Vann ríkið sjálfur í máli um hús sem hann fékk ekki að rífa Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2019 16:19 Holtsgata 5 í Reykjavík. Skjáskot/ja.is Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið sé bótaskylt vegna friðaðs einbýlishúss að Holtsgötu í Reykjavík sem ekki mátti rífa þrátt fyrir að deiliskipulag kveði á um slíkt. Eigandi hússins, sem er ólöglærður, flutti málið sjálfur fyrir dómi en hann taldi að brotið hefði verið á eignarrétti sínum með lögum um menningarminjar sem tóku gildi árið 2013. Kærði skipulagið en byggingarrétturinn þó huggun Tildrög málsins eru þau að þann 17. febrúar 2005 samþykkti borgarráð Reykjavíkur deiliskipulag um svokallaðan Holtsgötureit, en þar stendur hús mannsins. Deiluskipulagið jók byggingarmagn á lóðinni umtalsvert en móðir eigandans, þáverandi eigandi hússins, felldi sig þó ekki við skipulagið vegna fyrirætlana um byggingu fjölbýlishúss á næstu lóð. Kærði hún því deiliskipulagið en Hæstiréttur féllst að endingu ekki á það með henni að hún ætti rétt á bótum vegna þess. Sjá einnig: Vilja 435 milljónir í bætur vegna friðunar Eigandi hússins sagði dóm Hæstaréttar hafa valdið móður sinni, sem lést árið 2015, vonbrigðum en hún hafi huggað sig við að sá byggingarréttur sem deiliskipulagið hefði veitt henni væri ákveðin sárabót. Þessi verðmæti hefðu íslenska ríkið og Minjastofnun aftur á móti svipt móður hans, og síðar hann sjálfan, með setningu laga um menningarminjar og framkvæmd á þeim lögum. Sendu fasteignasölunni tölvupóstÁrið 2015 var fasteignin að Holtsgötu 5 svo sett á sölu en samkvæmt upplýsingum úr opinberum skrám var húsið byggt árið 1904. Vikið var að því í auglýsingu um fasteignina að heimilt væri samkvæmt deiliskipulagi að rífa húsið. Þann 17. nóvember 2015 barst fasteignasölunni hins vegar tölvupóstur frá Minjastofnun þar sem vakin var athygli á því að stofnunin myndi hvorki veita heimild til niðurrifs á húsinu né afnema friðun þess. Í framhaldinu stóð dánarbú móður eigandans í bréfaskiptum við Minjastofnun Íslands og fór fram á bætur og síðar afnám friðunar á Holtsgötu 5. Minjastofnun hafnaði beiðni um afnám friðunar hússins og að um bótaskyldu væri til að dreifa. Í júlí sama ár kærði dánarbúið ákvarðanir Minjastofnunar til forsætisráðuneytisins, sem staðfesti umræddar ákvarðanir stofnunarinnar í desember. Ljóst að ekki nægði að byggja við húsiðLitið var til þess fyrir dómi að einbýlishúsið að Holtsgötu 5 er 96,9 fermetrar. Samkvæmt deiliskipulaginu mátti rífa húsið og byggja nýtt hús, en það mátti þó ekki vera stærra en 235 fermetrar. Sá byggingarreitur liggi nánast að öllu leyti á þeim stað lóðarinnar þar sem hús mannsins stendur nú. Var því fallist á það að fjarlægja þyrfti eldra hús hans af lóðinni til að nýta mætti til fulls leyfilegt byggingarmagn samkvæmt deiliskipulaginu. Í þessum efnum myndi því ekki nægja eiganda hússins að byggja við húsið, ólíkt því sem ríkið og Minjastofnun héldu fram. Þannig var talið sýnt fram á að eigandinn verði fyrir tjóni með því að geta ekki nýtt sér heimildir samkvæmt samþykktu deiliskipulagi. Féllst héraðsdómur því á kröfu hans um viðurkenningu á skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins. Hins vegar vísaði dómurinn frá kröfu um að íslenska ríkið og Minjastofnun hafi verið sameiginlega bótaskyld vegna tjóns af völdum stjórnsýslumeðferðar við ráðstöfun fasteignarinnar. Íslenska ríkið og Minjastofnun voru þannig dæmd til að greiða stefnanda 1,2 milljón krónur í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Vilja 435 milljónir í bætur vegna friðunar Forsætisráðuneytið hafnaði í gær bótakröfu tveggja húseigenda vegna friðunar á tveimur húsum hér í borg. Samanlögð bótakrafa hljóðaði upp á um 435 milljónir króna. 13. desember 2016 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið sé bótaskylt vegna friðaðs einbýlishúss að Holtsgötu í Reykjavík sem ekki mátti rífa þrátt fyrir að deiliskipulag kveði á um slíkt. Eigandi hússins, sem er ólöglærður, flutti málið sjálfur fyrir dómi en hann taldi að brotið hefði verið á eignarrétti sínum með lögum um menningarminjar sem tóku gildi árið 2013. Kærði skipulagið en byggingarrétturinn þó huggun Tildrög málsins eru þau að þann 17. febrúar 2005 samþykkti borgarráð Reykjavíkur deiliskipulag um svokallaðan Holtsgötureit, en þar stendur hús mannsins. Deiluskipulagið jók byggingarmagn á lóðinni umtalsvert en móðir eigandans, þáverandi eigandi hússins, felldi sig þó ekki við skipulagið vegna fyrirætlana um byggingu fjölbýlishúss á næstu lóð. Kærði hún því deiliskipulagið en Hæstiréttur féllst að endingu ekki á það með henni að hún ætti rétt á bótum vegna þess. Sjá einnig: Vilja 435 milljónir í bætur vegna friðunar Eigandi hússins sagði dóm Hæstaréttar hafa valdið móður sinni, sem lést árið 2015, vonbrigðum en hún hafi huggað sig við að sá byggingarréttur sem deiliskipulagið hefði veitt henni væri ákveðin sárabót. Þessi verðmæti hefðu íslenska ríkið og Minjastofnun aftur á móti svipt móður hans, og síðar hann sjálfan, með setningu laga um menningarminjar og framkvæmd á þeim lögum. Sendu fasteignasölunni tölvupóstÁrið 2015 var fasteignin að Holtsgötu 5 svo sett á sölu en samkvæmt upplýsingum úr opinberum skrám var húsið byggt árið 1904. Vikið var að því í auglýsingu um fasteignina að heimilt væri samkvæmt deiliskipulagi að rífa húsið. Þann 17. nóvember 2015 barst fasteignasölunni hins vegar tölvupóstur frá Minjastofnun þar sem vakin var athygli á því að stofnunin myndi hvorki veita heimild til niðurrifs á húsinu né afnema friðun þess. Í framhaldinu stóð dánarbú móður eigandans í bréfaskiptum við Minjastofnun Íslands og fór fram á bætur og síðar afnám friðunar á Holtsgötu 5. Minjastofnun hafnaði beiðni um afnám friðunar hússins og að um bótaskyldu væri til að dreifa. Í júlí sama ár kærði dánarbúið ákvarðanir Minjastofnunar til forsætisráðuneytisins, sem staðfesti umræddar ákvarðanir stofnunarinnar í desember. Ljóst að ekki nægði að byggja við húsiðLitið var til þess fyrir dómi að einbýlishúsið að Holtsgötu 5 er 96,9 fermetrar. Samkvæmt deiliskipulaginu mátti rífa húsið og byggja nýtt hús, en það mátti þó ekki vera stærra en 235 fermetrar. Sá byggingarreitur liggi nánast að öllu leyti á þeim stað lóðarinnar þar sem hús mannsins stendur nú. Var því fallist á það að fjarlægja þyrfti eldra hús hans af lóðinni til að nýta mætti til fulls leyfilegt byggingarmagn samkvæmt deiliskipulaginu. Í þessum efnum myndi því ekki nægja eiganda hússins að byggja við húsið, ólíkt því sem ríkið og Minjastofnun héldu fram. Þannig var talið sýnt fram á að eigandinn verði fyrir tjóni með því að geta ekki nýtt sér heimildir samkvæmt samþykktu deiliskipulagi. Féllst héraðsdómur því á kröfu hans um viðurkenningu á skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins. Hins vegar vísaði dómurinn frá kröfu um að íslenska ríkið og Minjastofnun hafi verið sameiginlega bótaskyld vegna tjóns af völdum stjórnsýslumeðferðar við ráðstöfun fasteignarinnar. Íslenska ríkið og Minjastofnun voru þannig dæmd til að greiða stefnanda 1,2 milljón krónur í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Vilja 435 milljónir í bætur vegna friðunar Forsætisráðuneytið hafnaði í gær bótakröfu tveggja húseigenda vegna friðunar á tveimur húsum hér í borg. Samanlögð bótakrafa hljóðaði upp á um 435 milljónir króna. 13. desember 2016 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Vilja 435 milljónir í bætur vegna friðunar Forsætisráðuneytið hafnaði í gær bótakröfu tveggja húseigenda vegna friðunar á tveimur húsum hér í borg. Samanlögð bótakrafa hljóðaði upp á um 435 milljónir króna. 13. desember 2016 07:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent