Ætla aldrei að gefast upp í skattaslagnum Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2019 18:01 Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins. AP/Evan Vucci Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði aldrei gerði opinberar, sama hvað Demókratar reyna. Hann sagði kjósendur hafa ákveðið í kosningunum árið 2016 að þeim væri sama hvað kæmi fram í þeim. „Kjósendur vissu að forsetinn gæti opinberað skattskýrslur sínar. Þau vissu að hann gerði það ekki og þau kusu hann samt,“ sagði Mulvaney á Fox í dag.Richard Neal, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar þingsins, hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu skattskýrsla Trump sex ár aftur í tímann. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Allir forsetar síðustu fimmtíu ára hafa hins vegar gert það, að Trump undanskildum. Trump heldur því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Starfsmenn Skattstofunnar hafa þó gefið út að slík rannsókn ætti ekki að koma í veg fyrir að borgarar opinberi skattskýrslur sínar. Demókratar segjast þó ekki ætla að opinbera skattskýrslurnar.Sjá einnig: Fyrstu höggin dynja í skattaslagnumJay Sekulow, persónulegur lögmaður Trump, hafa sagt að ef Skattsofa Bandaríkjanna lætur skattskýrslurnar af hendi væri það „hættulegt fordæmi“. Hann segir að Repúblikanaflokkurinn gæti þá gert hið sama við aðra seinna meir.Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem veitir formanni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, til að biðja um skattskýrslur allra skattgreiðanda. Lögin segja einnig til um að sé skattgreiðandinn sem um ræðir mótfallinn því að skýrslurnar séu opinberaðar eigi að kynna þingmönnum þær á lokuðum fundi. Mulvaney sagði í dag að lögin væru þó ekki ætluð til persónuárása. Demókratar segja að ekki sé um árásir á ræða á Trump, heldur eigi borgarar rétt á því að vita hvort að eigin hagsmunir forseta Bandaríkjanna hafi áhrif á ákvörðunartöku þeirra. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði aldrei gerði opinberar, sama hvað Demókratar reyna. Hann sagði kjósendur hafa ákveðið í kosningunum árið 2016 að þeim væri sama hvað kæmi fram í þeim. „Kjósendur vissu að forsetinn gæti opinberað skattskýrslur sínar. Þau vissu að hann gerði það ekki og þau kusu hann samt,“ sagði Mulvaney á Fox í dag.Richard Neal, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar þingsins, hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu skattskýrsla Trump sex ár aftur í tímann. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Allir forsetar síðustu fimmtíu ára hafa hins vegar gert það, að Trump undanskildum. Trump heldur því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Starfsmenn Skattstofunnar hafa þó gefið út að slík rannsókn ætti ekki að koma í veg fyrir að borgarar opinberi skattskýrslur sínar. Demókratar segjast þó ekki ætla að opinbera skattskýrslurnar.Sjá einnig: Fyrstu höggin dynja í skattaslagnumJay Sekulow, persónulegur lögmaður Trump, hafa sagt að ef Skattsofa Bandaríkjanna lætur skattskýrslurnar af hendi væri það „hættulegt fordæmi“. Hann segir að Repúblikanaflokkurinn gæti þá gert hið sama við aðra seinna meir.Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem veitir formanni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, til að biðja um skattskýrslur allra skattgreiðanda. Lögin segja einnig til um að sé skattgreiðandinn sem um ræðir mótfallinn því að skýrslurnar séu opinberaðar eigi að kynna þingmönnum þær á lokuðum fundi. Mulvaney sagði í dag að lögin væru þó ekki ætluð til persónuárása. Demókratar segja að ekki sé um árásir á ræða á Trump, heldur eigi borgarar rétt á því að vita hvort að eigin hagsmunir forseta Bandaríkjanna hafi áhrif á ákvörðunartöku þeirra.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47
Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00