Er ástæða til þess að hafa áhyggjur af fjármálamörkuðum? Marinó Örn Tryggvason skrifar 10. október 2018 07:00 Velta hefur farið minnkandi á undanförnum árum bæði á hluta- og skuldabréfamarkaði. Þessi þróun gæti verið vísbending um að skilvirkni markaða fari minnkandi. Minni velta gæti þýtt að uppbyggingu markaða sé ábótavant eða að markaðsaðilum gangi einhverra hluta vegna ekki nægjanlega vel að uppfylla hlutverk sitt sem miðlarar fjármagns. Nauðsynlegt er að skoða ástæður minni veltu því hún gæti endurspeglað stopul skoðanaskipti á markaði og leitt til rangrar verðlagningar á áhættu. Það er því full ástæða til þess að taka þessar vísbendingar alvarlega og skoða hugsanlegar skýringar, svo sem breytta uppbyggingu fjármálakerfisins eða minnkandi viðskiptavilja markaðsaðila. Fjármálamarkaðir hafa það meginhlutverk að miðla fjármagni frá fjármagnseigendum til þeirra sem skortir fjármagn og eru því mikilvægur hluti innviða samfélagsins. Á fjármálamarkaði eru milliliðir nauðsynlegir til að fjármálakerfið geti sinnt hlutverki sínu. Á Íslandi eru bankar og lífeyrissjóðir fyrirferðarmiklir en einnig eru starfrækt minni og sérhæfðari fyrirtæki, eins og rekstrarfélög verðbréfasjóða og verðbréfamiðlanir. Heilbrigt fjármálakerfi er nauðsynlegt fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra, svo sem lífeyrissjóði. Einstaklingar taka lán til þess að fjármagna fasteignakaup og fyrirtæki taka lán eða safna hlutafé, m.a. til þess að fjármagna véla- og tækjakaup. Ýmsir fjárfestar geta keypt hlutafé og t.d. bankar eða lífeyrissjóðir geta veitt lán. Rekstur banka gengur út á að ávaxta fjármagn aðila sem þurfa ekki á því að halda fyrr en síðar, og greiðir bankinn vexti eða arð fyrir, og lánar á móti til þeirra sem þurfa á fjármagni að halda og geta greitt til baka með vöxtum síðar. Munurinn á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum er vaxtamunur. Sá munur þarf að standa undir kostnaði við rekstur bankans og viðunandi ávöxtun til eigenda bankans. En þar sem vaxtakjör sem banki fjármagnar sig á ráðast af vaxtakjörum á fjármálamarkaði, skiptir vaxtamyndun á markaði lykilmáli í ofangreindu ferli. Eftir því sem velta á markaði er meiri má gera ráð fyrir því að skoðanir margra aðila hafi áhrif á markaðsverð, og skiptir skoðun þeirra á áhættu fjárfestingarkosta miklu máli. Skilvirkur markaður er þannig nauðsynleg forsenda þess að áhætta sé rétt metin. Vextir endurspegla áhættu sem fjármagnseigendur taka þegar þeir lána fé sitt. Ef eigendur fjármagns telja að áhætta sé mikil krefjast þeir hærri vaxta en ef áhætta er minni. Þannig eru vextir á ríkisskuldabréfum lægri en á áhættusamari fjárfestingum. Því betur sem fjármálamörkuðum tekst að verðleggja áhættu því betur gegna þeir hlutverki sínu sem miðlarar fjármagns. Ef áhætta er metin óeðlilega lítil má gera ráð fyrir því að ráðist verði í of mörg verkefni sem munu ekki standa undir sér með tilheyrandi tjóni. Ef áhætta er metin of mikil verða færri verkefni fjármögnuð en ella, sem gæti leitt til tapaðra tækifæra sem annars myndu reynast hagkerfinu vel. Gera má ráð fyrir að eftir því sem áhætta er betur verðlögð hafi það jákvæð áhrif á hagvöxt og lífskjör í landinu. Skilvirkir fjármálamarkaðir, sem m.a. fela í sér nægilega veltu, skipta hér höfuðmáli. Þorri landsmanna geymir sparnað sinn í lífeyrissjóðum landsins sem eru meðal stærstu þátttakenda á íslenskum fjármálamarkaði. Sjóðirnir verða áfram virkir í fjárfestingum hér innanlands þó þeir fjárfesti í auknum mæli erlendis á næstu árum. Umræða á komandi misserum um leiðir til að auka skilvirkni á fjármálamarkaði og bæta áhættumat ætti því að snerta okkur öll, enda eru öflugir fjármálainnviðir mikilvæg stoð í íslensku samfélagi rétt eins og aðrir samfélagsinnviðir. Kvika mun á næstu vikum fjalla nánar í Markaðnum um ástæður minnkandi virkni á mörkuðum og mögulegar umbætur og vonast eftir virku samtali um málefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Velta hefur farið minnkandi á undanförnum árum bæði á hluta- og skuldabréfamarkaði. Þessi þróun gæti verið vísbending um að skilvirkni markaða fari minnkandi. Minni velta gæti þýtt að uppbyggingu markaða sé ábótavant eða að markaðsaðilum gangi einhverra hluta vegna ekki nægjanlega vel að uppfylla hlutverk sitt sem miðlarar fjármagns. Nauðsynlegt er að skoða ástæður minni veltu því hún gæti endurspeglað stopul skoðanaskipti á markaði og leitt til rangrar verðlagningar á áhættu. Það er því full ástæða til þess að taka þessar vísbendingar alvarlega og skoða hugsanlegar skýringar, svo sem breytta uppbyggingu fjármálakerfisins eða minnkandi viðskiptavilja markaðsaðila. Fjármálamarkaðir hafa það meginhlutverk að miðla fjármagni frá fjármagnseigendum til þeirra sem skortir fjármagn og eru því mikilvægur hluti innviða samfélagsins. Á fjármálamarkaði eru milliliðir nauðsynlegir til að fjármálakerfið geti sinnt hlutverki sínu. Á Íslandi eru bankar og lífeyrissjóðir fyrirferðarmiklir en einnig eru starfrækt minni og sérhæfðari fyrirtæki, eins og rekstrarfélög verðbréfasjóða og verðbréfamiðlanir. Heilbrigt fjármálakerfi er nauðsynlegt fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra, svo sem lífeyrissjóði. Einstaklingar taka lán til þess að fjármagna fasteignakaup og fyrirtæki taka lán eða safna hlutafé, m.a. til þess að fjármagna véla- og tækjakaup. Ýmsir fjárfestar geta keypt hlutafé og t.d. bankar eða lífeyrissjóðir geta veitt lán. Rekstur banka gengur út á að ávaxta fjármagn aðila sem þurfa ekki á því að halda fyrr en síðar, og greiðir bankinn vexti eða arð fyrir, og lánar á móti til þeirra sem þurfa á fjármagni að halda og geta greitt til baka með vöxtum síðar. Munurinn á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum er vaxtamunur. Sá munur þarf að standa undir kostnaði við rekstur bankans og viðunandi ávöxtun til eigenda bankans. En þar sem vaxtakjör sem banki fjármagnar sig á ráðast af vaxtakjörum á fjármálamarkaði, skiptir vaxtamyndun á markaði lykilmáli í ofangreindu ferli. Eftir því sem velta á markaði er meiri má gera ráð fyrir því að skoðanir margra aðila hafi áhrif á markaðsverð, og skiptir skoðun þeirra á áhættu fjárfestingarkosta miklu máli. Skilvirkur markaður er þannig nauðsynleg forsenda þess að áhætta sé rétt metin. Vextir endurspegla áhættu sem fjármagnseigendur taka þegar þeir lána fé sitt. Ef eigendur fjármagns telja að áhætta sé mikil krefjast þeir hærri vaxta en ef áhætta er minni. Þannig eru vextir á ríkisskuldabréfum lægri en á áhættusamari fjárfestingum. Því betur sem fjármálamörkuðum tekst að verðleggja áhættu því betur gegna þeir hlutverki sínu sem miðlarar fjármagns. Ef áhætta er metin óeðlilega lítil má gera ráð fyrir því að ráðist verði í of mörg verkefni sem munu ekki standa undir sér með tilheyrandi tjóni. Ef áhætta er metin of mikil verða færri verkefni fjármögnuð en ella, sem gæti leitt til tapaðra tækifæra sem annars myndu reynast hagkerfinu vel. Gera má ráð fyrir að eftir því sem áhætta er betur verðlögð hafi það jákvæð áhrif á hagvöxt og lífskjör í landinu. Skilvirkir fjármálamarkaðir, sem m.a. fela í sér nægilega veltu, skipta hér höfuðmáli. Þorri landsmanna geymir sparnað sinn í lífeyrissjóðum landsins sem eru meðal stærstu þátttakenda á íslenskum fjármálamarkaði. Sjóðirnir verða áfram virkir í fjárfestingum hér innanlands þó þeir fjárfesti í auknum mæli erlendis á næstu árum. Umræða á komandi misserum um leiðir til að auka skilvirkni á fjármálamarkaði og bæta áhættumat ætti því að snerta okkur öll, enda eru öflugir fjármálainnviðir mikilvæg stoð í íslensku samfélagi rétt eins og aðrir samfélagsinnviðir. Kvika mun á næstu vikum fjalla nánar í Markaðnum um ástæður minnkandi virkni á mörkuðum og mögulegar umbætur og vonast eftir virku samtali um málefnið.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun