Brexit: Þingmenn farnir í páskafrí og óljóst hvernig sögunni endalausu lýkur Gígja Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 12:15 Útgöngu Breta var frestað í annað sinn aðfararnótt 11. apríl. Getty/Leon Neal Það ætlar að reynast Bretum þrautin þyngri að ganga úr Evrópusambandinu. Útgöngunni hefur nú verið frestað í annað sinn en Bretland átti að ganga úr sambandinu í dag. Þingmenn eru nú farnir í páskafrí. Fyrst var stefnt að því að ganga úr sambandinu þann 29. mars síðastliðinn. Í kjölfar framlengingu útgöngufrests Evrópuráðsins nú, frá 12. apríl til 31. október, hefur staða Theresu May forsætisráðherra og hvort eða hvenær Bretar gangi úr Evrópusambandinu skýrst örlítið.Segir brýnt að knýja fram samning fyrir kosningar May ávarpaði neðri deild breska þingsins í gær og tjáði þinginu að hún vildi reyna að knýja fram samning um útgöngu fyrir 23. maí eins og hún hefur ítrekað áður. Það væri brýnt að þingið komist að sameiginlegri niðurstöðu áður en gengið verður til kosninga til Evrópuþings. Þær fara fram dagana 23.-26. maí næstkomandi. Í gær var síðasti þingfundur neðri deildar breska þingsins fyrir páskafrí sem hófst í dag. Þingið kemur aftur saman 23. apríl næstkomandi.Skýringarmyndin sýnir fram á mögulegar sviðsmyndir og afleiðingar þeirra. Það sem gæti gerst í framhaldinu eru nokkrar vendingar.Komist þingið að samkomulagi um útgöngusamning fyrir 23. maí, eins og May óskar, ganga þeir úr sambandinu 1. júní næstkomandi. Gangi það ekki eftir taka Bretar þátt í kosningum til Evrópuþings. Það gæti komið til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit eða að boðað verði til þingkosninga. Þá gæti farið svo að May verði bolað úr embætti en ljóst er að hún er völt í sessi. Brugðið getur til beggja vona hvort útgöngusamningur gangi í gegn fyrir 31. október en það veltur á því hvort neðri deildin landi samningi í tæka tíð. Gangi það ekki eftir ganga Bretar úr ESB án samnings eða frestur útgöngu verður lengdur enn á ný. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38 Tusk: „Vinsamlegast sóið ekki tímanum til einskis“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May ávarpar neðri deild þingsins í dag. 11. apríl 2019 12:15 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Það ætlar að reynast Bretum þrautin þyngri að ganga úr Evrópusambandinu. Útgöngunni hefur nú verið frestað í annað sinn en Bretland átti að ganga úr sambandinu í dag. Þingmenn eru nú farnir í páskafrí. Fyrst var stefnt að því að ganga úr sambandinu þann 29. mars síðastliðinn. Í kjölfar framlengingu útgöngufrests Evrópuráðsins nú, frá 12. apríl til 31. október, hefur staða Theresu May forsætisráðherra og hvort eða hvenær Bretar gangi úr Evrópusambandinu skýrst örlítið.Segir brýnt að knýja fram samning fyrir kosningar May ávarpaði neðri deild breska þingsins í gær og tjáði þinginu að hún vildi reyna að knýja fram samning um útgöngu fyrir 23. maí eins og hún hefur ítrekað áður. Það væri brýnt að þingið komist að sameiginlegri niðurstöðu áður en gengið verður til kosninga til Evrópuþings. Þær fara fram dagana 23.-26. maí næstkomandi. Í gær var síðasti þingfundur neðri deildar breska þingsins fyrir páskafrí sem hófst í dag. Þingið kemur aftur saman 23. apríl næstkomandi.Skýringarmyndin sýnir fram á mögulegar sviðsmyndir og afleiðingar þeirra. Það sem gæti gerst í framhaldinu eru nokkrar vendingar.Komist þingið að samkomulagi um útgöngusamning fyrir 23. maí, eins og May óskar, ganga þeir úr sambandinu 1. júní næstkomandi. Gangi það ekki eftir taka Bretar þátt í kosningum til Evrópuþings. Það gæti komið til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit eða að boðað verði til þingkosninga. Þá gæti farið svo að May verði bolað úr embætti en ljóst er að hún er völt í sessi. Brugðið getur til beggja vona hvort útgöngusamningur gangi í gegn fyrir 31. október en það veltur á því hvort neðri deildin landi samningi í tæka tíð. Gangi það ekki eftir ganga Bretar úr ESB án samnings eða frestur útgöngu verður lengdur enn á ný.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38 Tusk: „Vinsamlegast sóið ekki tímanum til einskis“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May ávarpar neðri deild þingsins í dag. 11. apríl 2019 12:15 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38
Tusk: „Vinsamlegast sóið ekki tímanum til einskis“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May ávarpar neðri deild þingsins í dag. 11. apríl 2019 12:15