May ætlar að biðja um þriggja mánaða frestun Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2019 18:52 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að biðja fulltrúa Evrópusambandsins um þriggja mánaða frestun á útgöngu Bretlands úr sambandinu. Áform May um að reyna til þrautar að fá þingið til að samþykkja útgöngusamning hennar fór út um þúfur þegar forseti þingsins ákvað að hún fengi ekki að leggja samninginn fram óbreyttan. Útgöngusamningnum hefur verið hafnað í tvígang með afgerandi meirihluta á breska þinginu, síðast í síðustu viku. Þingmenn samþykktu ennfremur að fresta útgöngunni um ótiltekinn tíma nema samningur yrði samþykktur fyrir 20. mars. Til stóð að Bretar gengju úr sambandinu 29. mars. May ætlaði því að leggja útgöngusamninginn fyrir þingið aftur í dag í þeirri von að einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins sem greiddu atkvæði gegn honum í síðustu viku skiptu um skoðun nú þegar útlit er fyrir að útgöngunni verði frestað. John Bercow, forseti neðri deildar þingsins, hleypti þeim áformum May upp í gær þegar hann sagði að þingsköp leyfðu ekki að sama þingmál væri lagt fram óbreytt oftar en einu sinni.Reuters-fréttastofan segir að May hafi í dag unnið að bréfi til Donalds Tusk, forseta Evrópuráðsins, þar sem hún óskar eftir að útgöngunni verði frestað. Talsmaður forsætisráðherrans vildi ekki upplýsa um hversu langan frest hún ætlaði að biðja um. Hún hefur áður sagt að samþykkti þingið ekki samning hennar óskaði hún eftir frestun útgöngunnar fram yfir 30. júní. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að biðja fulltrúa Evrópusambandsins um þriggja mánaða frestun á útgöngu Bretlands úr sambandinu. Áform May um að reyna til þrautar að fá þingið til að samþykkja útgöngusamning hennar fór út um þúfur þegar forseti þingsins ákvað að hún fengi ekki að leggja samninginn fram óbreyttan. Útgöngusamningnum hefur verið hafnað í tvígang með afgerandi meirihluta á breska þinginu, síðast í síðustu viku. Þingmenn samþykktu ennfremur að fresta útgöngunni um ótiltekinn tíma nema samningur yrði samþykktur fyrir 20. mars. Til stóð að Bretar gengju úr sambandinu 29. mars. May ætlaði því að leggja útgöngusamninginn fyrir þingið aftur í dag í þeirri von að einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins sem greiddu atkvæði gegn honum í síðustu viku skiptu um skoðun nú þegar útlit er fyrir að útgöngunni verði frestað. John Bercow, forseti neðri deildar þingsins, hleypti þeim áformum May upp í gær þegar hann sagði að þingsköp leyfðu ekki að sama þingmál væri lagt fram óbreytt oftar en einu sinni.Reuters-fréttastofan segir að May hafi í dag unnið að bréfi til Donalds Tusk, forseta Evrópuráðsins, þar sem hún óskar eftir að útgöngunni verði frestað. Talsmaður forsætisráðherrans vildi ekki upplýsa um hversu langan frest hún ætlaði að biðja um. Hún hefur áður sagt að samþykkti þingið ekki samning hennar óskaði hún eftir frestun útgöngunnar fram yfir 30. júní.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20
Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47