Guðlagur hvatti Breta til samstöðu í Newsnight Birgir Olgeirsson skrifar 28. nóvember 2018 07:50 Guðlaugur Þór í Newsnight sem er á dagskrá BBC. Newsnight Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, sagðist fagna þeirri hugmynd að Bretar fái inngöngu í Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, við útgönguna úr Evrópusambandinu. Þetta sagði Guðlaugur Þór í þættinum Newsnight á dagskrá breska ríkissjónvarpsins BBC. Hann tók Ísland sem dæmi um land sem er hluti af Fríverslunarsamtökum Evrópu og hvernig það nýtir sér samninga sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu en getur um leið gert sína eigin fríverslunarsamninga við önnur lönd í heiminum.Hann sagði í Newsnight að ekki væri meirihluti fyrir aðild að Evrópusambandinu á meðal Íslendinga."We would be very positive towards the idea of the UK joining EFTA or the EEA- you are the ones that started the organisation"Iceland's Foreign Minister Guðlaugur Þór Þórðarson on the @NickBoles plan to join the EEA/EFTA#newsnight | @GudlaugurThorhttps://t.co/HcPueQ5Axx pic.twitter.com/4L1a2nRNAg— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 27, 2018 Guðlaugur bætti því við að hann hefði ekki áhyggjur af framtíð EFTA ef Bretar fengju þar inn og sagðist fremur jákvæður fyrir þeirri hugmynd. „Ég tala hér vitaskuld fyrir sjálfan mig og við munum ekki skipta okkur af breskri pólitík,“ bætti Guðlaugur við. Hann benti þó á að Bretar hefðu komið að stofnun EFTA og þá hefði umræðan verið sú sama. Bretar vildu stunda viðskipti við umheiminn en ekki tilheyra tollabandalagi.If the UK joined EFTA - would it blow it apart? No, says Iceland's Foreign Minister Guðlaugur Þór Þórðarson.“The most important thing is the people... we should be constructive when we think about solutions” #newsnight | @GudlaugurThor | @maitlis | https://t.co/HcPueQ5Axx pic.twitter.com/eu2MCcokk8— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 27, 2018 Guðlaugur lagði áherslu á að breskir flokkar ættu að vera uppbyggilegir í nálgun þegar þeir huguðu að lausnum á framtíð Bretlands og ekki stofna til vandræða. Hann sagði að þjóðir sem deila sömu sýn í Evrópu ættu að standa saman. „Það mikilvæga er að Bretland er ekki að yfirgefa Evrópu og í Evrópu höfum við nokkur lög af samstarfi.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, sagðist fagna þeirri hugmynd að Bretar fái inngöngu í Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, við útgönguna úr Evrópusambandinu. Þetta sagði Guðlaugur Þór í þættinum Newsnight á dagskrá breska ríkissjónvarpsins BBC. Hann tók Ísland sem dæmi um land sem er hluti af Fríverslunarsamtökum Evrópu og hvernig það nýtir sér samninga sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu en getur um leið gert sína eigin fríverslunarsamninga við önnur lönd í heiminum.Hann sagði í Newsnight að ekki væri meirihluti fyrir aðild að Evrópusambandinu á meðal Íslendinga."We would be very positive towards the idea of the UK joining EFTA or the EEA- you are the ones that started the organisation"Iceland's Foreign Minister Guðlaugur Þór Þórðarson on the @NickBoles plan to join the EEA/EFTA#newsnight | @GudlaugurThorhttps://t.co/HcPueQ5Axx pic.twitter.com/4L1a2nRNAg— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 27, 2018 Guðlaugur bætti því við að hann hefði ekki áhyggjur af framtíð EFTA ef Bretar fengju þar inn og sagðist fremur jákvæður fyrir þeirri hugmynd. „Ég tala hér vitaskuld fyrir sjálfan mig og við munum ekki skipta okkur af breskri pólitík,“ bætti Guðlaugur við. Hann benti þó á að Bretar hefðu komið að stofnun EFTA og þá hefði umræðan verið sú sama. Bretar vildu stunda viðskipti við umheiminn en ekki tilheyra tollabandalagi.If the UK joined EFTA - would it blow it apart? No, says Iceland's Foreign Minister Guðlaugur Þór Þórðarson.“The most important thing is the people... we should be constructive when we think about solutions” #newsnight | @GudlaugurThor | @maitlis | https://t.co/HcPueQ5Axx pic.twitter.com/eu2MCcokk8— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 27, 2018 Guðlaugur lagði áherslu á að breskir flokkar ættu að vera uppbyggilegir í nálgun þegar þeir huguðu að lausnum á framtíð Bretlands og ekki stofna til vandræða. Hann sagði að þjóðir sem deila sömu sýn í Evrópu ættu að standa saman. „Það mikilvæga er að Bretland er ekki að yfirgefa Evrópu og í Evrópu höfum við nokkur lög af samstarfi.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira