Repjuolía á íslenska skipaflotann Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2019 19:15 Hægt væri að knýja allan íslenska skipaflotann með repjuolíu en þá þyrfti ræktunin að fara fram á hundrað og sextíu þúsund hekturum hjá bændum um allt land. Í dag er verið að rækta repju á um hundrað og fimmtíu hekturum. Olían kemur úr fræjum plöntunnar. Um 30 háskólanemendur frá Bandaríkjunum og Kanada, sem allir eru að læra orkuverkfræði í nokkrum háskólum, komu nýlega saman á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum til að hlusta á fyrirlestur hjá Jóni Bernódussyni, verkfræðingi hjá Samgöngustofu, um kosti þess að rækta repju í miklu mæli á Íslandi og framleiða úr fræjum hennar repjuolíu, sem umhverfisvænan orkugjafa. Jón segir að nú þurfi að vinna markvisst að því að knýja íslenska skipaflotann á olíu úr repju. „Olían myndi passa þar ágætlega inn því hún er með svo til sama orkugildi og venjulegur dísill þannig að það yrði ekki vandamál. Eina vandamálið í rauninni er að rækta repjuna hér en við þyrftum fyrir skipaflotann eitthvað í kringum 160 þúsund hektara, sem er einhver flötur sem væri 40 x 40 kílómetrar, sem er nú kannski ekkert mjög stór en það myndi duga fyrir allan íslenska skipaflotann og vélarnir í skipunum geta tekið við þessari olíu án þess að gerðar séu á þeim breytingar,“ segir Jón. Jón sagði háskólanemendum allt um repju og ræktun hennar í fyrirlestrasalnum á Þorvaldseyri.Magnús Hlynur„Við höfum aðstöðuna núna hér á Íslandi til þess að gera þessa ræktun. Við getum byrjað á því að rækta upp sandana og síðan sett repjuna þar á eftir þannig að við lítum á þetta verkefni til fimm til tíu ára. Í raun og veru ætti þetta að takast því vélarnar taka við þessu, olían er þekkt og í raun og veru er ekkert annað að gera en að setja þetta í gang,“ bætir Jón við. Áður en háskólanemendurnir settu repjuolíuna á rútuna sem þeir komu í á Þorvaldseyri fengu þeir að smakka á olíunni.Magnús HlynurJón sýndi háskólanemendunum tækin til að pressa olíuna á Þorvaldseyri og allir fengu að smakka á olíunni. Þá setti hann repjuolíu á rútuna sem keyrði nemendurna og skálaði við þau þess á milli. Að því loknu sýndu bændurnir á Þorvaldseyri hópnum hvernig olían getur nýst á vélarnar á bænum. „Það merkilega við repjuna er að þetta er olía sem er framleidd á Íslandi og hún gengur vélar,“ segir Jón kampakátur. Landbúnaður Rangárþing eystra Sjávarútvegur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Hægt væri að knýja allan íslenska skipaflotann með repjuolíu en þá þyrfti ræktunin að fara fram á hundrað og sextíu þúsund hekturum hjá bændum um allt land. Í dag er verið að rækta repju á um hundrað og fimmtíu hekturum. Olían kemur úr fræjum plöntunnar. Um 30 háskólanemendur frá Bandaríkjunum og Kanada, sem allir eru að læra orkuverkfræði í nokkrum háskólum, komu nýlega saman á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum til að hlusta á fyrirlestur hjá Jóni Bernódussyni, verkfræðingi hjá Samgöngustofu, um kosti þess að rækta repju í miklu mæli á Íslandi og framleiða úr fræjum hennar repjuolíu, sem umhverfisvænan orkugjafa. Jón segir að nú þurfi að vinna markvisst að því að knýja íslenska skipaflotann á olíu úr repju. „Olían myndi passa þar ágætlega inn því hún er með svo til sama orkugildi og venjulegur dísill þannig að það yrði ekki vandamál. Eina vandamálið í rauninni er að rækta repjuna hér en við þyrftum fyrir skipaflotann eitthvað í kringum 160 þúsund hektara, sem er einhver flötur sem væri 40 x 40 kílómetrar, sem er nú kannski ekkert mjög stór en það myndi duga fyrir allan íslenska skipaflotann og vélarnir í skipunum geta tekið við þessari olíu án þess að gerðar séu á þeim breytingar,“ segir Jón. Jón sagði háskólanemendum allt um repju og ræktun hennar í fyrirlestrasalnum á Þorvaldseyri.Magnús Hlynur„Við höfum aðstöðuna núna hér á Íslandi til þess að gera þessa ræktun. Við getum byrjað á því að rækta upp sandana og síðan sett repjuna þar á eftir þannig að við lítum á þetta verkefni til fimm til tíu ára. Í raun og veru ætti þetta að takast því vélarnar taka við þessu, olían er þekkt og í raun og veru er ekkert annað að gera en að setja þetta í gang,“ bætir Jón við. Áður en háskólanemendurnir settu repjuolíuna á rútuna sem þeir komu í á Þorvaldseyri fengu þeir að smakka á olíunni.Magnús HlynurJón sýndi háskólanemendunum tækin til að pressa olíuna á Þorvaldseyri og allir fengu að smakka á olíunni. Þá setti hann repjuolíu á rútuna sem keyrði nemendurna og skálaði við þau þess á milli. Að því loknu sýndu bændurnir á Þorvaldseyri hópnum hvernig olían getur nýst á vélarnar á bænum. „Það merkilega við repjuna er að þetta er olía sem er framleidd á Íslandi og hún gengur vélar,“ segir Jón kampakátur.
Landbúnaður Rangárþing eystra Sjávarútvegur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira