Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2018 07:55 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í kröppum dansi í eigin flokki. EPA/Andy Rain Þingmenn breska Íhaldsflokksins greiða atkvæði um formann flokksins í kvöld eftir að vantraust var lagt fram gegn Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. Greiða átti atkvæði um útgöngusamning May í þinginu í gær en atkvæðagreiðslunni var frestað þegar ljóst var að hann yrði kolfelldur. Samkvæmt reglum Íhaldsflokksins geta 15% þingmanna flokksins krafist formannskjörs ef þeir skrifa formanni nefndar almennra íhaldsþingmanna bréf um að þeir lýsi vantrausti á leiðtogana. The Guardian segir að í það minnsta 48 bréf hafi borist. Harðlínumenn um Brexit eru afar ósáttir við samning hennar og vilja leiðtogann frá. BBC hefur eftir May að hún ætli að berjast gegn vantraustinu „með öllu því sem ég á til“. Að skipta um leiðtoga Íhaldsflokksins nú gæti stefnt framtíð landsins í hættu. „Nýr leiðtogi hefði ekki tíma til að semja upp á nýtt þannig ein af fyrstu aðgerðum hans væri að þurfa að framlengja eða draga til baka 50. greinina,“ sagði May við fréttamenn fyrir utan Downing-stræti 10 og vísaði þar til greinar Lissabonsáttmála Evrópusambandsins varðandi útgöngu ríkja. Atkvæðagreiðslan á að fara fram á milli klukkan 18 og 20 í dag. Atkvæði verða talin beint í kjölfarið og tilkynnt eins fljótt og auðið verður. Vinni May er ekki hægt að lýsa yfir vantrausti á hana aftur fyrr en eftir ár. Tapi hún fer fram önnur atkvæðagreiðsla þar sem hún getur ekki gefið kost á sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að halda velli þarf May stuðning að minnsta kosti 158 þingmanna Íhaldsflokksins. The Guardian segir að May gæti kosið að segja af sér sigri hún með litlum mun. May hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra frá því skömmu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2016. Harðlínumenn í flokki hennar hafa gert henni lífið leitt vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu undanfarna mánuði og hefur fjöldi ráðherra og þingmanna sagt af sér vegna stefnu hennar um hvað taki við. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Þingmenn breska Íhaldsflokksins greiða atkvæði um formann flokksins í kvöld eftir að vantraust var lagt fram gegn Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. Greiða átti atkvæði um útgöngusamning May í þinginu í gær en atkvæðagreiðslunni var frestað þegar ljóst var að hann yrði kolfelldur. Samkvæmt reglum Íhaldsflokksins geta 15% þingmanna flokksins krafist formannskjörs ef þeir skrifa formanni nefndar almennra íhaldsþingmanna bréf um að þeir lýsi vantrausti á leiðtogana. The Guardian segir að í það minnsta 48 bréf hafi borist. Harðlínumenn um Brexit eru afar ósáttir við samning hennar og vilja leiðtogann frá. BBC hefur eftir May að hún ætli að berjast gegn vantraustinu „með öllu því sem ég á til“. Að skipta um leiðtoga Íhaldsflokksins nú gæti stefnt framtíð landsins í hættu. „Nýr leiðtogi hefði ekki tíma til að semja upp á nýtt þannig ein af fyrstu aðgerðum hans væri að þurfa að framlengja eða draga til baka 50. greinina,“ sagði May við fréttamenn fyrir utan Downing-stræti 10 og vísaði þar til greinar Lissabonsáttmála Evrópusambandsins varðandi útgöngu ríkja. Atkvæðagreiðslan á að fara fram á milli klukkan 18 og 20 í dag. Atkvæði verða talin beint í kjölfarið og tilkynnt eins fljótt og auðið verður. Vinni May er ekki hægt að lýsa yfir vantrausti á hana aftur fyrr en eftir ár. Tapi hún fer fram önnur atkvæðagreiðsla þar sem hún getur ekki gefið kost á sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að halda velli þarf May stuðning að minnsta kosti 158 þingmanna Íhaldsflokksins. The Guardian segir að May gæti kosið að segja af sér sigri hún með litlum mun. May hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra frá því skömmu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2016. Harðlínumenn í flokki hennar hafa gert henni lífið leitt vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu undanfarna mánuði og hefur fjöldi ráðherra og þingmanna sagt af sér vegna stefnu hennar um hvað taki við.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08
Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00
Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30