Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2025 13:41 Páll Þórhallsson er skrifstofustjóri skrifstofu stjórnskipunar í forsætisráðuneytinu. Lögreglan Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, er tæplega 600 þúsund krónum fátækari eftir að Landsréttur sýknaði Landsbankann af kröfu hans um að fá debetkortafærslu bakfærða. Páll tapaði greiðslukorti sínu í París í Frakklandi og óprúttnir aðilar náðu tæpum 600 þúsund krónum út af reikningi hans. Landsréttur taldi Pál hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og Landsbankinn þyrfti því ekki að endurgreiða honum fjármunina. Héraðsdómur hafði áður komist að gagnstæðri niðurstöðu. Í dómi Landsréttar segir að atvik málsins byggi fyrst og fremst á lýsingu Páls á því sem átti sér stað umrætt sinn. Hann hafi lýst atvikum þannig að hann hafi verið í miðborg Parísar aðfaranótt laugardagsins í janúar 2023. Þar hafi hann hitt ungan mann en þeir báðir hafi verið að reyna að komast inn á sama skemmtistað. Töluverð þvaga hafi verið fyrir utan staðinn og ungi maðurinn stungið upp á því að þeir færu í staðinn á öldurhús í nágrenninu. Á leið þangað hafi ungi maðurinn sagt að hann þyrfti að greiða í stöðumæli en þar sem mælirinn hafi ekki tekið við reiðufé hafi hann farið þess á leit við Pál að greiða fyrir sig í mælinn með greiðslukorti. Páll hafi ákveðið að gera það og notað debetkort sitt og PIN-númer. Hafi hann gætt að því að enginn sæi PIN-númerið þegar hann sló það inn. Að því loknu hafi þeir haldið áfram göngu sinni. Í því hafi borið að annan ungan mann sem slegist hafi í hópinn. Þegar þeir komu að öldurhúsinu hafi sá fyrrnefndi sagt að svo virtist sem búið væri að loka staðnum. Hafi hann sagst ætla að ná í bifreið sína og í framhaldi horfið á braut. Sá síðari hafi farið og Páll hvorugan séð eftir það. Samkvæmt bankayfirliti hafi Páll greitt í áðurnefndan stöðumæli klukkan 01.44 þessa nótt, en hinar óheimiluðu úttektir hafi átt sér stað á tímabilinu frá klukkan 02.10 til klukkan 06.35. Hið stolna debetkort hafi hann geymt í sérstakri buddu í utanáliggjandi hliðarvasa sem rennt var fyrir. Gáleysi eða ekki? Landsbankinn hafi neitað greiðsluskyldu á þeim forsendum að Páll hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi umrætt sinn við meðferð debetkortsins og öryggisskilríkja. Af þeim sökum og í samræmi við lög um greiðsluskyldu og viðskiptaskilmála Landsbankans sem í gildi voru á þessum tíma verði Páll sjálfur að bera ábyrgð á notkun debetkortsins og öryggisskilríkja. Páll hafi aftur á móti byggt á því að hann hafi fullnægt þeim skyldum sem lög um greiðsluþjónustu leggi á notanda greiðsluþjónustu í tilvikum sem þessum og hann hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi umrætt sinn. Ákvæði almennra viðskiptaskilmála áfrýjanda sem Landsbankinn vísi til gangi lengra en umrædd lög að því er varði mat á sök vegna glataðra öryggisskilríkja og hafi þar af leiðandi takmarkaða þýðingu við úrlausn málsins. Greiðsluskylda Landsbankans væri ótvíræð. Gætti kortsins og PIN-númersins ekki nægilega vel Í niðurstöðukafla dómsins segir að viðeigandi öryggisráðstafanir í skilningi laga um greiðsluþjónustu og viðskiptaskilmála Landsbankans byggja á mati á aðstæðum hverju sinni. Páll hafi staðhæft að debetkortið sem þriðji maður komst yfir hafi verið í sérstakri buddu í utanáliggjandi hliðarvasa sem rennt var fyrir. Hann átti sig ekki á því hvernig sá maður komst einnig yfir PIN-númer hans. Við annað en þessa frásögn Páls sé ekki að styðjast í því efni. Við úttekt af debetkortinu síðar um nóttina hafi PIN-númer Páls, sem í merkingu laganna sé sterk sannvottun viðskiptavinar, verið notað. Eins og þessum atvikum háttar þyki rétt að leggja til grundvallar að Páll hafi, eftir því sem honum er unnt, upplýst á fullnægjandi hátt um aðdraganda hinna óheimilu úttekta af reikningi sínum, Eins og Páll hafi sjálfur lýst þessum atvikum verði lagt til grundvallar að hann hafi í ljósi aðstæðna sýnt af sér stórfellt gáleysi við notkun og varðveislu debetkortsins og öryggisskilríkjanna. „Því til samræmis verður honum gert að bera tjón sem rekja má til hinna óheimilu úttekta sjálfur. Sé horft til framangreindra atvika og eðlis persónubundinna öryggisskilríkja kortsins, þykir rétt að stefndi beri sjálfur allt tjón sem rekja má til úttektanna.“ Því hafi Landsbankinn verið sýknaður af kröfum Páls. Fékk gjafsókn Athygli vekur að málskostnaður milli aðila var felldur niður og allur gjafsóknarkostnaður Páls greiðist úr ríkissjóði. Almennt viðmið við að ríkissjóður greiði gjafsóknarkostnað fólks er að viðkomandi hafi árstekjur undir fimm milljónum króna eða heimilistekjur undir 7,5 milljónum króna. Aftur á móti vann Páll málið í héraði og heimilt er að veita gjafsókn ef mál eru metin sem svo að þau hafi almennt gildi, burtséð frá fjárhag viðkomandi. Heimildir Vísis herma að svo hafi verið í tilviki Páls. Dómsmál Greiðslumiðlun Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Frakkland Ferðalög Neytendur Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Í dómi Landsréttar segir að atvik málsins byggi fyrst og fremst á lýsingu Páls á því sem átti sér stað umrætt sinn. Hann hafi lýst atvikum þannig að hann hafi verið í miðborg Parísar aðfaranótt laugardagsins í janúar 2023. Þar hafi hann hitt ungan mann en þeir báðir hafi verið að reyna að komast inn á sama skemmtistað. Töluverð þvaga hafi verið fyrir utan staðinn og ungi maðurinn stungið upp á því að þeir færu í staðinn á öldurhús í nágrenninu. Á leið þangað hafi ungi maðurinn sagt að hann þyrfti að greiða í stöðumæli en þar sem mælirinn hafi ekki tekið við reiðufé hafi hann farið þess á leit við Pál að greiða fyrir sig í mælinn með greiðslukorti. Páll hafi ákveðið að gera það og notað debetkort sitt og PIN-númer. Hafi hann gætt að því að enginn sæi PIN-númerið þegar hann sló það inn. Að því loknu hafi þeir haldið áfram göngu sinni. Í því hafi borið að annan ungan mann sem slegist hafi í hópinn. Þegar þeir komu að öldurhúsinu hafi sá fyrrnefndi sagt að svo virtist sem búið væri að loka staðnum. Hafi hann sagst ætla að ná í bifreið sína og í framhaldi horfið á braut. Sá síðari hafi farið og Páll hvorugan séð eftir það. Samkvæmt bankayfirliti hafi Páll greitt í áðurnefndan stöðumæli klukkan 01.44 þessa nótt, en hinar óheimiluðu úttektir hafi átt sér stað á tímabilinu frá klukkan 02.10 til klukkan 06.35. Hið stolna debetkort hafi hann geymt í sérstakri buddu í utanáliggjandi hliðarvasa sem rennt var fyrir. Gáleysi eða ekki? Landsbankinn hafi neitað greiðsluskyldu á þeim forsendum að Páll hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi umrætt sinn við meðferð debetkortsins og öryggisskilríkja. Af þeim sökum og í samræmi við lög um greiðsluskyldu og viðskiptaskilmála Landsbankans sem í gildi voru á þessum tíma verði Páll sjálfur að bera ábyrgð á notkun debetkortsins og öryggisskilríkja. Páll hafi aftur á móti byggt á því að hann hafi fullnægt þeim skyldum sem lög um greiðsluþjónustu leggi á notanda greiðsluþjónustu í tilvikum sem þessum og hann hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi umrætt sinn. Ákvæði almennra viðskiptaskilmála áfrýjanda sem Landsbankinn vísi til gangi lengra en umrædd lög að því er varði mat á sök vegna glataðra öryggisskilríkja og hafi þar af leiðandi takmarkaða þýðingu við úrlausn málsins. Greiðsluskylda Landsbankans væri ótvíræð. Gætti kortsins og PIN-númersins ekki nægilega vel Í niðurstöðukafla dómsins segir að viðeigandi öryggisráðstafanir í skilningi laga um greiðsluþjónustu og viðskiptaskilmála Landsbankans byggja á mati á aðstæðum hverju sinni. Páll hafi staðhæft að debetkortið sem þriðji maður komst yfir hafi verið í sérstakri buddu í utanáliggjandi hliðarvasa sem rennt var fyrir. Hann átti sig ekki á því hvernig sá maður komst einnig yfir PIN-númer hans. Við annað en þessa frásögn Páls sé ekki að styðjast í því efni. Við úttekt af debetkortinu síðar um nóttina hafi PIN-númer Páls, sem í merkingu laganna sé sterk sannvottun viðskiptavinar, verið notað. Eins og þessum atvikum háttar þyki rétt að leggja til grundvallar að Páll hafi, eftir því sem honum er unnt, upplýst á fullnægjandi hátt um aðdraganda hinna óheimilu úttekta af reikningi sínum, Eins og Páll hafi sjálfur lýst þessum atvikum verði lagt til grundvallar að hann hafi í ljósi aðstæðna sýnt af sér stórfellt gáleysi við notkun og varðveislu debetkortsins og öryggisskilríkjanna. „Því til samræmis verður honum gert að bera tjón sem rekja má til hinna óheimilu úttekta sjálfur. Sé horft til framangreindra atvika og eðlis persónubundinna öryggisskilríkja kortsins, þykir rétt að stefndi beri sjálfur allt tjón sem rekja má til úttektanna.“ Því hafi Landsbankinn verið sýknaður af kröfum Páls. Fékk gjafsókn Athygli vekur að málskostnaður milli aðila var felldur niður og allur gjafsóknarkostnaður Páls greiðist úr ríkissjóði. Almennt viðmið við að ríkissjóður greiði gjafsóknarkostnað fólks er að viðkomandi hafi árstekjur undir fimm milljónum króna eða heimilistekjur undir 7,5 milljónum króna. Aftur á móti vann Páll málið í héraði og heimilt er að veita gjafsókn ef mál eru metin sem svo að þau hafi almennt gildi, burtséð frá fjárhag viðkomandi. Heimildir Vísis herma að svo hafi verið í tilviki Páls.
Dómsmál Greiðslumiðlun Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Frakkland Ferðalög Neytendur Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira