Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Margrét Helga Erlingsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 28. nóvember 2025 14:46 Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Vísir/Ívar Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir það mjög slæmt að hætt verði að sýna kvöldfréttir Sýnar um helgar í næsta mánuði. Um sé að ræða lið í langri þróun og að sporna þurfi gegn henni. Stjórnvöld þurfi að koma þar að en einnig þurfi hugarfarsbreytingu hjá almenningi. Hann segist ætla að kynna stóran aðgerðapakka fyrir ríkisstjórninni í næstu viku. „Auðvitað er hugur manns líka hjá starfsfólki sem þarf að glíma við breytt skilyrði en sjónvarpsstöð Sýnar og Stöð 2 þar á undan, hafa gengt ótrúlega stóru hlutverki í miðlun frétta á ljósvakamiðlum síðustu áratugi,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu í dag. „Hún hefur líka verið nauðsynlegt mótvægi við sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpsins þannig að í öllum skilningi þessa orðs, þá eru þetta slæm tíðindi.“ Hafa unnið að mótvægisaðgerðum Logi sagði einnig að í rúman áratug hefði verið búið að horfa upp á þróun sem hefði bara verið á einn veg. Alþjóðleg samkeppni og tæknibreytingar hefðu gert innlendum fjölmiðlum erfiðara um vik. „Við höfum, frá því að ég tók við í ráðuneytinu fyrir um ellefu mánuðum, unnið sleitulaust að því að reyna að koma með mótvægisaðgerðir. Þetta hvetur okkur enn frekar til dáða og ég mun koma með stóran pakka af möguleikum og kynna fyrir ríkisstjórn í næstu viku.“ Logi segir að í kjölfarið verði málið rætt til umræðu meðal almennings, fjölmiðla og stjórnmálamanna. „Það skiptir máli að það sé breiður stuðningur við að grípa kröftuglega til hendinni til að sporna við þessari þróun.“ Benti hann á að fimmtíu prósent þeirra peninga sem varið er í auglýsingar hér á landi fari til fyrirtækja erlendis, sjötíu prósent landsmanna séu áskrifendur að Netflix en einungis fimmtán prósent landsmanna segjast í könnunum tilbúin til að kaupa aðgang að fréttum. „Þannig að það þarf tvennt að koma til,“ sagði Logi. „Öflugan aðgerðapakka frá stjórnvöldum og hugarfarsbreytingu hjá almenningi.“ Hvort aðgerðapakkinn sé eitthvað sem muna muni um, segir Logi að svo verði að vera. „Við höfum auðvitað á síðustu dögum og vikum átt samtal við alla fjölmiðlana og fengið að heyra þeirra sýn og þeirra skoðun. Við byggjum auðvitað töluvert á því en það er alveg ljóst að bæði þarf að koma til stuðningur til fjölmiðlanna en ekki síst, þá þarf að bæta rekstrarumhverfi þeirra.“ Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. 28. nóvember 2025 09:49 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Fleiri fréttir Lækningastjóri undirbýr starfsemi í nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Sjá meira
Hann segist ætla að kynna stóran aðgerðapakka fyrir ríkisstjórninni í næstu viku. „Auðvitað er hugur manns líka hjá starfsfólki sem þarf að glíma við breytt skilyrði en sjónvarpsstöð Sýnar og Stöð 2 þar á undan, hafa gengt ótrúlega stóru hlutverki í miðlun frétta á ljósvakamiðlum síðustu áratugi,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu í dag. „Hún hefur líka verið nauðsynlegt mótvægi við sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpsins þannig að í öllum skilningi þessa orðs, þá eru þetta slæm tíðindi.“ Hafa unnið að mótvægisaðgerðum Logi sagði einnig að í rúman áratug hefði verið búið að horfa upp á þróun sem hefði bara verið á einn veg. Alþjóðleg samkeppni og tæknibreytingar hefðu gert innlendum fjölmiðlum erfiðara um vik. „Við höfum, frá því að ég tók við í ráðuneytinu fyrir um ellefu mánuðum, unnið sleitulaust að því að reyna að koma með mótvægisaðgerðir. Þetta hvetur okkur enn frekar til dáða og ég mun koma með stóran pakka af möguleikum og kynna fyrir ríkisstjórn í næstu viku.“ Logi segir að í kjölfarið verði málið rætt til umræðu meðal almennings, fjölmiðla og stjórnmálamanna. „Það skiptir máli að það sé breiður stuðningur við að grípa kröftuglega til hendinni til að sporna við þessari þróun.“ Benti hann á að fimmtíu prósent þeirra peninga sem varið er í auglýsingar hér á landi fari til fyrirtækja erlendis, sjötíu prósent landsmanna séu áskrifendur að Netflix en einungis fimmtán prósent landsmanna segjast í könnunum tilbúin til að kaupa aðgang að fréttum. „Þannig að það þarf tvennt að koma til,“ sagði Logi. „Öflugan aðgerðapakka frá stjórnvöldum og hugarfarsbreytingu hjá almenningi.“ Hvort aðgerðapakkinn sé eitthvað sem muna muni um, segir Logi að svo verði að vera. „Við höfum auðvitað á síðustu dögum og vikum átt samtal við alla fjölmiðlana og fengið að heyra þeirra sýn og þeirra skoðun. Við byggjum auðvitað töluvert á því en það er alveg ljóst að bæði þarf að koma til stuðningur til fjölmiðlanna en ekki síst, þá þarf að bæta rekstrarumhverfi þeirra.“
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. 28. nóvember 2025 09:49 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Fleiri fréttir Lækningastjóri undirbýr starfsemi í nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Sjá meira
Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. 28. nóvember 2025 09:49