Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2019 23:55 Það reynist Theresu May þrautin þyngri að ná einhverri niðurstöðu í Brexit. vísir/getty Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. Viðræðurnar, sem hófust á miðvikudag, hafa það að markmiði að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ef marka má fréttir BBC og Guardian eru viðræður flokkanna nú í uppnámi Verkamannaflokkurinn sendi frá sér í yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Theresa May, forsætisráðherra, hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. „Við hvetjum forsætisráðherrann til þess að koma fram með raunverulegar breytingar á samningnum hennar í tilraun til þess að finna aðra leið sem mun njóta stuðnings í þinginu og getur sameinað þjóðina,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði yfirlýsingu Verkamannaflokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Ríkisstjórnin væri tilbúin til þess að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við.Ekki víst að ESB veiti frest til loka júní Sir Keir Starmer, skuggaráðherra Brexit-mála, sagði aftur á móti að ríkisstjórnin legðist gegn öllum breytingartillögum sem lagðar væru til varðandi orðalag útgöngusamningsins. „Málamiðlun kallar á breytingar,“ sagði hann og bætti við að Verkamannaflokkurinn vildi halda viðræðunum áfram. Það þyrfti hins vegar að miðla málum. Eins og staðan er núna á Bretland að yfirgefa Evrópusambandið þann 12. apríl næstkomandi, eða eftir eina viku, og á þingið enn eftir að samþykkja útgöngusamning. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skrifaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, bréf í dag þar sem hún fór fram á að Evrópusambandið samþykki að fresta útgöngu þeirra til 30. júní svo þingmenn geti komið sér saman um útgöngusamning. Var Tusk fyrr í dag sagður ætla að bjóða tólf mánaða frest en bæði Guardian og CNN greina frá því að andstöðu gæti innan ESB við það að Bretar fái lengri frest.Í frétt CNN kemur fram að svo virðist sem enginn stuðningur hafi verið við það á fundi sendiherra ESB í Brussel í dag að veita Bretum frest til 30. júní. Eru sendiherrarnir sagðir hafa sett spurningamerki við það hvers vegna May væri að biðja um frest yfir höfuð og viðruðu Frakkar þá hugmynd að gefa einungis tveggja vikna frest. Hver niðurstaðan verður á eftir að koma í ljós en ef ekkert breytist næstu vikuna ganga Bretar úr ESB þann 12. apríl án útgöngusamnings. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar óska eftir framlengingu á fresti til júníloka Fulltrúar Evrópusambandsins hafa til þessa útilokað að annar skammtímafrestur væri í boði fyrir Bretland. 5. apríl 2019 08:34 Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. Viðræðurnar, sem hófust á miðvikudag, hafa það að markmiði að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ef marka má fréttir BBC og Guardian eru viðræður flokkanna nú í uppnámi Verkamannaflokkurinn sendi frá sér í yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Theresa May, forsætisráðherra, hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. „Við hvetjum forsætisráðherrann til þess að koma fram með raunverulegar breytingar á samningnum hennar í tilraun til þess að finna aðra leið sem mun njóta stuðnings í þinginu og getur sameinað þjóðina,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði yfirlýsingu Verkamannaflokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Ríkisstjórnin væri tilbúin til þess að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við.Ekki víst að ESB veiti frest til loka júní Sir Keir Starmer, skuggaráðherra Brexit-mála, sagði aftur á móti að ríkisstjórnin legðist gegn öllum breytingartillögum sem lagðar væru til varðandi orðalag útgöngusamningsins. „Málamiðlun kallar á breytingar,“ sagði hann og bætti við að Verkamannaflokkurinn vildi halda viðræðunum áfram. Það þyrfti hins vegar að miðla málum. Eins og staðan er núna á Bretland að yfirgefa Evrópusambandið þann 12. apríl næstkomandi, eða eftir eina viku, og á þingið enn eftir að samþykkja útgöngusamning. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skrifaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, bréf í dag þar sem hún fór fram á að Evrópusambandið samþykki að fresta útgöngu þeirra til 30. júní svo þingmenn geti komið sér saman um útgöngusamning. Var Tusk fyrr í dag sagður ætla að bjóða tólf mánaða frest en bæði Guardian og CNN greina frá því að andstöðu gæti innan ESB við það að Bretar fái lengri frest.Í frétt CNN kemur fram að svo virðist sem enginn stuðningur hafi verið við það á fundi sendiherra ESB í Brussel í dag að veita Bretum frest til 30. júní. Eru sendiherrarnir sagðir hafa sett spurningamerki við það hvers vegna May væri að biðja um frest yfir höfuð og viðruðu Frakkar þá hugmynd að gefa einungis tveggja vikna frest. Hver niðurstaðan verður á eftir að koma í ljós en ef ekkert breytist næstu vikuna ganga Bretar úr ESB þann 12. apríl án útgöngusamnings.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar óska eftir framlengingu á fresti til júníloka Fulltrúar Evrópusambandsins hafa til þessa útilokað að annar skammtímafrestur væri í boði fyrir Bretland. 5. apríl 2019 08:34 Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Bretar óska eftir framlengingu á fresti til júníloka Fulltrúar Evrópusambandsins hafa til þessa útilokað að annar skammtímafrestur væri í boði fyrir Bretland. 5. apríl 2019 08:34
Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11