Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 14. nóvember 2018 19:40 Theresa May ávarpar blaðamenn fyrir utan Downingstræti 10 í kvöld. Vísir/Getty Ríkisstjórn Bretlands hefur ákveðið að styðja drög útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. Samninganefndir Breta og Evrópusambandsins kláruðu þessi drög aðfaranótt þriðjudags. Theresa May, forsætisráðherra Breta, tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum nú á áttunda tímanum í kvöld að loknum fimm tíma fundi ríkisstjórnarinnar. Hún sagði þennan útgöngusáttmála bestu niðurstöðuna fyrir Breta og sagði hann í samræmi við val þjóðarinnar sem studdi útgöngu Breta úr ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hún þennan útgöngusáttmála vernda bæði störf og breska ríkið. May sagðist gera sér grein fyrir því að ákvörðunin um að styðja útgöngusáttmálann yrði gagnrýnd og að framundan væru erfiðir dagar. Ríkisstjórnin hafi hins vegar staðið frammi fyrir þeim kosti að byggja upp framtíð þjóðarinnar eða að fara aftur á byrjunarreit og fara gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni.Að neðan má sjá stuttan fréttamannafund May fyrr í kvöld.Drögin voru birt á heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB nú í kvöld. Drögin eru 585 blaðsíður að lengd. Breskir fjölmiðlar segja frá því að meirihluti ráðherra í ríkisstjórn hafi stutt samningsdrögin. Fréttamaður Sky segir að um tíu ráðherrar hafi verið samningnum andvíg. Megi því búast við að framundan séu afsagnir ráðherra.NEW: told cabinet very split. May got it through on majority. Told that nearly 10 cabinet ministers opposed. Mood worse than after Chequers then? “Yeah, much much worse”— Beth Rigby (@BethRigby) November 14, 2018 Ávarpar þingið á morgunMay sagðist ætla að flytja ávarpa á breska þinginu á morgun og hún sagðist vera þeirrar trúar að þessi ákvörðun sé sú besta fyrir bresku þjóðina. May hyggst funda með Arlene Foster, leiðtoga Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) sem ver ríkisstjórn Íhaldsmanna falli, í kvöld.Breskir fjölmiðlar segja líkur á því að andstæðingar samningsins muni bera upp tillögu um vantraust á hendur May.Segir samninginn þann versta í sögunni Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), hvatt í kvöld „alla sanna“ stuðningsmenn útgöngu innan ríkisstjórnarinnar að segja af sér. Samningurinn sé sá versti í sögunni.Any cabinet member who is a genuine Brexiteer must now resign or never be trusted again, this is the worst deal in history.— Nigel Farage (@Nigel_Farage) November 14, 2018 Bretland hyggst formlega segja skilið við Evrópusambandið þann 29. mars næstkomandi.Fréttin var síðast uppfærð kl. 20:09. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands hefur ákveðið að styðja drög útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. Samninganefndir Breta og Evrópusambandsins kláruðu þessi drög aðfaranótt þriðjudags. Theresa May, forsætisráðherra Breta, tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum nú á áttunda tímanum í kvöld að loknum fimm tíma fundi ríkisstjórnarinnar. Hún sagði þennan útgöngusáttmála bestu niðurstöðuna fyrir Breta og sagði hann í samræmi við val þjóðarinnar sem studdi útgöngu Breta úr ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hún þennan útgöngusáttmála vernda bæði störf og breska ríkið. May sagðist gera sér grein fyrir því að ákvörðunin um að styðja útgöngusáttmálann yrði gagnrýnd og að framundan væru erfiðir dagar. Ríkisstjórnin hafi hins vegar staðið frammi fyrir þeim kosti að byggja upp framtíð þjóðarinnar eða að fara aftur á byrjunarreit og fara gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni.Að neðan má sjá stuttan fréttamannafund May fyrr í kvöld.Drögin voru birt á heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB nú í kvöld. Drögin eru 585 blaðsíður að lengd. Breskir fjölmiðlar segja frá því að meirihluti ráðherra í ríkisstjórn hafi stutt samningsdrögin. Fréttamaður Sky segir að um tíu ráðherrar hafi verið samningnum andvíg. Megi því búast við að framundan séu afsagnir ráðherra.NEW: told cabinet very split. May got it through on majority. Told that nearly 10 cabinet ministers opposed. Mood worse than after Chequers then? “Yeah, much much worse”— Beth Rigby (@BethRigby) November 14, 2018 Ávarpar þingið á morgunMay sagðist ætla að flytja ávarpa á breska þinginu á morgun og hún sagðist vera þeirrar trúar að þessi ákvörðun sé sú besta fyrir bresku þjóðina. May hyggst funda með Arlene Foster, leiðtoga Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) sem ver ríkisstjórn Íhaldsmanna falli, í kvöld.Breskir fjölmiðlar segja líkur á því að andstæðingar samningsins muni bera upp tillögu um vantraust á hendur May.Segir samninginn þann versta í sögunni Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), hvatt í kvöld „alla sanna“ stuðningsmenn útgöngu innan ríkisstjórnarinnar að segja af sér. Samningurinn sé sá versti í sögunni.Any cabinet member who is a genuine Brexiteer must now resign or never be trusted again, this is the worst deal in history.— Nigel Farage (@Nigel_Farage) November 14, 2018 Bretland hyggst formlega segja skilið við Evrópusambandið þann 29. mars næstkomandi.Fréttin var síðast uppfærð kl. 20:09.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira