Lög unga fólksins Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. júní 2019 07:00 Íslendingar fögnuðu í gær 75 ára afmæli lýðveldisins. Það hafa vissulega skipst á skin og skúrir á lýðveldistímanum en þrátt ýmis áföll er staða landsins góð í alþjóðlegum samanburði. Næstu 75 árum þarf svo sannarlega ekki að kvíða miðað við áherslur og málflutning ungmennanna sem komu saman í Alþingishúsinu í tilefni lýðveldisafmælisins. Tæplega 70 ungmenni á aldrinum 13-16 ára tóku þar þátt í sérstökum þingfundi. Unga fólkið hafði undirbúið sig vel og unnið málefnavinnu í þremur málaflokkum sem þeim finnst skipta mestu máli; umhverfis- og loftslagsmálum, jafnréttismálum og heilbrigðismálum. Í ályktun fundarins sem var afhent forsætisráðherra er ekki aðeins að finna lýsingu á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir, heldur líka lausnir. „Ungmenni telja löngu tímabært að íslensk stjórnvöld taki til hendinni og verndi náttúruna fyrir frekari skaða,“ segir í niðurlagi ályktunar um umhverfis- og loftslagsmál. Þannig leggja ungmennin áherslu á lausnir eins og endurheimt votlendis, fækkun óumhverfisvænna bíla, mengunarskatt á bensínbíla, aðgerðir gegn matarsóun og bætta flokkun sorps. Sem betur fer virðist hér vera að vaxa úr grasi kynslóð sem leggur áherslu á jafnréttismál í sinni víðtækustu mynd. Kynslóð sem hafnar úreltum lögmálum á borð við launamun kynjanna og slæma stöðu fatlaðra í samfélaginu. Kynslóð sem skilur ekki af hverju innflytjendur eru í verri stöðu þegar kemur að vinnumarkaði og þátttöku í íþróttum. Þá benda þau líka á það áhyggjuefni að Ísland sé að dragast aftur úr varðandi réttindi hinsegin fólks. Í ályktun um heilbrigðismál beinir unga fólkið sjónum að mikilvægi forvarna og virkrar þátttöku barna og unglinga í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá er ánægjulegt að sjá ungmennin sjálf segja að skoða verði snjalltækjanotkun og áhrif hennar á þroska barna. Eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra benti réttilega á þegar hún tók við ályktun ungmennanna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar væri öðruvísi um að litast í heiminum ef áherslur barna og ungmenna hefðu meira vægi. Það er mikilvægt að þeir sem eru við stjórnvölinn hlusti á raddir þessa hóps eins og raddir annarra hópa. Í gær voru ekki sett nein lög á Alþingi en vonandi var einhverjum fræjum sáð til framtíðar. Vonandi hafa sem flestir þingmenn fylgst með umræðunum því þær einkenndust bæði af víðsýni og umburðarlyndi. Það eru viðhorf sem eru því miður allt of sjaldan ríkjandi í þessum sal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Tímamót Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslendingar fögnuðu í gær 75 ára afmæli lýðveldisins. Það hafa vissulega skipst á skin og skúrir á lýðveldistímanum en þrátt ýmis áföll er staða landsins góð í alþjóðlegum samanburði. Næstu 75 árum þarf svo sannarlega ekki að kvíða miðað við áherslur og málflutning ungmennanna sem komu saman í Alþingishúsinu í tilefni lýðveldisafmælisins. Tæplega 70 ungmenni á aldrinum 13-16 ára tóku þar þátt í sérstökum þingfundi. Unga fólkið hafði undirbúið sig vel og unnið málefnavinnu í þremur málaflokkum sem þeim finnst skipta mestu máli; umhverfis- og loftslagsmálum, jafnréttismálum og heilbrigðismálum. Í ályktun fundarins sem var afhent forsætisráðherra er ekki aðeins að finna lýsingu á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir, heldur líka lausnir. „Ungmenni telja löngu tímabært að íslensk stjórnvöld taki til hendinni og verndi náttúruna fyrir frekari skaða,“ segir í niðurlagi ályktunar um umhverfis- og loftslagsmál. Þannig leggja ungmennin áherslu á lausnir eins og endurheimt votlendis, fækkun óumhverfisvænna bíla, mengunarskatt á bensínbíla, aðgerðir gegn matarsóun og bætta flokkun sorps. Sem betur fer virðist hér vera að vaxa úr grasi kynslóð sem leggur áherslu á jafnréttismál í sinni víðtækustu mynd. Kynslóð sem hafnar úreltum lögmálum á borð við launamun kynjanna og slæma stöðu fatlaðra í samfélaginu. Kynslóð sem skilur ekki af hverju innflytjendur eru í verri stöðu þegar kemur að vinnumarkaði og þátttöku í íþróttum. Þá benda þau líka á það áhyggjuefni að Ísland sé að dragast aftur úr varðandi réttindi hinsegin fólks. Í ályktun um heilbrigðismál beinir unga fólkið sjónum að mikilvægi forvarna og virkrar þátttöku barna og unglinga í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá er ánægjulegt að sjá ungmennin sjálf segja að skoða verði snjalltækjanotkun og áhrif hennar á þroska barna. Eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra benti réttilega á þegar hún tók við ályktun ungmennanna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar væri öðruvísi um að litast í heiminum ef áherslur barna og ungmenna hefðu meira vægi. Það er mikilvægt að þeir sem eru við stjórnvölinn hlusti á raddir þessa hóps eins og raddir annarra hópa. Í gær voru ekki sett nein lög á Alþingi en vonandi var einhverjum fræjum sáð til framtíðar. Vonandi hafa sem flestir þingmenn fylgst með umræðunum því þær einkenndust bæði af víðsýni og umburðarlyndi. Það eru viðhorf sem eru því miður allt of sjaldan ríkjandi í þessum sal.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar