Óttast að skógrækt leggist nánast af Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 16:32 Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. vísir/samsett Alvarleg atlaga er gerð að skógrækt í landinu í frumvarpi umhverfisráðherra sem liggur fyrir á Alþingi, að mati framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands. Hann óttast að skógrækt muni nánast leggjast af vegna kröfu um íþyngjandi umhverfismat. Landeigendur gætu þurft að standa undir tugmilljóna greiðslum. Skógræktarfélag Íslands skilaði í gær umsögn við frumvarp umhverfisráðherra sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum er varða leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála. Í dag miðast tilkynningarskylda varðandi skógrægt við tvö hundruð hektara svæði en í frumvarpinu er lagt til að viðmiðið verði fært niður í fimmtíu hektara. Nái það fram að ganga þarf allt umfram það að fara í umhverfismat, sem er kostnaðarsamt að sögn Brynjólfs Jónssonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélagsins. Mikil skriffinska og kostnaður mun fylgja fyrirhuguðum breytingum, segir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands.vísir/Vilhelm „Venjulegir landeigendur eða bændur munu ekki hafa efni á að stunda skógrækt í einhverjum mæli,“ segir Brynjólfur. „Þetta mun kosta milljónir og milljónatugi, eftir stærð landsvæða. Ég þekki eitt dæmi þar sem umhverfismat kostar á milli þrjátíu og fjörutíu milljónir króna.“ Í greinargerð með frumvarpinu segir að núverandi þröskuldur sé of hár og nái almennt ekki til skógræktarverkefna hér á landi. Ákvæðið sé því í raun ekki virkt. Nýræktun skóga feli í sér breytta landnýtingu og geti haft í för með sér miklar breytingar á vistkerfi og landslagi. Réttara að hækka þakið Brynjólfur óttast að nýrækt skóga muni hreinlega leggjast af, eða vera einungis á færi mjög fjársterkra aðila, fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið. „Í raun og veru ætti að hækka þetta viðmið upp í fimm hundruð hektara í staðinn fyrir að lækka í fimmtíu eins og er verið að gera í þessu frumvarpi.“ Hann bendir á að innan við eitt prósent af landinu sé þakið ræktuðum skógi. Ný krafa sem feli í sér skriffinsku og kostnað vinni gegn aðgerðum í loftslagsmálum „Í nágrannalöndum okkar í Evrópu eru tíu til sjötíu prósent af landinu skógi vaxið. Þannig að samanburðurinn er náttúrulega allt annar hér á Íslandi. Hér eru bara allt aðrar aðstæður, landið er nánast skóglaust og þetta mun ekki hvetja til áframhaldandi skógræktar á Íslandi, síður en svo,“ segir Brynjólfur. „Við verðum að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum ef við ætlum að vera þjóð meðal þjóða. Og þetta er ein mikilvægasta leiðin til þess að ná þeim markmiðum. Það er skógrækt. Og aukin skógrækt.“ Skógrækt og landgræðsla Alþingi Umhverfismál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Skógræktarfélag Íslands skilaði í gær umsögn við frumvarp umhverfisráðherra sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum er varða leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála. Í dag miðast tilkynningarskylda varðandi skógrægt við tvö hundruð hektara svæði en í frumvarpinu er lagt til að viðmiðið verði fært niður í fimmtíu hektara. Nái það fram að ganga þarf allt umfram það að fara í umhverfismat, sem er kostnaðarsamt að sögn Brynjólfs Jónssonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélagsins. Mikil skriffinska og kostnaður mun fylgja fyrirhuguðum breytingum, segir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands.vísir/Vilhelm „Venjulegir landeigendur eða bændur munu ekki hafa efni á að stunda skógrækt í einhverjum mæli,“ segir Brynjólfur. „Þetta mun kosta milljónir og milljónatugi, eftir stærð landsvæða. Ég þekki eitt dæmi þar sem umhverfismat kostar á milli þrjátíu og fjörutíu milljónir króna.“ Í greinargerð með frumvarpinu segir að núverandi þröskuldur sé of hár og nái almennt ekki til skógræktarverkefna hér á landi. Ákvæðið sé því í raun ekki virkt. Nýræktun skóga feli í sér breytta landnýtingu og geti haft í för með sér miklar breytingar á vistkerfi og landslagi. Réttara að hækka þakið Brynjólfur óttast að nýrækt skóga muni hreinlega leggjast af, eða vera einungis á færi mjög fjársterkra aðila, fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið. „Í raun og veru ætti að hækka þetta viðmið upp í fimm hundruð hektara í staðinn fyrir að lækka í fimmtíu eins og er verið að gera í þessu frumvarpi.“ Hann bendir á að innan við eitt prósent af landinu sé þakið ræktuðum skógi. Ný krafa sem feli í sér skriffinsku og kostnað vinni gegn aðgerðum í loftslagsmálum „Í nágrannalöndum okkar í Evrópu eru tíu til sjötíu prósent af landinu skógi vaxið. Þannig að samanburðurinn er náttúrulega allt annar hér á Íslandi. Hér eru bara allt aðrar aðstæður, landið er nánast skóglaust og þetta mun ekki hvetja til áframhaldandi skógræktar á Íslandi, síður en svo,“ segir Brynjólfur. „Við verðum að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum ef við ætlum að vera þjóð meðal þjóða. Og þetta er ein mikilvægasta leiðin til þess að ná þeim markmiðum. Það er skógrækt. Og aukin skógrækt.“
Skógrækt og landgræðsla Alþingi Umhverfismál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira