Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. nóvember 2025 21:31 Til stendur að láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu um að Sýn beri að leyfa Símanum að dreifa opinni sjónvarpsstöð Sýnar á lokuðu kerfi Símans án endurgjalds. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Sýnar hf. ætla að láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu um að heimila Símanum að dreifa opinni línulegri dagskrá Sýnar, á grundvelli þeirra úrræða sem lög leyfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Fjarskiptastofa komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að Sýn beri að leyfa Símanum að dreifa opinni sjónvarpsstöð Sýnar á lokuðu kerfi Símans án nokkurs endurgjalds. Telja alvarlegt að Fjarskiptastofa upplýsi um fjárhæðir viðskiptasamninga Í tilkynningu Sýnar segir að í gær hafi birst á vef Ríkisútvarpsins frétt undir yfirskriftinni „Hafa borgað Símanum tugi milljóna fyrir dreifingu en vildu nú rukka fyrir hana“. Frétt Ríkisútvarpsins byggir á tilkynningu frá Fjarskiptastofu þess efnis, en Sýn gerir alvarlegar athugasemdir við að Fjarskiptastofa opinberi upplýsingar sem þessar. „Það er alvarlegt áhyggjuefni að Fjarskiptastofa kjósi að upplýsa opinberlega um fjárhæðir í viðskiptasamningum milli Símans og Sýnar. Slíkar upplýsingar eru viðkvæm viðskiptaleyndarmál. Er þetta því miður ekki eina dæmið um hvernig stofnunin misfer með trúnaðarupplýsingar þannig að varði við lög,“ stendur í tilkynningu Sýnar. „Sýnu verr er að upplýsingarnar eru auk þess rangar og afar villandi Ákvörðun Fjarskiptastofu snýst um eina línulega opna rás á meðan greiðslur sem hafa farið á milli fyrirtækjanna eru fyrir allt línulegt og ólínulegt efni, þ.e. allar áskriftarrásir í sporti, allar fjölvarpsrásir, auk ólínulegs efnis á Sýn +.“ Óviðeigandi framganga stjórnvalds Einnig sé það líklega einsdæmi að eftirlitsstofnun noti opinberar tilkynningar til að ráðast að aðila máls með gífuryrðum. „Umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað gert athugasemdir við að stjórnvöld „hrósi sigri“ eða gangi fram með áberandi hætti í fjölmiðlum í kjölfar ákvarðana sinna. Vönduð stjórnsýsla krefst hlutleysis og hófsemi.“ „Þegar stjórnvald telur þörf á að verja yfir 200 blaðsíðna ákvörðun með upphrópunum í fréttatilkynningu, bendir það óneitanlega til veiks málsstaðar. Ákvörðunin ætti að tala sínu máli án PR-herferðar af hálfu ríkisstofnunar.“ Þá segir að Sýn muni ekki una því að verðmætum höfundaréttarvörðum eignum Sýnar sé ráðstafað með þessum hætti og muni fyrirtækið því láta reyna ða lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu á grundvelli þeirra úrræða sem lög leyfa. Vísir er í eigu Sýnar Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Fjarskiptastofa komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að Sýn beri að leyfa Símanum að dreifa opinni sjónvarpsstöð Sýnar á lokuðu kerfi Símans án nokkurs endurgjalds. Telja alvarlegt að Fjarskiptastofa upplýsi um fjárhæðir viðskiptasamninga Í tilkynningu Sýnar segir að í gær hafi birst á vef Ríkisútvarpsins frétt undir yfirskriftinni „Hafa borgað Símanum tugi milljóna fyrir dreifingu en vildu nú rukka fyrir hana“. Frétt Ríkisútvarpsins byggir á tilkynningu frá Fjarskiptastofu þess efnis, en Sýn gerir alvarlegar athugasemdir við að Fjarskiptastofa opinberi upplýsingar sem þessar. „Það er alvarlegt áhyggjuefni að Fjarskiptastofa kjósi að upplýsa opinberlega um fjárhæðir í viðskiptasamningum milli Símans og Sýnar. Slíkar upplýsingar eru viðkvæm viðskiptaleyndarmál. Er þetta því miður ekki eina dæmið um hvernig stofnunin misfer með trúnaðarupplýsingar þannig að varði við lög,“ stendur í tilkynningu Sýnar. „Sýnu verr er að upplýsingarnar eru auk þess rangar og afar villandi Ákvörðun Fjarskiptastofu snýst um eina línulega opna rás á meðan greiðslur sem hafa farið á milli fyrirtækjanna eru fyrir allt línulegt og ólínulegt efni, þ.e. allar áskriftarrásir í sporti, allar fjölvarpsrásir, auk ólínulegs efnis á Sýn +.“ Óviðeigandi framganga stjórnvalds Einnig sé það líklega einsdæmi að eftirlitsstofnun noti opinberar tilkynningar til að ráðast að aðila máls með gífuryrðum. „Umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað gert athugasemdir við að stjórnvöld „hrósi sigri“ eða gangi fram með áberandi hætti í fjölmiðlum í kjölfar ákvarðana sinna. Vönduð stjórnsýsla krefst hlutleysis og hófsemi.“ „Þegar stjórnvald telur þörf á að verja yfir 200 blaðsíðna ákvörðun með upphrópunum í fréttatilkynningu, bendir það óneitanlega til veiks málsstaðar. Ákvörðunin ætti að tala sínu máli án PR-herferðar af hálfu ríkisstofnunar.“ Þá segir að Sýn muni ekki una því að verðmætum höfundaréttarvörðum eignum Sýnar sé ráðstafað með þessum hætti og muni fyrirtækið því láta reyna ða lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu á grundvelli þeirra úrræða sem lög leyfa. Vísir er í eigu Sýnar
Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira