Allt í upplausn í Bretlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. desember 2018 06:30 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. „Það er í raun allt í upplausn í breskum stjórnmálum þegar kemur að Brexit. Það er engin augljós leið fram undan,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, um málið. Hann segir blasa við að May komi samningnum ekki í gegnum þingið og því sé atkvæðagreiðslan dregin til baka. May sagðist meðvituð um að þingmenn hefðu einna helst áhyggjur af „backstop“-áætluninni, varúðarráðstöfun ef Bretum og ESB tekst ekki að komast að niðurstöðu um hvernig skuli hátta tollamálum svo ekki verði þörf á sýnilegum landamærum milli Norður-Írlands og Írlands. Óánægja er með þessa ráðstöfun enda felur hún í sér að Norður-Írar, einir Breta, þyrftu áfram að lúta meginþorra reglna tollabandalagsins. Á næstunni myndi hún leitast við að uppræta þessar áhyggjur. John Bercow, forseti þingsins og samflokksmaður May, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði það ókurteisi að kippa málinu einhliða af dagskrá þegar 164 þingmenn hafa tekið þátt í umræðum. Leiðtogar Skoska þjóðarflokksins skoruðu á Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, í gær að leggja fram vantrauststillögu. Ljóst er að staða May er nokkuð veik. Eiríkur segir þó ekki hægt að útiloka að May standi storminn af sér enda hefur hún staðið af sér ótrúlegustu mál í valdatíð sinni. Að sama skapi, segir hann, gæti hún fallið hvenær sem er. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52 Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. 9. desember 2018 14:46 May heldur á fund Merkel á morgun May hyggst í vikunni hitta fleiri leiðtoga í Evrópusambandinu til að reyna að ná fram fullvissu í nokkrum álitamálum sem varðar Brexit-samkomulagið til að hughreysta þingmenn sem finnst vegið að hagsmunum Breta með samningnum. 10. desember 2018 23:11 Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. „Það er í raun allt í upplausn í breskum stjórnmálum þegar kemur að Brexit. Það er engin augljós leið fram undan,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, um málið. Hann segir blasa við að May komi samningnum ekki í gegnum þingið og því sé atkvæðagreiðslan dregin til baka. May sagðist meðvituð um að þingmenn hefðu einna helst áhyggjur af „backstop“-áætluninni, varúðarráðstöfun ef Bretum og ESB tekst ekki að komast að niðurstöðu um hvernig skuli hátta tollamálum svo ekki verði þörf á sýnilegum landamærum milli Norður-Írlands og Írlands. Óánægja er með þessa ráðstöfun enda felur hún í sér að Norður-Írar, einir Breta, þyrftu áfram að lúta meginþorra reglna tollabandalagsins. Á næstunni myndi hún leitast við að uppræta þessar áhyggjur. John Bercow, forseti þingsins og samflokksmaður May, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði það ókurteisi að kippa málinu einhliða af dagskrá þegar 164 þingmenn hafa tekið þátt í umræðum. Leiðtogar Skoska þjóðarflokksins skoruðu á Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, í gær að leggja fram vantrauststillögu. Ljóst er að staða May er nokkuð veik. Eiríkur segir þó ekki hægt að útiloka að May standi storminn af sér enda hefur hún staðið af sér ótrúlegustu mál í valdatíð sinni. Að sama skapi, segir hann, gæti hún fallið hvenær sem er.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52 Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. 9. desember 2018 14:46 May heldur á fund Merkel á morgun May hyggst í vikunni hitta fleiri leiðtoga í Evrópusambandinu til að reyna að ná fram fullvissu í nokkrum álitamálum sem varðar Brexit-samkomulagið til að hughreysta þingmenn sem finnst vegið að hagsmunum Breta með samningnum. 10. desember 2018 23:11 Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52
Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. 9. desember 2018 14:46
May heldur á fund Merkel á morgun May hyggst í vikunni hitta fleiri leiðtoga í Evrópusambandinu til að reyna að ná fram fullvissu í nokkrum álitamálum sem varðar Brexit-samkomulagið til að hughreysta þingmenn sem finnst vegið að hagsmunum Breta með samningnum. 10. desember 2018 23:11
Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35