Craig Ruttle Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar þekktan pistlahöfund um að ljúga því til að hann hafi nauðgað henni í stórverslun í New York á 10. áratugnum. Hann segir einnig að konan sé ekki hans „týpa“. Í fyrstu fullyrti Trump að hann hefði ekki hugmynd um hver Carroll væri þrátt fyrir að grein hennar fylgdi mynd af þeim saman. Nú segir forsetinn að Carroll sé „algerlega að ljúga“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Ég skal segja þetta með mestu virðingu: númer eitt, þá er hún ekki mín týpa. Númer tvö, þetta gerðist aldrei. Þetta gerðist aldrei, allt í lagi?“ sagði Trump í viðtali. Þegar ummæli forsetans voru borin undir Carroll sagðist hún fegin. „Ég elska að ég er ekki hans týpa,“ sagði hún við CNN. Carroll er sextánda konan sem hefur sakað Bandaríkjaforseta opinberlega um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Trump hefur neitað öllum ásökununum. Í kosningabaráttunni árið 2016 skaut þó gömul upptaka upp kollinum þar sem Trump gortaði sig af því að ráðast kynferðislega á konur með svipuðum hætti og margar kvennanna halda fram að hann hafi gert. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem Trump ber af sér ásökun um kynferðislegt ofbeldi með því að segja ásakandann ekki hans „týpu“. Forsetinn sagði það sama um Jessicu Leeds, konu sem sakaði hann um að hafa þuklað á sér í flugvél á 9. áratugnum. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar þekktan pistlahöfund um að ljúga því til að hann hafi nauðgað henni í stórverslun í New York á 10. áratugnum. Hann segir einnig að konan sé ekki hans „týpa“. Í fyrstu fullyrti Trump að hann hefði ekki hugmynd um hver Carroll væri þrátt fyrir að grein hennar fylgdi mynd af þeim saman. Nú segir forsetinn að Carroll sé „algerlega að ljúga“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Ég skal segja þetta með mestu virðingu: númer eitt, þá er hún ekki mín týpa. Númer tvö, þetta gerðist aldrei. Þetta gerðist aldrei, allt í lagi?“ sagði Trump í viðtali. Þegar ummæli forsetans voru borin undir Carroll sagðist hún fegin. „Ég elska að ég er ekki hans týpa,“ sagði hún við CNN. Carroll er sextánda konan sem hefur sakað Bandaríkjaforseta opinberlega um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Trump hefur neitað öllum ásökununum. Í kosningabaráttunni árið 2016 skaut þó gömul upptaka upp kollinum þar sem Trump gortaði sig af því að ráðast kynferðislega á konur með svipuðum hætti og margar kvennanna halda fram að hann hafi gert. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem Trump ber af sér ásökun um kynferðislegt ofbeldi með því að segja ásakandann ekki hans „týpu“. Forsetinn sagði það sama um Jessicu Leeds, konu sem sakaði hann um að hafa þuklað á sér í flugvél á 9. áratugnum.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21
Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17