Gyðingahatur færist í aukana í Þýskalandi og víðar Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2019 15:58 Frá samkomu þýskra gyðinga í borginni Bonn í fyrra. Vísir/EPA Þýsk yfirvöld segja að glæpum sem tengjast andúð á gyðingum hafi fjölgað um 10% árið 2018 frá árinu á undan. Líkamsárásum vegna gyðingahaturs hefur einnig fjölgað um 60% á sama tíma. Franskir stjórnmálamenn gagnrýndu vaxandi gyðingaandúð þar í landi um helgina. Samkvæmt tölum þýskra yfirvalda voru 1.646 brot sem tengjast gyðingahatri framin í landinu í fyrra. Þau útiloka ekki að sú tala eigi eftir að hækka þegar öll gögn liggja fyrir. Þá fjölgaði líkamsárásum úr 37 árið 2017 í 62 í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtök gyðinga hafa varað við vaxandi gyðingahatri og andúð á öðrum minnihlutahópum í röðum hægriöfgasamtaka. Það er ekki bundið við Þýskaland því Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, fullyrti að gyðingahatur dreifði sér nú „eins og eitur“ þar í landi. Brotum sem tengjast andúð á gyðingum hefur einnig fjölgað í Frakklandi. Hakakrossar voru meðal annars krotaðir á myndir af eftirlifanda helfararinnar í miðborg Parísar um helgina. Í Bretlandi hefur mikil umræða farið fram um fordóma og andúð á gyðingum innan Verkamannaflokksins sem Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hefur verið sakaður um að láta óátalda.Trump krafðist afsagnar þingkonu vegna ummæla um áhrif gyðinga Töluverð umræða um gyðingaandúð hefur einnig sprottið upp í Bandaríkjunum eftir að Ilhan Omar, ný þingkona demókrata og önnur tveggja fyrstu múslimakvennanna á Bandaríkjaþingi, þurfti að biðjast afsökunar á ummælum sínum um áhrif þrýstihóps fyrir ísraelsk stjórnvöld. Hún hafði tíst að stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael mætti rekja til peninga frá þrýstihópnum. „Þetta snýst allt um peningaseðlana, elskan,“ tísti Omar. Donald Trump forseti krafðist afsagnar Omar, annað hvort sem þingmanns eða fulltrúa í utanríkismálanefnd fulltrúadeildarinnar. Fullyrti hann að ekkert pláss væri fyrir gyðingaandúð á Bandaríkjaþingi. Hann hefur þó sjálfur ítrekað haft uppi gamalgrónar aðdróttanir um gyðinga og meintar tilraunir þeirra til að stjórna heiminum í krafti peninga í ræðu og riti, að sögn New York Times. „Þið munuð ekki styðja mig vegna þess að ég vil ekki peningana ykkar. Þið viljið stjórnar stjórnmálamönnunum ykkar, það er allt í góðu,“ sagði Trump meðal annars við hóp gyðinga í Repúblikanaflokknum árið 2015. Í júlí árið eftir áframtísti þáverandi forsetaframbjóðandinn mynd af Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum, þar sem andlit hennar sást yfir peningastafla með sexhyrndri Davíðsstjörnu sem í stóð „Spilltasti frambjóðandi allra tíma“. Trump hefur einnig gefið samsæriskenningum um að George Soros, ungversk ættaði auðkýfingurinn, standi að baki komu innflytjenda til Bandaríkjanna frá Mið-Ameríku undir fótinn. Soros er gyðingur og hefur orðið að skotspón hægriöfgamanna og gyðingahatara undanfarin ár. Bandaríkin Bretland Frakkland Þýskaland Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Þýsk yfirvöld segja að glæpum sem tengjast andúð á gyðingum hafi fjölgað um 10% árið 2018 frá árinu á undan. Líkamsárásum vegna gyðingahaturs hefur einnig fjölgað um 60% á sama tíma. Franskir stjórnmálamenn gagnrýndu vaxandi gyðingaandúð þar í landi um helgina. Samkvæmt tölum þýskra yfirvalda voru 1.646 brot sem tengjast gyðingahatri framin í landinu í fyrra. Þau útiloka ekki að sú tala eigi eftir að hækka þegar öll gögn liggja fyrir. Þá fjölgaði líkamsárásum úr 37 árið 2017 í 62 í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtök gyðinga hafa varað við vaxandi gyðingahatri og andúð á öðrum minnihlutahópum í röðum hægriöfgasamtaka. Það er ekki bundið við Þýskaland því Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, fullyrti að gyðingahatur dreifði sér nú „eins og eitur“ þar í landi. Brotum sem tengjast andúð á gyðingum hefur einnig fjölgað í Frakklandi. Hakakrossar voru meðal annars krotaðir á myndir af eftirlifanda helfararinnar í miðborg Parísar um helgina. Í Bretlandi hefur mikil umræða farið fram um fordóma og andúð á gyðingum innan Verkamannaflokksins sem Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hefur verið sakaður um að láta óátalda.Trump krafðist afsagnar þingkonu vegna ummæla um áhrif gyðinga Töluverð umræða um gyðingaandúð hefur einnig sprottið upp í Bandaríkjunum eftir að Ilhan Omar, ný þingkona demókrata og önnur tveggja fyrstu múslimakvennanna á Bandaríkjaþingi, þurfti að biðjast afsökunar á ummælum sínum um áhrif þrýstihóps fyrir ísraelsk stjórnvöld. Hún hafði tíst að stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael mætti rekja til peninga frá þrýstihópnum. „Þetta snýst allt um peningaseðlana, elskan,“ tísti Omar. Donald Trump forseti krafðist afsagnar Omar, annað hvort sem þingmanns eða fulltrúa í utanríkismálanefnd fulltrúadeildarinnar. Fullyrti hann að ekkert pláss væri fyrir gyðingaandúð á Bandaríkjaþingi. Hann hefur þó sjálfur ítrekað haft uppi gamalgrónar aðdróttanir um gyðinga og meintar tilraunir þeirra til að stjórna heiminum í krafti peninga í ræðu og riti, að sögn New York Times. „Þið munuð ekki styðja mig vegna þess að ég vil ekki peningana ykkar. Þið viljið stjórnar stjórnmálamönnunum ykkar, það er allt í góðu,“ sagði Trump meðal annars við hóp gyðinga í Repúblikanaflokknum árið 2015. Í júlí árið eftir áframtísti þáverandi forsetaframbjóðandinn mynd af Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum, þar sem andlit hennar sást yfir peningastafla með sexhyrndri Davíðsstjörnu sem í stóð „Spilltasti frambjóðandi allra tíma“. Trump hefur einnig gefið samsæriskenningum um að George Soros, ungversk ættaði auðkýfingurinn, standi að baki komu innflytjenda til Bandaríkjanna frá Mið-Ameríku undir fótinn. Soros er gyðingur og hefur orðið að skotspón hægriöfgamanna og gyðingahatara undanfarin ár.
Bandaríkin Bretland Frakkland Þýskaland Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira