„Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. nóvember 2025 22:47 Ásgeir Þór Ásgeirsson er aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Vonast er til að nýir rafmagnsbílar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun spari kostnað bæði í eldsneytiskaupum og viðhaldi. Engir James-Bond aukahlutir eru í bílunum og rafmagnsleysi gæti verið áskorun fyrir lögregluembætti á landsbyggðinni. Fyrstu bílarnir voru teknir í notkun í byrjun október en þeir eru af gerðinni Audi Q6. Farið var í sameiginlegt útboð fjögurra lögregluembætta vegna kaupanna og má áætla að heildarkostnaður nemi hundruðum milljóna króna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er fyrsta embættið í heiminum sem notar þessa tegund bíla í störfum sínum en síðan þeir voru keyptir hefur meðal annars lögreglan í London tekið í notkun sams konar bíla. „Aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina“ Bílarnir eru rafmagnsbílar og segir aðstoðarlögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að nýju bílarnir séu útkallsbílar og hann hefur ekki áhyggjur af því að bílarnir verði rafmagnslausir í miðju útkalli. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með góða innviði og vegalengdirnar sem við erum að aka eru ekki svo langar,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Þessir bílar eiga að vera með um 600 kílómetra drægni. Það má gera ráð fyrir því þegar þú ekur í forgangi að þá fari tveir á móti einum að minnsta kosti, þannig að það verða aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina.“ Vonar að það verði jafnmikill sparnaður í viðhaldi og eldsneyti Samkvæmt Ásgeiri ná nýju bílarnir hundrað kílómetra hraða á tæpum sex sekúndum og þar munar um 40% miðað við eldri bíla. „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir. Síðan það sem fylgir rafmagnsbílum er að þeir eru þyngri þannig að sérstaklega hér í borginni, þar sem við erum í forgangsakstri að eiga við mikið af hraðahindrunum og auka og minnka hraða, þá skiptir höfuðmáli að vera með gott fjöðrunarkerfi.“ Nýju lögreglubílarnir eru af gerðinni Audi Q6.Vísir/Vilhelm Eftir útboð var verð bílanna nánast það sama og á eldri Volvobifreiðum lögreglunnar og vonast Ásgeir eftir að þeim fylgi töluverður sparnaður. „Það sem við erum að vonast eftir, fyrir utan þessi grænu skref og milljónirnar sem við erum að spara í eldsneyti, því bíllinn er búinn til úr færri hlutum en þessi hefðbundni dísilbíll, er að það verði minni viðhaldskostnaður og það verði jafnmikill eða meiri sparnaður heldur en hráolían.“ Lögreglan Bílar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Fyrstu bílarnir voru teknir í notkun í byrjun október en þeir eru af gerðinni Audi Q6. Farið var í sameiginlegt útboð fjögurra lögregluembætta vegna kaupanna og má áætla að heildarkostnaður nemi hundruðum milljóna króna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er fyrsta embættið í heiminum sem notar þessa tegund bíla í störfum sínum en síðan þeir voru keyptir hefur meðal annars lögreglan í London tekið í notkun sams konar bíla. „Aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina“ Bílarnir eru rafmagnsbílar og segir aðstoðarlögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að nýju bílarnir séu útkallsbílar og hann hefur ekki áhyggjur af því að bílarnir verði rafmagnslausir í miðju útkalli. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með góða innviði og vegalengdirnar sem við erum að aka eru ekki svo langar,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Þessir bílar eiga að vera með um 600 kílómetra drægni. Það má gera ráð fyrir því þegar þú ekur í forgangi að þá fari tveir á móti einum að minnsta kosti, þannig að það verða aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina.“ Vonar að það verði jafnmikill sparnaður í viðhaldi og eldsneyti Samkvæmt Ásgeiri ná nýju bílarnir hundrað kílómetra hraða á tæpum sex sekúndum og þar munar um 40% miðað við eldri bíla. „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir. Síðan það sem fylgir rafmagnsbílum er að þeir eru þyngri þannig að sérstaklega hér í borginni, þar sem við erum í forgangsakstri að eiga við mikið af hraðahindrunum og auka og minnka hraða, þá skiptir höfuðmáli að vera með gott fjöðrunarkerfi.“ Nýju lögreglubílarnir eru af gerðinni Audi Q6.Vísir/Vilhelm Eftir útboð var verð bílanna nánast það sama og á eldri Volvobifreiðum lögreglunnar og vonast Ásgeir eftir að þeim fylgi töluverður sparnaður. „Það sem við erum að vonast eftir, fyrir utan þessi grænu skref og milljónirnar sem við erum að spara í eldsneyti, því bíllinn er búinn til úr færri hlutum en þessi hefðbundni dísilbíll, er að það verði minni viðhaldskostnaður og það verði jafnmikill eða meiri sparnaður heldur en hráolían.“
Lögreglan Bílar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira