Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 21:55 Moore hefur ímugust á samkynheiðgum og múslimum og hefur tvisvar verið vikið úr embætti dómara. vísir/getty Kona að nafni Leigh Corfman hefur stigið fram og sakað Roy Moore, frambjóðanda úr röðum Repúblíkana, um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Moore starfaði áður sem dómari í ríkisdómstól Alabama. Hann hefur löngum verið milli tannanna á fólki vegna öfgafullra skoðana og andúðar á samkynhneigðum og múslimum. Moore er einnig þekktur fyrir að hafa í tvígang verið vikið úr dómarasæti hæstaréttar Alabama. Corfman sagði frá samskiptum sínum við Moore í viðtali við Washington Post. Samskiptin áttu sér stað árið 1979 en þá var Corfman fjórtán ára en Moore 32 ára. Corfman segir að fyrstu kynni sín við Moore hafi átt sér stað fyrir utan dómsal í Etowa-sýslu í Alabama. Á Moore að hafa nálgast móður hennar og boðist til að gæta hinnar fjórtán ára Corfman á meðan móðirin bar vitni í dómsalnum. Segir Corfman Moore hafa spjallað við sig og beðið um símanúmerið hjá sér. Fáeinum dögum síðar steig Corfman upp í bifreið Moore og við tók hálftímalöng bílferð á heimili Moore. Corfman segir Moore hafa kysst sig og lýst yfir hrifningu sinni á sér. Corfman heimsótti Moore aftur og í það skipti á Moore að hafa aklætt sig fyrir framan hana, káfað á henni og stýrt hendi hennar að nærklæðnaði sínum. Þrjár aðrar konur veittu viðtal við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Corfman hefur aldrei tjáð sig um samskipti sín við Moore hingað til og hún hefur ekki lagt fram kæru vegna málsins. Tengdar fréttir Andstæðingar hjónabanda samkynhneigðra grípa til varna Reyna nú að fá stjórnarskrárbreytingu samþykkta í Bandaríkjunum til að skilgreina hjónabandið sér í vil. 17. febrúar 2014 07:00 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Kona að nafni Leigh Corfman hefur stigið fram og sakað Roy Moore, frambjóðanda úr röðum Repúblíkana, um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Moore starfaði áður sem dómari í ríkisdómstól Alabama. Hann hefur löngum verið milli tannanna á fólki vegna öfgafullra skoðana og andúðar á samkynhneigðum og múslimum. Moore er einnig þekktur fyrir að hafa í tvígang verið vikið úr dómarasæti hæstaréttar Alabama. Corfman sagði frá samskiptum sínum við Moore í viðtali við Washington Post. Samskiptin áttu sér stað árið 1979 en þá var Corfman fjórtán ára en Moore 32 ára. Corfman segir að fyrstu kynni sín við Moore hafi átt sér stað fyrir utan dómsal í Etowa-sýslu í Alabama. Á Moore að hafa nálgast móður hennar og boðist til að gæta hinnar fjórtán ára Corfman á meðan móðirin bar vitni í dómsalnum. Segir Corfman Moore hafa spjallað við sig og beðið um símanúmerið hjá sér. Fáeinum dögum síðar steig Corfman upp í bifreið Moore og við tók hálftímalöng bílferð á heimili Moore. Corfman segir Moore hafa kysst sig og lýst yfir hrifningu sinni á sér. Corfman heimsótti Moore aftur og í það skipti á Moore að hafa aklætt sig fyrir framan hana, káfað á henni og stýrt hendi hennar að nærklæðnaði sínum. Þrjár aðrar konur veittu viðtal við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Corfman hefur aldrei tjáð sig um samskipti sín við Moore hingað til og hún hefur ekki lagt fram kæru vegna málsins.
Tengdar fréttir Andstæðingar hjónabanda samkynhneigðra grípa til varna Reyna nú að fá stjórnarskrárbreytingu samþykkta í Bandaríkjunum til að skilgreina hjónabandið sér í vil. 17. febrúar 2014 07:00 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Andstæðingar hjónabanda samkynhneigðra grípa til varna Reyna nú að fá stjórnarskrárbreytingu samþykkta í Bandaríkjunum til að skilgreina hjónabandið sér í vil. 17. febrúar 2014 07:00
Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15