Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Margrét Helga Erlingsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 28. nóvember 2025 14:46 Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Vísir/Ívar Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir það mjög slæmt að hætt verði að sýna kvöldfréttir Sýnar um helgar í næsta mánuði. Um sé að ræða lið í langri þróun og að sporna þurfi gegn henni. Stjórnvöld þurfi að koma þar að en einnig þurfi hugarfarsbreytingu hjá almenningi. Hann segist ætla að kynna stóran aðgerðapakka fyrir ríkisstjórninni í næstu viku. „Auðvitað er hugur manns líka hjá starfsfólki sem þarf að glíma við breytt skilyrði en sjónvarpsstöð Sýnar og Stöð 2 þar á undan, hafa gengt ótrúlega stóru hlutverki í miðlun frétta á ljósvakamiðlum síðustu áratugi,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu í dag. „Hún hefur líka verið nauðsynlegt mótvægi við sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpsins þannig að í öllum skilningi þessa orðs, þá eru þetta slæm tíðindi.“ Hafa unnið að mótvægisaðgerðum Logi sagði einnig að í rúman áratug hefði verið búið að horfa upp á þróun sem hefði bara verið á einn veg. Alþjóðleg samkeppni og tæknibreytingar hefðu gert innlendum fjölmiðlum erfiðara um vik. „Við höfum, frá því að ég tók við í ráðuneytinu fyrir um ellefu mánuðum, unnið sleitulaust að því að reyna að koma með mótvægisaðgerðir. Þetta hvetur okkur enn frekar til dáða og ég mun koma með stóran pakka af möguleikum og kynna fyrir ríkisstjórn í næstu viku.“ Logi segir að í kjölfarið verði málið rætt til umræðu meðal almennings, fjölmiðla og stjórnmálamanna. „Það skiptir máli að það sé breiður stuðningur við að grípa kröftuglega til hendinni til að sporna við þessari þróun.“ Benti hann á að fimmtíu prósent þeirra peninga sem varið er í auglýsingar hér á landi fari til fyrirtækja erlendis, sjötíu prósent landsmanna séu áskrifendur að Netflix en einungis fimmtán prósent landsmanna segjast í könnunum tilbúin til að kaupa aðgang að fréttum. „Þannig að það þarf tvennt að koma til,“ sagði Logi. „Öflugan aðgerðapakka frá stjórnvöldum og hugarfarsbreytingu hjá almenningi.“ Hvort aðgerðapakkinn sé eitthvað sem muna muni um, segir Logi að svo verði að vera. „Við höfum auðvitað á síðustu dögum og vikum átt samtal við alla fjölmiðlana og fengið að heyra þeirra sýn og þeirra skoðun. Við byggjum auðvitað töluvert á því en það er alveg ljóst að bæði þarf að koma til stuðningur til fjölmiðlanna en ekki síst, þá þarf að bæta rekstrarumhverfi þeirra.“ Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ríkisútvarpið Sýn Síminn Menning Tengdar fréttir Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. 28. nóvember 2025 09:49 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Hann segist ætla að kynna stóran aðgerðapakka fyrir ríkisstjórninni í næstu viku. „Auðvitað er hugur manns líka hjá starfsfólki sem þarf að glíma við breytt skilyrði en sjónvarpsstöð Sýnar og Stöð 2 þar á undan, hafa gengt ótrúlega stóru hlutverki í miðlun frétta á ljósvakamiðlum síðustu áratugi,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu í dag. „Hún hefur líka verið nauðsynlegt mótvægi við sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpsins þannig að í öllum skilningi þessa orðs, þá eru þetta slæm tíðindi.“ Hafa unnið að mótvægisaðgerðum Logi sagði einnig að í rúman áratug hefði verið búið að horfa upp á þróun sem hefði bara verið á einn veg. Alþjóðleg samkeppni og tæknibreytingar hefðu gert innlendum fjölmiðlum erfiðara um vik. „Við höfum, frá því að ég tók við í ráðuneytinu fyrir um ellefu mánuðum, unnið sleitulaust að því að reyna að koma með mótvægisaðgerðir. Þetta hvetur okkur enn frekar til dáða og ég mun koma með stóran pakka af möguleikum og kynna fyrir ríkisstjórn í næstu viku.“ Logi segir að í kjölfarið verði málið rætt til umræðu meðal almennings, fjölmiðla og stjórnmálamanna. „Það skiptir máli að það sé breiður stuðningur við að grípa kröftuglega til hendinni til að sporna við þessari þróun.“ Benti hann á að fimmtíu prósent þeirra peninga sem varið er í auglýsingar hér á landi fari til fyrirtækja erlendis, sjötíu prósent landsmanna séu áskrifendur að Netflix en einungis fimmtán prósent landsmanna segjast í könnunum tilbúin til að kaupa aðgang að fréttum. „Þannig að það þarf tvennt að koma til,“ sagði Logi. „Öflugan aðgerðapakka frá stjórnvöldum og hugarfarsbreytingu hjá almenningi.“ Hvort aðgerðapakkinn sé eitthvað sem muna muni um, segir Logi að svo verði að vera. „Við höfum auðvitað á síðustu dögum og vikum átt samtal við alla fjölmiðlana og fengið að heyra þeirra sýn og þeirra skoðun. Við byggjum auðvitað töluvert á því en það er alveg ljóst að bæði þarf að koma til stuðningur til fjölmiðlanna en ekki síst, þá þarf að bæta rekstrarumhverfi þeirra.“
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ríkisútvarpið Sýn Síminn Menning Tengdar fréttir Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. 28. nóvember 2025 09:49 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. 28. nóvember 2025 09:49