Ætla aldrei að gefast upp í skattaslagnum Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2019 18:01 Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins. AP/Evan Vucci Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði aldrei gerði opinberar, sama hvað Demókratar reyna. Hann sagði kjósendur hafa ákveðið í kosningunum árið 2016 að þeim væri sama hvað kæmi fram í þeim. „Kjósendur vissu að forsetinn gæti opinberað skattskýrslur sínar. Þau vissu að hann gerði það ekki og þau kusu hann samt,“ sagði Mulvaney á Fox í dag.Richard Neal, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar þingsins, hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu skattskýrsla Trump sex ár aftur í tímann. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Allir forsetar síðustu fimmtíu ára hafa hins vegar gert það, að Trump undanskildum. Trump heldur því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Starfsmenn Skattstofunnar hafa þó gefið út að slík rannsókn ætti ekki að koma í veg fyrir að borgarar opinberi skattskýrslur sínar. Demókratar segjast þó ekki ætla að opinbera skattskýrslurnar.Sjá einnig: Fyrstu höggin dynja í skattaslagnumJay Sekulow, persónulegur lögmaður Trump, hafa sagt að ef Skattsofa Bandaríkjanna lætur skattskýrslurnar af hendi væri það „hættulegt fordæmi“. Hann segir að Repúblikanaflokkurinn gæti þá gert hið sama við aðra seinna meir.Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem veitir formanni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, til að biðja um skattskýrslur allra skattgreiðanda. Lögin segja einnig til um að sé skattgreiðandinn sem um ræðir mótfallinn því að skýrslurnar séu opinberaðar eigi að kynna þingmönnum þær á lokuðum fundi. Mulvaney sagði í dag að lögin væru þó ekki ætluð til persónuárása. Demókratar segja að ekki sé um árásir á ræða á Trump, heldur eigi borgarar rétt á því að vita hvort að eigin hagsmunir forseta Bandaríkjanna hafi áhrif á ákvörðunartöku þeirra. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði aldrei gerði opinberar, sama hvað Demókratar reyna. Hann sagði kjósendur hafa ákveðið í kosningunum árið 2016 að þeim væri sama hvað kæmi fram í þeim. „Kjósendur vissu að forsetinn gæti opinberað skattskýrslur sínar. Þau vissu að hann gerði það ekki og þau kusu hann samt,“ sagði Mulvaney á Fox í dag.Richard Neal, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar þingsins, hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu skattskýrsla Trump sex ár aftur í tímann. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Allir forsetar síðustu fimmtíu ára hafa hins vegar gert það, að Trump undanskildum. Trump heldur því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Starfsmenn Skattstofunnar hafa þó gefið út að slík rannsókn ætti ekki að koma í veg fyrir að borgarar opinberi skattskýrslur sínar. Demókratar segjast þó ekki ætla að opinbera skattskýrslurnar.Sjá einnig: Fyrstu höggin dynja í skattaslagnumJay Sekulow, persónulegur lögmaður Trump, hafa sagt að ef Skattsofa Bandaríkjanna lætur skattskýrslurnar af hendi væri það „hættulegt fordæmi“. Hann segir að Repúblikanaflokkurinn gæti þá gert hið sama við aðra seinna meir.Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem veitir formanni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, til að biðja um skattskýrslur allra skattgreiðanda. Lögin segja einnig til um að sé skattgreiðandinn sem um ræðir mótfallinn því að skýrslurnar séu opinberaðar eigi að kynna þingmönnum þær á lokuðum fundi. Mulvaney sagði í dag að lögin væru þó ekki ætluð til persónuárása. Demókratar segja að ekki sé um árásir á ræða á Trump, heldur eigi borgarar rétt á því að vita hvort að eigin hagsmunir forseta Bandaríkjanna hafi áhrif á ákvörðunartöku þeirra.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47
Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00