Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2019 10:47 Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld þurfa líklega að fresta fyrirhugaðri útgöngu úr Evrópusambandinu felli þingmenn útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra öðru sinni. Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, segist viss um að þingið ákveði að ganga ekki úr sambandinu án útgöngusamnings. Samningi May var hafnað með afgerandi meirihluta í þinginu í janúar en til stendur að greiða atkvæði aftur í næstu viku. Aðeins tuttugu og tveir dagar eru þar til Bretar ætla sér að ganga úr sambandinu. May hefur sagt að þingið verði látið greiða atkvæði um hvort það vilji ganga úr án samnings ef samningur hennar verður felldur. „Þingið mun ekki greiða atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu án samnings. Ég hef mikla trú á því,“ sagði Hammond í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Svokölluð baktrygging um landamæri á Írlandi er það þrætumál þar sem hnífurinn stendur helst í kúnni. Í samningi May er gert ráð fyrir að Norður-Írland verði áfram hluti af tollabandalagi Evrópu þar til samið verður sérstaklega um fyrirkomulag til frambúðar til að ekki þurfi að setja upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa hvatt bresku ríkisstjórnina til að leggja fram nýjar tillögur að samningi innan næstu tveggja sólahringa til að höggva á hnútinn. Þeir segja tilbúnir að leggja dag við nótt til að ná samkomulagi um helgina ef viðunandi tillögur berist frá May á morgun. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Bresk stjórnvöld þurfa líklega að fresta fyrirhugaðri útgöngu úr Evrópusambandinu felli þingmenn útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra öðru sinni. Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, segist viss um að þingið ákveði að ganga ekki úr sambandinu án útgöngusamnings. Samningi May var hafnað með afgerandi meirihluta í þinginu í janúar en til stendur að greiða atkvæði aftur í næstu viku. Aðeins tuttugu og tveir dagar eru þar til Bretar ætla sér að ganga úr sambandinu. May hefur sagt að þingið verði látið greiða atkvæði um hvort það vilji ganga úr án samnings ef samningur hennar verður felldur. „Þingið mun ekki greiða atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu án samnings. Ég hef mikla trú á því,“ sagði Hammond í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Svokölluð baktrygging um landamæri á Írlandi er það þrætumál þar sem hnífurinn stendur helst í kúnni. Í samningi May er gert ráð fyrir að Norður-Írland verði áfram hluti af tollabandalagi Evrópu þar til samið verður sérstaklega um fyrirkomulag til frambúðar til að ekki þurfi að setja upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa hvatt bresku ríkisstjórnina til að leggja fram nýjar tillögur að samningi innan næstu tveggja sólahringa til að höggva á hnútinn. Þeir segja tilbúnir að leggja dag við nótt til að ná samkomulagi um helgina ef viðunandi tillögur berist frá May á morgun.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira