Repjuolía á íslenska skipaflotann Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2019 19:15 Hægt væri að knýja allan íslenska skipaflotann með repjuolíu en þá þyrfti ræktunin að fara fram á hundrað og sextíu þúsund hekturum hjá bændum um allt land. Í dag er verið að rækta repju á um hundrað og fimmtíu hekturum. Olían kemur úr fræjum plöntunnar. Um 30 háskólanemendur frá Bandaríkjunum og Kanada, sem allir eru að læra orkuverkfræði í nokkrum háskólum, komu nýlega saman á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum til að hlusta á fyrirlestur hjá Jóni Bernódussyni, verkfræðingi hjá Samgöngustofu, um kosti þess að rækta repju í miklu mæli á Íslandi og framleiða úr fræjum hennar repjuolíu, sem umhverfisvænan orkugjafa. Jón segir að nú þurfi að vinna markvisst að því að knýja íslenska skipaflotann á olíu úr repju. „Olían myndi passa þar ágætlega inn því hún er með svo til sama orkugildi og venjulegur dísill þannig að það yrði ekki vandamál. Eina vandamálið í rauninni er að rækta repjuna hér en við þyrftum fyrir skipaflotann eitthvað í kringum 160 þúsund hektara, sem er einhver flötur sem væri 40 x 40 kílómetrar, sem er nú kannski ekkert mjög stór en það myndi duga fyrir allan íslenska skipaflotann og vélarnir í skipunum geta tekið við þessari olíu án þess að gerðar séu á þeim breytingar,“ segir Jón. Jón sagði háskólanemendum allt um repju og ræktun hennar í fyrirlestrasalnum á Þorvaldseyri.Magnús Hlynur„Við höfum aðstöðuna núna hér á Íslandi til þess að gera þessa ræktun. Við getum byrjað á því að rækta upp sandana og síðan sett repjuna þar á eftir þannig að við lítum á þetta verkefni til fimm til tíu ára. Í raun og veru ætti þetta að takast því vélarnar taka við þessu, olían er þekkt og í raun og veru er ekkert annað að gera en að setja þetta í gang,“ bætir Jón við. Áður en háskólanemendurnir settu repjuolíuna á rútuna sem þeir komu í á Þorvaldseyri fengu þeir að smakka á olíunni.Magnús HlynurJón sýndi háskólanemendunum tækin til að pressa olíuna á Þorvaldseyri og allir fengu að smakka á olíunni. Þá setti hann repjuolíu á rútuna sem keyrði nemendurna og skálaði við þau þess á milli. Að því loknu sýndu bændurnir á Þorvaldseyri hópnum hvernig olían getur nýst á vélarnar á bænum. „Það merkilega við repjuna er að þetta er olía sem er framleidd á Íslandi og hún gengur vélar,“ segir Jón kampakátur. Landbúnaður Rangárþing eystra Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hægt væri að knýja allan íslenska skipaflotann með repjuolíu en þá þyrfti ræktunin að fara fram á hundrað og sextíu þúsund hekturum hjá bændum um allt land. Í dag er verið að rækta repju á um hundrað og fimmtíu hekturum. Olían kemur úr fræjum plöntunnar. Um 30 háskólanemendur frá Bandaríkjunum og Kanada, sem allir eru að læra orkuverkfræði í nokkrum háskólum, komu nýlega saman á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum til að hlusta á fyrirlestur hjá Jóni Bernódussyni, verkfræðingi hjá Samgöngustofu, um kosti þess að rækta repju í miklu mæli á Íslandi og framleiða úr fræjum hennar repjuolíu, sem umhverfisvænan orkugjafa. Jón segir að nú þurfi að vinna markvisst að því að knýja íslenska skipaflotann á olíu úr repju. „Olían myndi passa þar ágætlega inn því hún er með svo til sama orkugildi og venjulegur dísill þannig að það yrði ekki vandamál. Eina vandamálið í rauninni er að rækta repjuna hér en við þyrftum fyrir skipaflotann eitthvað í kringum 160 þúsund hektara, sem er einhver flötur sem væri 40 x 40 kílómetrar, sem er nú kannski ekkert mjög stór en það myndi duga fyrir allan íslenska skipaflotann og vélarnir í skipunum geta tekið við þessari olíu án þess að gerðar séu á þeim breytingar,“ segir Jón. Jón sagði háskólanemendum allt um repju og ræktun hennar í fyrirlestrasalnum á Þorvaldseyri.Magnús Hlynur„Við höfum aðstöðuna núna hér á Íslandi til þess að gera þessa ræktun. Við getum byrjað á því að rækta upp sandana og síðan sett repjuna þar á eftir þannig að við lítum á þetta verkefni til fimm til tíu ára. Í raun og veru ætti þetta að takast því vélarnar taka við þessu, olían er þekkt og í raun og veru er ekkert annað að gera en að setja þetta í gang,“ bætir Jón við. Áður en háskólanemendurnir settu repjuolíuna á rútuna sem þeir komu í á Þorvaldseyri fengu þeir að smakka á olíunni.Magnús HlynurJón sýndi háskólanemendunum tækin til að pressa olíuna á Þorvaldseyri og allir fengu að smakka á olíunni. Þá setti hann repjuolíu á rútuna sem keyrði nemendurna og skálaði við þau þess á milli. Að því loknu sýndu bændurnir á Þorvaldseyri hópnum hvernig olían getur nýst á vélarnar á bænum. „Það merkilega við repjuna er að þetta er olía sem er framleidd á Íslandi og hún gengur vélar,“ segir Jón kampakátur.
Landbúnaður Rangárþing eystra Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira