Besta leiðin til að koma í veg fyrir Brexit án samnings er að semja Andri Eysteinsson skrifar 21. janúar 2019 19:33 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. Óðfluga styttist í 29. mars, daginn sem áætlað er að Bretar yfirgefi Evrópusambandið. Ástandið í breska þinginu hefur verið eldfimt en May tapaði á dögum kosningu í breska þinginu um Brexit en stóð hins vegar af sér vantraust sem Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar lagði fram. May hóf mál sitt í þinginu í dag með því að fordæma bílsprenginguna í Norður-Írlandi og tók þingið undir með henni þegar hún kallaði eftir því að koma skyldi í veg fyrir það að ástandið í Norður-Írlandi yrði eins og það var á árum áður. Forsætisráðherrann þakkaði því næst formönnum hinna ýmsu stjórnmálaflokka sem sæti eiga á breska þinginu fyrir að hafa fundað með sér með opnum huga á undanförnum dögum. May gagnrýndi í leiðinni leiðtoga stjórnarandstöðunnar, formann Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, en hann kaus að funda ekki með May um næstu skref Brexit. Vonaðist May til þess að Corbyn myndi hugsa sinn gang vegna alvarleika málsins. Mikilvægt væri að allir ynnu saman í þessu mikilvæga máli. May hóf svo upptalningu á því sem helst bar á góma í fundarhöldum hennar og leiðtoga þingflokkana í vikunni.Telur ekki meirihluta í þingi fyrir nýrri atkvæðagreiðslu May nefndi fyrst um sinn þær áhyggjur sem þingmenn hafa af því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án þess að ná samningum. May segir að tvær leiðir séu til þess að útiloka útgöngu Breta úr ESB án samnings, annars vegar sé að þingið einfaldlega samþykki Brexit-samning ríkisstjórnarinnar eða að hætt verði við ferlið. May sagði að frestun á útgöngunni útilokaði ekki samningsleysið heldur frestaði bara ákvörðuninni sem þingið stæði frammi fyrir.Forsætisráðherrann sagði einnig að þingið ætti ekki að leitast eftir því að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands ætti að fara fram. Slíkt setti hættulegt fordæmi að mati May, sér í lagi fyrir þá sem berjast fyrir því að Bretlandi verði skipt upp. Einnig gæti önnur þjóðaratkvæðagreiðsla ollið glundroða í samfélaginu og grafið undan lýðræðinu.May sagðist ekki vita afstöðu leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Jeremy Corbyn, til málsins en sagðist trúa því að ekki væri meirihluti á þinginu fyrir annarri atkvæðagreiðslu.Fallið frá 65 punda gjaldi fyrir erlenda borgara Málefni Norður-Írlands voru fyrirferðarmikil í yfirlýsingu May og þvertók hún fyrir það að hún hygðist opna Belfast-samninginn um stöðu Norður-Írlands og Írlands. May sagðist einnig ætla að funda með fulltrúum norðurírska flokksins DUP og fleiri þarlendra aðila um málefni Norður-Írlands, þá sérstaklega um landamærin við Írland. Eftir þau fundarhöld muni hún leita aftur til Evrópusambandsins.May sló einnig á áhyggjur um að með útgöngu Breta myndi slakna á umhverfisvernd og félagslegum réttindum. May sagði þvert í móti að ríkisstjórnin skyldi tryggja það að Bretland myndi vísa veginn í þessum málefnum.May ræddi einnig stöðu breska ríkisborgara sem búsettir eru í Evrópusambandslöndum sem og ríkisborgara ESB-þjóða í Bretlandi. May sagði ríkisstjórnina hafa ákveðið að fallast frá gjöldum sem erlendir ríkisborgara þyrftu að greiða vildu þeir búa áfram í landinu. Áætlað hafði verið að fullorðnir hefðu þurft að greiða 65 pund en fyrir börn þyrfti að greiða hálft verð. May sagði einnig að ríkisstjórnin myndi berjast fyrir því að öll ESB-ríkin myndu veita breskum ríkisborgurum sömu réttindi. May nefndi að lokum þrjár breytingar sem þurfi í samningaviðræðunum. Forsætisráðherrann kallaði eftir meiri sveigjanleika í viðræðum á þinginu, meiri áherslu á réttindi launafólks og að mál Norður-Írlands verði leyst með hætti sem hentar Bretlandi öllu. Heyra mátti á upptöku af ræðu forsætisráðherrans að ekki væru allir á eitt sátti. Heyra mátti gagnrýni stjórnarandstöðunnar sem sögðu enga breytingu hafa orðið á kröfum ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. Óðfluga styttist í 29. mars, daginn sem áætlað er að Bretar yfirgefi Evrópusambandið. Ástandið í breska þinginu hefur verið eldfimt en May tapaði á dögum kosningu í breska þinginu um Brexit en stóð hins vegar af sér vantraust sem Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar lagði fram. May hóf mál sitt í þinginu í dag með því að fordæma bílsprenginguna í Norður-Írlandi og tók þingið undir með henni þegar hún kallaði eftir því að koma skyldi í veg fyrir það að ástandið í Norður-Írlandi yrði eins og það var á árum áður. Forsætisráðherrann þakkaði því næst formönnum hinna ýmsu stjórnmálaflokka sem sæti eiga á breska þinginu fyrir að hafa fundað með sér með opnum huga á undanförnum dögum. May gagnrýndi í leiðinni leiðtoga stjórnarandstöðunnar, formann Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, en hann kaus að funda ekki með May um næstu skref Brexit. Vonaðist May til þess að Corbyn myndi hugsa sinn gang vegna alvarleika málsins. Mikilvægt væri að allir ynnu saman í þessu mikilvæga máli. May hóf svo upptalningu á því sem helst bar á góma í fundarhöldum hennar og leiðtoga þingflokkana í vikunni.Telur ekki meirihluta í þingi fyrir nýrri atkvæðagreiðslu May nefndi fyrst um sinn þær áhyggjur sem þingmenn hafa af því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án þess að ná samningum. May segir að tvær leiðir séu til þess að útiloka útgöngu Breta úr ESB án samnings, annars vegar sé að þingið einfaldlega samþykki Brexit-samning ríkisstjórnarinnar eða að hætt verði við ferlið. May sagði að frestun á útgöngunni útilokaði ekki samningsleysið heldur frestaði bara ákvörðuninni sem þingið stæði frammi fyrir.Forsætisráðherrann sagði einnig að þingið ætti ekki að leitast eftir því að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands ætti að fara fram. Slíkt setti hættulegt fordæmi að mati May, sér í lagi fyrir þá sem berjast fyrir því að Bretlandi verði skipt upp. Einnig gæti önnur þjóðaratkvæðagreiðsla ollið glundroða í samfélaginu og grafið undan lýðræðinu.May sagðist ekki vita afstöðu leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Jeremy Corbyn, til málsins en sagðist trúa því að ekki væri meirihluti á þinginu fyrir annarri atkvæðagreiðslu.Fallið frá 65 punda gjaldi fyrir erlenda borgara Málefni Norður-Írlands voru fyrirferðarmikil í yfirlýsingu May og þvertók hún fyrir það að hún hygðist opna Belfast-samninginn um stöðu Norður-Írlands og Írlands. May sagðist einnig ætla að funda með fulltrúum norðurírska flokksins DUP og fleiri þarlendra aðila um málefni Norður-Írlands, þá sérstaklega um landamærin við Írland. Eftir þau fundarhöld muni hún leita aftur til Evrópusambandsins.May sló einnig á áhyggjur um að með útgöngu Breta myndi slakna á umhverfisvernd og félagslegum réttindum. May sagði þvert í móti að ríkisstjórnin skyldi tryggja það að Bretland myndi vísa veginn í þessum málefnum.May ræddi einnig stöðu breska ríkisborgara sem búsettir eru í Evrópusambandslöndum sem og ríkisborgara ESB-þjóða í Bretlandi. May sagði ríkisstjórnina hafa ákveðið að fallast frá gjöldum sem erlendir ríkisborgara þyrftu að greiða vildu þeir búa áfram í landinu. Áætlað hafði verið að fullorðnir hefðu þurft að greiða 65 pund en fyrir börn þyrfti að greiða hálft verð. May sagði einnig að ríkisstjórnin myndi berjast fyrir því að öll ESB-ríkin myndu veita breskum ríkisborgurum sömu réttindi. May nefndi að lokum þrjár breytingar sem þurfi í samningaviðræðunum. Forsætisráðherrann kallaði eftir meiri sveigjanleika í viðræðum á þinginu, meiri áherslu á réttindi launafólks og að mál Norður-Írlands verði leyst með hætti sem hentar Bretlandi öllu. Heyra mátti á upptöku af ræðu forsætisráðherrans að ekki væru allir á eitt sátti. Heyra mátti gagnrýni stjórnarandstöðunnar sem sögðu enga breytingu hafa orðið á kröfum ríkisstjórnarinnar í málaflokknum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira