Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2019 23:28 Theresa May og Jean-Claude Juncker. AP/Vincent Kessler Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Samkvæmt David Lidington, ráðherra May, felur samkomulagið í sér að ESB geti í raun ekki bundið Bretland innan tollasamstarfs sambandsins. May flaug óvænt til Strasbourg í dag í aðdraganda þess að breskir þingmenn munu kjósa um Brexit-samning hennar á morgun. Þingmenn hafa hafnað samningnum áður. Eftir að Lidington tilkynnti samkomulagið sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, að val þingmanna væri ljóst. Það væri að samþykkja samninginn, því annars væri mögulegt að ekki yrði af Brexit. Áætlað er að Bretland fari úr Evrópusambandinu þann 29. mars.Our agreement provides meaningful clarifications & legal guarantees to the Withdrawal Agreement & #backstop. The choice is clear: it is this deal, or #Brexit may not happen at all. Let’s bring the UK’s withdrawal to an orderly end. We owe it to history. https://t.co/lfy9eehEZipic.twitter.com/XCqcLwZV7V — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) March 11, 2019 Í janúar þegar síðast voru greidd atkvæði um Brexit-samning á breska þinginu beið forsætisráðherrann afhroð. 432 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum og einungis 202 greiddu atkvæði með honum. Það var stærsti ósigur forsætisráðherra Bretlands í sögu þingsins. Það sem hefur staðið hvað helst í þingmönnum Bretlands er hvað verður um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tolleftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020, eða jafnvel aldrei, og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB þar til langtímalausn finnist. Hvort sem hún felist í nýjum fríverslunarsamningi eða ekki. Fyrirkomulag þetta kallast á ensku „Backstop plan“. Nýja samkomulag May og framkvæmdastjórnarinnar felur í sér að reyni ESB að þvinga Breta til að vera áfram innan tollasamstarfsins hafi Bretar leiðir til að koma í veg fyrir það, eða því heldur Lidington fram allavega. Miðað við fyrstu viðbrögð stjórnarandstöðunnar í Bretlandi þykir það ekki ljóst. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Samkvæmt David Lidington, ráðherra May, felur samkomulagið í sér að ESB geti í raun ekki bundið Bretland innan tollasamstarfs sambandsins. May flaug óvænt til Strasbourg í dag í aðdraganda þess að breskir þingmenn munu kjósa um Brexit-samning hennar á morgun. Þingmenn hafa hafnað samningnum áður. Eftir að Lidington tilkynnti samkomulagið sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, að val þingmanna væri ljóst. Það væri að samþykkja samninginn, því annars væri mögulegt að ekki yrði af Brexit. Áætlað er að Bretland fari úr Evrópusambandinu þann 29. mars.Our agreement provides meaningful clarifications & legal guarantees to the Withdrawal Agreement & #backstop. The choice is clear: it is this deal, or #Brexit may not happen at all. Let’s bring the UK’s withdrawal to an orderly end. We owe it to history. https://t.co/lfy9eehEZipic.twitter.com/XCqcLwZV7V — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) March 11, 2019 Í janúar þegar síðast voru greidd atkvæði um Brexit-samning á breska þinginu beið forsætisráðherrann afhroð. 432 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum og einungis 202 greiddu atkvæði með honum. Það var stærsti ósigur forsætisráðherra Bretlands í sögu þingsins. Það sem hefur staðið hvað helst í þingmönnum Bretlands er hvað verður um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tolleftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020, eða jafnvel aldrei, og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB þar til langtímalausn finnist. Hvort sem hún felist í nýjum fríverslunarsamningi eða ekki. Fyrirkomulag þetta kallast á ensku „Backstop plan“. Nýja samkomulag May og framkvæmdastjórnarinnar felur í sér að reyni ESB að þvinga Breta til að vera áfram innan tollasamstarfsins hafi Bretar leiðir til að koma í veg fyrir það, eða því heldur Lidington fram allavega. Miðað við fyrstu viðbrögð stjórnarandstöðunnar í Bretlandi þykir það ekki ljóst.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Sjá meira