Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2019 13:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. Þar hefur ekki dregið úr eftir að Trump meinaði Don McGahn, fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að svara spurningum þingsins. Þá er hópur þingmanna Repúblikanaflokksins sem óttast að Trump sé að setja slæmt fordæmi með baráttu sinni gegn þinginu. McGah var eitt af helstu vitnum Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, í rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016, hvort framboð Trump hafi veitt þeim samstarf og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Sjá einnig: Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnumMeð tilliti til þess að Hvíta húsið vinnur nú hörðum höndum að því að þingmenn geti ekki rætt við neina sem að ríkisstjórn Trump hafi komið, komi höndum ekki yfir nein gögn og halda því í rauninni fram að þingið eigi ekki rétt á því að rannsaka forsetann, segja einhverjir þingmenn Demókrataflokksins að þeir eigi engra kosta völ en að hefja áðurnefnt ferli, sem á ensku kallast impeachment.Meðal ástæðna fyrir því að Demókratar vilja hefja rannsókn þeirra á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot er að það myndi veita þeim sterkari stöðu í þeim dómsmálum sem standa nú yfir á milli Hvíta hússins og þingsins vegna núverandi rannsókna þeirra.Sjá einnig: Æ fleiri Demókratar hoppa á ákæruvagninn Leiðtogar flokksins eru þó ekki á þeim nótum að hefja rannsókn og vilja frekar einbeita sér að málefnum eins og heilsugæslu og öðrum málum sem komu flokknum mjög vel í þingkosningum í fyrra. Þar að auki standi nú nokkrar rannsóknir yfir hjá nefndum þingsins. Þrýstingurinn á þá leiðtoga hefur þó verið að aukast jafnt og þétt.Óttast fordæmið sem Trump er að setja Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins, og þá aðallega menn sem hafa setið lengi á þingi, hafa áhyggjur af vörnum Trump gegn rannsóknum Demókrata. Sérstaklega þá vörn að þingið hafi í rauninni ekki vald til að rannsaka forseta Bandaríkjanna og ekki hvort hann hafi brotið lög. Þó þeir séu andsnúnir rannsóknum Demókrata og þá sérstaklega þeim sem snúast að hans eigin fjármálum og fyrirtæki, óttast þeir fordæmið sem Trump er að setja. Því einhvern tímann mun Demókrati sitja í Hvíta húsinu og Repúblikanar vera með meirihluta á þingi. Samkvæmt Politicio hafa þeir þingmenn sem hafa lýst yfir áhyggjum þó engar áætlanir um að bregðast við þeim áhyggjum. Þeir segja Demókrata vera að ofnota eftirlitsvald þingsins. Einungis einn þingmaður Repúblikanaflokksins, Justin Amash, hefur lýst því yfir að þingið hefji rannsókn og segist hann hafa gert það eftir að hann las skýrslu Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu gaumgæfilega. Amash hefur einnig gagnrýnt aðra þingmenn og sagt þá greinilega ekki hafa lesið skýrsluna.Sjá einnig: Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrotUm helgina sagði hann einnig að fjölmargir þingmenn sneru skoðunum sínum um ákæru vegna embættisbrots í 180 gráður eftir því hvort verið væri að tala um Bill Clinton eða Donald Trump. Amash hefur verið harðlega gagnrýndu að félögum sínum í Repúblikanaflokknum í kjölfar yfirlýsingar hans. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00 Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00 Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. Þar hefur ekki dregið úr eftir að Trump meinaði Don McGahn, fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að svara spurningum þingsins. Þá er hópur þingmanna Repúblikanaflokksins sem óttast að Trump sé að setja slæmt fordæmi með baráttu sinni gegn þinginu. McGah var eitt af helstu vitnum Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, í rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016, hvort framboð Trump hafi veitt þeim samstarf og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Sjá einnig: Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnumMeð tilliti til þess að Hvíta húsið vinnur nú hörðum höndum að því að þingmenn geti ekki rætt við neina sem að ríkisstjórn Trump hafi komið, komi höndum ekki yfir nein gögn og halda því í rauninni fram að þingið eigi ekki rétt á því að rannsaka forsetann, segja einhverjir þingmenn Demókrataflokksins að þeir eigi engra kosta völ en að hefja áðurnefnt ferli, sem á ensku kallast impeachment.Meðal ástæðna fyrir því að Demókratar vilja hefja rannsókn þeirra á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot er að það myndi veita þeim sterkari stöðu í þeim dómsmálum sem standa nú yfir á milli Hvíta hússins og þingsins vegna núverandi rannsókna þeirra.Sjá einnig: Æ fleiri Demókratar hoppa á ákæruvagninn Leiðtogar flokksins eru þó ekki á þeim nótum að hefja rannsókn og vilja frekar einbeita sér að málefnum eins og heilsugæslu og öðrum málum sem komu flokknum mjög vel í þingkosningum í fyrra. Þar að auki standi nú nokkrar rannsóknir yfir hjá nefndum þingsins. Þrýstingurinn á þá leiðtoga hefur þó verið að aukast jafnt og þétt.Óttast fordæmið sem Trump er að setja Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins, og þá aðallega menn sem hafa setið lengi á þingi, hafa áhyggjur af vörnum Trump gegn rannsóknum Demókrata. Sérstaklega þá vörn að þingið hafi í rauninni ekki vald til að rannsaka forseta Bandaríkjanna og ekki hvort hann hafi brotið lög. Þó þeir séu andsnúnir rannsóknum Demókrata og þá sérstaklega þeim sem snúast að hans eigin fjármálum og fyrirtæki, óttast þeir fordæmið sem Trump er að setja. Því einhvern tímann mun Demókrati sitja í Hvíta húsinu og Repúblikanar vera með meirihluta á þingi. Samkvæmt Politicio hafa þeir þingmenn sem hafa lýst yfir áhyggjum þó engar áætlanir um að bregðast við þeim áhyggjum. Þeir segja Demókrata vera að ofnota eftirlitsvald þingsins. Einungis einn þingmaður Repúblikanaflokksins, Justin Amash, hefur lýst því yfir að þingið hefji rannsókn og segist hann hafa gert það eftir að hann las skýrslu Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu gaumgæfilega. Amash hefur einnig gagnrýnt aðra þingmenn og sagt þá greinilega ekki hafa lesið skýrsluna.Sjá einnig: Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrotUm helgina sagði hann einnig að fjölmargir þingmenn sneru skoðunum sínum um ákæru vegna embættisbrots í 180 gráður eftir því hvort verið væri að tala um Bill Clinton eða Donald Trump. Amash hefur verið harðlega gagnrýndu að félögum sínum í Repúblikanaflokknum í kjölfar yfirlýsingar hans.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00 Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00 Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39
Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00
Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00
Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30
Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22
Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32
Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22