Trump vísar endurteknum ásökunum um kynferðisáreitni á bug Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2017 15:30 Jessica Leeds (t.v.) og Samantha Holvey (t.h.), tvær kvennanna sem krefjast þingrannsóknar á kynferðisáreitni Trump. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við endurteknum ásökunum kvenna um kynferðislega áreitni með því að saka demókrata um að hafa búið þær til. Þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi fullyrt að vitni gætu borið um að ásakanir kvennanna væru rangar sagði Trump í dag að hann ýmist þekkti þær ekki eða hefði aldrei hitt þær. Þrjár konur af þeim að minnsta kosti sextán sem hafa sakað Trump um kynferðislegar árásir eða áreitni komu fram í sjónvarpsviðtali í gær þar sem þær endurtóku ásakanirnar sem komu fyrst fram fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Vísuðu þær meðal annars til þess að umhverfið hefði breyst síðan með fjölda uppljóstrana um kynferðislegt misferli valdamikilla karlmanna. Eins og hans er von og vísa brást Trump persónulega við ásökununum á Twitter í morgun. Þar tengdi hann þær við opinbera rannsókn sem stendur yfir á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. „Þrátt fyrir þúsundir sóaðra klukkustunda og milljónir dollara hefur demókrötum ekki tekist að sýna fram á neitt samráð svo nú snúa þeir sér að röngum ásökunum og uppspunnum sögum kvenna sem ég þekki ekki og/eða hef aldrei hitt. GERVIFRÉTTIR!“ tísti Trump klukkan rétt rúmlega sjö í morgun að staðartíma í Washington-borg. Trump hefur ítrekað hafnað ásökunum um kynferðislega áreitni. Nú segir hann þær runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga.Vísir/AFP Ásakendur Trump kröfðust þess að Bandaríkjaþing hæfi rannsókn á kynferðisáreitni Trump. Þær lýstu því meðal annars hvernig Trump hefði káfað á þeim og reynt að kyssa þær gegn vilja þeirra. Jessica Leeds lýsti því hvernig hann hefði ráðist á sig í flugvél á 9. áratugnum. Þegar hún rakst á Trump á samkomu þremur árum síðar hafi hann kallað hana „kuntu“. Nokkrir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa stigið til hliðar síðustu daga og vikur eftir ásakanir um kynferðisáreitni eða óviðeigandi hegðun í garð kvenna. Demókratar hafa hvatt Trump til að segja af sér vegna ásakananna, að því er segir í frétt CNN. Á Twitter réðst Trump einnig hart að Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingkonu demókrata, sem hefur verið á meðal þeirra sem hafa hvatt til afsagnar forsetans nú. Sagði hann meðal annars að hún hefði „grátbeðið“ sig um fjárframlög og að hún myndi gera „hvað sem er“ fyrir þau. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Vísir/AFP Fullyrðingar Trump á Twitter um að hann hafi aldrei hitt konurnar eða þekki þær ríma illa við svör Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, um ásakanirnar í gær. Á blaðamannafundi sagði Huckabee Sanders að í flestum tilfellum gætu sjónarvottar staðfest að sögur kvennanna ættu ekki við rök að styðjast. Að öðru leyti vísaði blaðafulltrúinn til þess að ásakanirnar hafi upprunalega komið fram fyrir kosningar og kjósendur hafi stutt Trump með því að kjósa hann forseta. Á bak við tjöldin er Trump sagður hafa brugðist reiður við ummælum Nikki Haley, sendifulltrúa Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, um að hlusta ætti á konurnar sem hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. Í kosningabaráttunni í fyrra kom fram gömul upptaka þar sem Trump heyrðist stæra sig af því að hann gæti áreitt konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Hann baðst afsökunar á þeim ummælum en gerði lítið úr þeim sem „búningsklefatali“. Upp á síðkastið er forsetinn hins vegar sagður byrjaður að segja viðmælendum sínum ranglega að upptakan sé ekki raunverulega af honum. Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við endurteknum ásökunum kvenna um kynferðislega áreitni með því að saka demókrata um að hafa búið þær til. Þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi fullyrt að vitni gætu borið um að ásakanir kvennanna væru rangar sagði Trump í dag að hann ýmist þekkti þær ekki eða hefði aldrei hitt þær. Þrjár konur af þeim að minnsta kosti sextán sem hafa sakað Trump um kynferðislegar árásir eða áreitni komu fram í sjónvarpsviðtali í gær þar sem þær endurtóku ásakanirnar sem komu fyrst fram fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Vísuðu þær meðal annars til þess að umhverfið hefði breyst síðan með fjölda uppljóstrana um kynferðislegt misferli valdamikilla karlmanna. Eins og hans er von og vísa brást Trump persónulega við ásökununum á Twitter í morgun. Þar tengdi hann þær við opinbera rannsókn sem stendur yfir á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. „Þrátt fyrir þúsundir sóaðra klukkustunda og milljónir dollara hefur demókrötum ekki tekist að sýna fram á neitt samráð svo nú snúa þeir sér að röngum ásökunum og uppspunnum sögum kvenna sem ég þekki ekki og/eða hef aldrei hitt. GERVIFRÉTTIR!“ tísti Trump klukkan rétt rúmlega sjö í morgun að staðartíma í Washington-borg. Trump hefur ítrekað hafnað ásökunum um kynferðislega áreitni. Nú segir hann þær runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga.Vísir/AFP Ásakendur Trump kröfðust þess að Bandaríkjaþing hæfi rannsókn á kynferðisáreitni Trump. Þær lýstu því meðal annars hvernig Trump hefði káfað á þeim og reynt að kyssa þær gegn vilja þeirra. Jessica Leeds lýsti því hvernig hann hefði ráðist á sig í flugvél á 9. áratugnum. Þegar hún rakst á Trump á samkomu þremur árum síðar hafi hann kallað hana „kuntu“. Nokkrir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa stigið til hliðar síðustu daga og vikur eftir ásakanir um kynferðisáreitni eða óviðeigandi hegðun í garð kvenna. Demókratar hafa hvatt Trump til að segja af sér vegna ásakananna, að því er segir í frétt CNN. Á Twitter réðst Trump einnig hart að Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingkonu demókrata, sem hefur verið á meðal þeirra sem hafa hvatt til afsagnar forsetans nú. Sagði hann meðal annars að hún hefði „grátbeðið“ sig um fjárframlög og að hún myndi gera „hvað sem er“ fyrir þau. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Vísir/AFP Fullyrðingar Trump á Twitter um að hann hafi aldrei hitt konurnar eða þekki þær ríma illa við svör Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, um ásakanirnar í gær. Á blaðamannafundi sagði Huckabee Sanders að í flestum tilfellum gætu sjónarvottar staðfest að sögur kvennanna ættu ekki við rök að styðjast. Að öðru leyti vísaði blaðafulltrúinn til þess að ásakanirnar hafi upprunalega komið fram fyrir kosningar og kjósendur hafi stutt Trump með því að kjósa hann forseta. Á bak við tjöldin er Trump sagður hafa brugðist reiður við ummælum Nikki Haley, sendifulltrúa Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, um að hlusta ætti á konurnar sem hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. Í kosningabaráttunni í fyrra kom fram gömul upptaka þar sem Trump heyrðist stæra sig af því að hann gæti áreitt konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Hann baðst afsökunar á þeim ummælum en gerði lítið úr þeim sem „búningsklefatali“. Upp á síðkastið er forsetinn hins vegar sagður byrjaður að segja viðmælendum sínum ranglega að upptakan sé ekki raunverulega af honum.
Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent