Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2019 16:45 Corbyn mælti fyrir vantrauststillögunni á May í dag. Vísir/EPA Umræður um tillögu um vantraust á Theresu May forsætisráðherra hófust í breska þinginu nú síðdegis. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ og hvatti hana til að segja af sér. May hafnaði kröfu Verkamannaflokksins um að halda Bretlandi í tollabandalagi við Evrópusambandið. Ríkisstjórn May galt afhroð í atkvæðagreiðslu um útgöngusamning hennar í þinginu í gærkvöldi. Samningurinn var felldur með 230 atkvæða mun og greiddi fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins atkvæði gegn honum. Corbyn lagði í kjölfarið fram vantrauststillögu og verða atkvæði greidd um hana nú síðdegis eða í kvöld. Þegar umræðurnar hófust sagði Corbyn að allar fyrri ríkisstjórnir hefðu sagt af sér hefðu þær beðið eins slæman ósigur og May gerði í gær. „Þessi ríkisstjórn getur ekki stýrt og nýtur ekki stuðnings þingsins í mikilvægustu málunum sem landið okkar stendur frammi fyrir,“ sagði Corbyn. May fullyrti að það væri þjóðinni ekki í hag að efna til nýrra kosninga á þessari stundu. Kosningar myndu enn auk sundrungu og ringulreið. Útilokaði hún einnig að halda áfram í tollabandalagi við Evrópu eftir útgönguna sem á að taka gildi 29. mars. „Það sem ég vil sjá er það sem breska þjóðin kaus sér. Hún kaus að binda endi á frjáls för fólks, hún kaus sjálfstæða viðskiptastefnu, hún kaus að binda enda á lögsögu Sakamáldómstóls Evrópu. Það er upp á þetta þing komið að tryggja að við færum henni þetta,“ sagði May. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Umræður um tillögu um vantraust á Theresu May forsætisráðherra hófust í breska þinginu nú síðdegis. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ og hvatti hana til að segja af sér. May hafnaði kröfu Verkamannaflokksins um að halda Bretlandi í tollabandalagi við Evrópusambandið. Ríkisstjórn May galt afhroð í atkvæðagreiðslu um útgöngusamning hennar í þinginu í gærkvöldi. Samningurinn var felldur með 230 atkvæða mun og greiddi fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins atkvæði gegn honum. Corbyn lagði í kjölfarið fram vantrauststillögu og verða atkvæði greidd um hana nú síðdegis eða í kvöld. Þegar umræðurnar hófust sagði Corbyn að allar fyrri ríkisstjórnir hefðu sagt af sér hefðu þær beðið eins slæman ósigur og May gerði í gær. „Þessi ríkisstjórn getur ekki stýrt og nýtur ekki stuðnings þingsins í mikilvægustu málunum sem landið okkar stendur frammi fyrir,“ sagði Corbyn. May fullyrti að það væri þjóðinni ekki í hag að efna til nýrra kosninga á þessari stundu. Kosningar myndu enn auk sundrungu og ringulreið. Útilokaði hún einnig að halda áfram í tollabandalagi við Evrópu eftir útgönguna sem á að taka gildi 29. mars. „Það sem ég vil sjá er það sem breska þjóðin kaus sér. Hún kaus að binda endi á frjáls för fólks, hún kaus sjálfstæða viðskiptastefnu, hún kaus að binda enda á lögsögu Sakamáldómstóls Evrópu. Það er upp á þetta þing komið að tryggja að við færum henni þetta,“ sagði May.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00