Tveir Kanadamenn í haldi í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2018 08:46 Michael Spavor. Vísir/AP Yfirvöld Kína hafa handtekið tvo Kanadamenn og saka þá um að ógna öryggi Kína. Þeri Michael Spavor og Michael Kovrig eru í haldi en Utanríkisráðuneyti Kanada hefur ekki tekist að ná sambandi við þá að öðru leyti en að Spavor hringdi til Kanada og sagði að hann væri í yfirheyrslu í Kína. Mennirnir voru handteknir á mánudaginn. Handtökurnar eru reknar til þess að Meng Wanzhou, fjármálastjóri kínverska fyrirtækisins Huawei og dóttir stofnanda þess, var handtekin í Vancouver í byrjun mánaðarins og stendur til að framselja hana til Bandaríkjanna. Kínverjar hafa mótmælt handtökunni harðlega og sakað yfirvöld Kanada um að brjóta á mannréttindum Meng. Sömuleiðis hafa yfirvöld Kína heitið alvarlegum en ótilgreindum afleiðingum, sleppi Kanadamenn Meng ekki úr haldi. Bandaríkin hafa hana þó grunaða um að brjóta gegn refsiaðgerðum gegn Íran.Samkvæmt CBC í Kanada staðfesti Lu Kang, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, handtökurnar í nótt en neitaði hann að segja hvort að þeir Spavor og Kovrig hefðu fengið lögfræðinga. Þegar hann var spurður hvort handtökurnar tvær kæmu handtöku Meng einhvern veginn við, sagði hann eingöngu að mál Kanadamannanna tveggja væru rekin eftir kínverskum lögum.Spavor rekur fyrirtæki í Kína sem skipuleggur ferðir til Norður-Kóreu og Kovrig er fyrrverandi erindreki og var að vinna fyrir alþjóðlega hugveitu. Bandaríkin Kanada Kína Norður-Ameríka Tengdar fréttir Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00 Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00 Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sjá meira
Yfirvöld Kína hafa handtekið tvo Kanadamenn og saka þá um að ógna öryggi Kína. Þeri Michael Spavor og Michael Kovrig eru í haldi en Utanríkisráðuneyti Kanada hefur ekki tekist að ná sambandi við þá að öðru leyti en að Spavor hringdi til Kanada og sagði að hann væri í yfirheyrslu í Kína. Mennirnir voru handteknir á mánudaginn. Handtökurnar eru reknar til þess að Meng Wanzhou, fjármálastjóri kínverska fyrirtækisins Huawei og dóttir stofnanda þess, var handtekin í Vancouver í byrjun mánaðarins og stendur til að framselja hana til Bandaríkjanna. Kínverjar hafa mótmælt handtökunni harðlega og sakað yfirvöld Kanada um að brjóta á mannréttindum Meng. Sömuleiðis hafa yfirvöld Kína heitið alvarlegum en ótilgreindum afleiðingum, sleppi Kanadamenn Meng ekki úr haldi. Bandaríkin hafa hana þó grunaða um að brjóta gegn refsiaðgerðum gegn Íran.Samkvæmt CBC í Kanada staðfesti Lu Kang, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, handtökurnar í nótt en neitaði hann að segja hvort að þeir Spavor og Kovrig hefðu fengið lögfræðinga. Þegar hann var spurður hvort handtökurnar tvær kæmu handtöku Meng einhvern veginn við, sagði hann eingöngu að mál Kanadamannanna tveggja væru rekin eftir kínverskum lögum.Spavor rekur fyrirtæki í Kína sem skipuleggur ferðir til Norður-Kóreu og Kovrig er fyrrverandi erindreki og var að vinna fyrir alþjóðlega hugveitu.
Bandaríkin Kanada Kína Norður-Ameríka Tengdar fréttir Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00 Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00 Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sjá meira
Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00
Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00
Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15
Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00