Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2017 21:52 Trump hefur sjálfur verið sakaður um kynferðislega áreitni og árásir á konur. Vísir/AFP Eftir að hafa þagað þunnu hljóði um ásakanir á hendur Roy Moore, frambjóðanda repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama, um áreitni gegn unglingsstúlkum tók Donald Trump forseti af skarið og varði Moore í dag. Fann hann frambjóðanda demókrata allt til foráttu og sagði að hlusta yrði á neitanir Moore. Washington Post sagði fyrst frá ásökununum fyrir að verða tveimur vikum. Nokkrar konur hafa stigið fram og fullyrt að Moore hafi elst við þær, áreitt og brotið gegn kynferðislega þegar þær voru unglingar eða ungar konur en hann saksóknari á fertugsaldri. Ein kvennanna var fjórtán ára þegar Moore hafði uppi kynferðislega tilburði við hana. Fréttamenn spurðu Trump út í mál Moore við Hvíta húsið í dag og benti forsetinn þá á að Moore hafnaði ásökununum algerlega, að því er New York Times greinir frá. „Ef þið lítið á það sem er í gangi í raun og veru og þið horfið á alla hlutina sem hafa gerst síðustu 48 klukkustundirnar þá neitar hann því alfarið. Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann,“ sagði Trump. Nokkrir leiðtoga repúblikana á landsvísu hafa hvatt Moore til að stíga til hliðar en kosið verður um þingsætið 12. desember. Því hefur Moore hafnað. Landsnefnd repúblikanaflokksins hefur dregið til baka fjárstuðning sinn við framboð Moore vegna ásakananna. Ákærði Kú Klúx Klan-liða en Trump segir hann „hræðilegan“ með glæpi Þá gagrýndi hann Doug Jones, frambjóðanda demókrata til öldungadeildarþingsætisins í Alabama, sem mælist skyndilega með svipað fylgi og Moore eftir að hafa átt verulega á brattann að sækja í kosningabaráttunni áður en ásakanir kvennanna komu fram. „Við þurfum ekki frjálslynda manneskju þarna inn, demókrata, Jones,“ sagði Trump og sakaði Jones um að vera „hræðilegan“ í málefnum glæpa, landamæra og hersins. Jones er fyrrverandi héraðssaksóknari sem ákærði meðal annars félaga í Kú Klúx Klan sem stóðu að sprengjuárás í kirkju í Alabama á 7. áratugnum. Trump hefur sjálfur verið sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi gegn konum. Þannig hefur hann meðal annars stært sig af því að hafa gengið inn á þátttakendur í fegurðarsamkeppni sem hann átti á meðan stúlkurnar voru fáklæddar. Í kosningabaráttunni í fyrra kom fram gömul upptaka þar sem Trump gortaði sig af því að geta þuklað á konum og kysst þær í krafti frægðar sinnar. „Maður getur gert hvað sem er, gripið þær í píkuna. Maður getur gert hvað sem er,“ sagði Trump á upptökunni. MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Valkvæð hneysklun forsetans með grugguga fortíð Það er ekki sama Jón og séra Jón. 17. nóvember 2017 21:15 Eiginkonan náði fyrst auga Moore þegar hún var táningur Frambjóðandi repúblikana í Alabama sem sakaður er um að áreita unglingsstúlkur hefur sjálfur lýst því þannig að hann hafi fyrst tekið eftir eiginkonu sinni þegar hún var fimmtán eða sextán ára gömul. 21. nóvember 2017 19:44 Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Eftir að hafa þagað þunnu hljóði um ásakanir á hendur Roy Moore, frambjóðanda repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama, um áreitni gegn unglingsstúlkum tók Donald Trump forseti af skarið og varði Moore í dag. Fann hann frambjóðanda demókrata allt til foráttu og sagði að hlusta yrði á neitanir Moore. Washington Post sagði fyrst frá ásökununum fyrir að verða tveimur vikum. Nokkrar konur hafa stigið fram og fullyrt að Moore hafi elst við þær, áreitt og brotið gegn kynferðislega þegar þær voru unglingar eða ungar konur en hann saksóknari á fertugsaldri. Ein kvennanna var fjórtán ára þegar Moore hafði uppi kynferðislega tilburði við hana. Fréttamenn spurðu Trump út í mál Moore við Hvíta húsið í dag og benti forsetinn þá á að Moore hafnaði ásökununum algerlega, að því er New York Times greinir frá. „Ef þið lítið á það sem er í gangi í raun og veru og þið horfið á alla hlutina sem hafa gerst síðustu 48 klukkustundirnar þá neitar hann því alfarið. Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann,“ sagði Trump. Nokkrir leiðtoga repúblikana á landsvísu hafa hvatt Moore til að stíga til hliðar en kosið verður um þingsætið 12. desember. Því hefur Moore hafnað. Landsnefnd repúblikanaflokksins hefur dregið til baka fjárstuðning sinn við framboð Moore vegna ásakananna. Ákærði Kú Klúx Klan-liða en Trump segir hann „hræðilegan“ með glæpi Þá gagrýndi hann Doug Jones, frambjóðanda demókrata til öldungadeildarþingsætisins í Alabama, sem mælist skyndilega með svipað fylgi og Moore eftir að hafa átt verulega á brattann að sækja í kosningabaráttunni áður en ásakanir kvennanna komu fram. „Við þurfum ekki frjálslynda manneskju þarna inn, demókrata, Jones,“ sagði Trump og sakaði Jones um að vera „hræðilegan“ í málefnum glæpa, landamæra og hersins. Jones er fyrrverandi héraðssaksóknari sem ákærði meðal annars félaga í Kú Klúx Klan sem stóðu að sprengjuárás í kirkju í Alabama á 7. áratugnum. Trump hefur sjálfur verið sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi gegn konum. Þannig hefur hann meðal annars stært sig af því að hafa gengið inn á þátttakendur í fegurðarsamkeppni sem hann átti á meðan stúlkurnar voru fáklæddar. Í kosningabaráttunni í fyrra kom fram gömul upptaka þar sem Trump gortaði sig af því að geta þuklað á konum og kysst þær í krafti frægðar sinnar. „Maður getur gert hvað sem er, gripið þær í píkuna. Maður getur gert hvað sem er,“ sagði Trump á upptökunni.
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Valkvæð hneysklun forsetans með grugguga fortíð Það er ekki sama Jón og séra Jón. 17. nóvember 2017 21:15 Eiginkonan náði fyrst auga Moore þegar hún var táningur Frambjóðandi repúblikana í Alabama sem sakaður er um að áreita unglingsstúlkur hefur sjálfur lýst því þannig að hann hafi fyrst tekið eftir eiginkonu sinni þegar hún var fimmtán eða sextán ára gömul. 21. nóvember 2017 19:44 Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Valkvæð hneysklun forsetans með grugguga fortíð Það er ekki sama Jón og séra Jón. 17. nóvember 2017 21:15
Eiginkonan náði fyrst auga Moore þegar hún var táningur Frambjóðandi repúblikana í Alabama sem sakaður er um að áreita unglingsstúlkur hefur sjálfur lýst því þannig að hann hafi fyrst tekið eftir eiginkonu sinni þegar hún var fimmtán eða sextán ára gömul. 21. nóvember 2017 19:44
Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08
Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14
Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33